Hefur varla séð neina kvikmynd – nýtt hlaðvarp

Glænýtt kvikmyndahlaðvarp, „Heimabíó“, hefur litið dagsins ljós. Margir gætu kannast við þáttastjórnendurna, þá Sigurjón Inga Hilmarsson sem verið hefur útvarpsmaður á KissFM, stjórnað hlaðvarpinu Poppkúltur og skrifað fyrir okkur hjá kvikmyndir.is og Tryggva Harald Georgsson eða TastyTreat úr Gametívi og útvarpsmann á KissFM. 

Heimabíó er kvikmyndahlaðvarp með öðru sniði en Tryggvi hefur nefnilega varla séð eina einustu kvikmynd. Markmið þeirra félaga verður því að leiða Tryggva í gegnum kvikmyndaheiminn og komast að því hvort þetta sé í rauninni eitthvað fyrir hann eða hvort þetta sé bara ein önnur þvælan, eins og fótanuddtækið.

Byrja á Fast and the Furious

Fyrsta stoppið í ferðalaginu verður The Fast And The Furious kvikmyndaserían þar sem strákarnir eiga það sameiginlegt að hafa hvorugir séð allar myndirnar. Á döfinni eru svo að sjálfsögðu kvikmyndir eins og The Godfather, The Shining, Indiana Jones og fleiri neglur sem Tryggvi hefur aldrei séð!

Hægt er að hlusta á öllum helstu hlaðvarpsveitum, þar á meðal á Spotify hér að neðan: