Kuldi andlegt framhald af Ég man þig

Íslenski sálfræðitryllirinn Kuldi eftir Erling Óttar Thoroddsen verður frumsýndur 1. september nk. Þetta er þriðja kvikmynd Erlings í fullri lengd en hinar eru hrollvekjurnar Rökkur og Child Eater. Einnig frumsýnir Erlingur fjórðu kvikmynd sína The Piper í Bandaríkjunum í október. Það er því skammt stórra högga á milli hjá leikstjóranum.

Í samtali við Kvikmyndir.is segir Erlingur aðspurður að dagarnir fyrir frumsýningu hafi meðal annars farið í að snyrta og snurfusa. „Myndin er tilbúin en við erum að vinna í að gera sýningareintakið fullkomið. Svo er markaðssetningin auðvitað komin á fullt og það er mörgu að sinna í tengslum við hana.  Þessar tvær vikur fram að frumsýningu eru frekar annasamar. Það er alltaf meira að gera en maður býst við fyrirfram,“ segir Erlingur.

Kuldi (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.1

Þegar Óðinn byrjar að rannsaka áratuga gömul dauðsföll á unglingaheimili, fer hann að gruna að óhugnalegir atburðir þaðan tengist dularfullu sjálfsmorði eiginkonu hans — sem og skringilegri hegðun táningsdóttur hans....

Tilnefnd til sex Edduverðlauna.

Kuldi er gerð eftir samnefndri spennusögu Yrsu Sigurðardóttur og er þetta í fyrsta sinn sem Erlingur færir skáldsögu upp á hvíta tjaldið.  „Verkefnið var mjög skemmtilegt og krefjandi. Ferlið hófst fyrir sex árum þegar Sigurjón Sighvatsson framleiðandi hafði samband við mig. Hann spurði hvort ég hefði lesið bókina, sem ég var ekki búinn að gera á þeim tíma. Hann sendi mér eintak í kjölfarið með þeim skilaboðum að ef ég sæi bíómynd í bókinni yrði ég að láta hann vita.

Sigurjón var einn af framleiðendum síðustu kvikmyndar sem gerð var eftir sögu Yrsu, Ég man þig,  og þarna, þegar Sigurjón hafði samband við mig, var Ég man þig nýbúin að slá í gegn. Eftir að hafa lesið Kulda sá ég strax bíómynd og ég varð mjög spenntur fyrir verkefninu. Meðal annars fannst mér ýmislegt í sögunni vera eitthvað sem áhugavert væri að gera í íslenskri bíómynd.“

Ég man þig (2016)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.1
Rotten tomatoes einkunn 89%
The Movie db einkunn6/10

Ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri um miðjan vetur fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á Ísafirði dregst nýi geðlæknirinn í bænum inní rannsókn á sjálfsmorði eldri konu, en svo virðist sem hún hafi verið heltekin af syni hans sem hvarf...Erlingur segir að þar eigi hann við hluti sem þekkjast úr hrollvekjugeiranum m.a.  „Yrsa var einn af fáum höfundum á þessum tíma sem stíluðu inn á hrollvekjugeirann, t.d. með því að leika sér með hvort hlutir væru yfirnáttúrulegir eða gerðust í alvörunni. Ég hef sjálfur verið mjög upptekinn af hrollvekjum síðan ég var lítill strákur. Kuldi fer á mjög áhugaverða staði undir lok sögunnar og ég hugsaði strax að ef þetta yrði bíómynd þá langaði mig að taka þátt.“

Í framhaldinu settust þeir Sigurjón niður við skriftir. „Við vorum báðir að vinna í ýmsu öðru á þessum tíma. Þessvegna tóku skrifin nokkra stund, með löngum pásum inn á milli, þar til við komum á stað sem við vorum báðir sáttir við.  Árið 2021 í miðjum faraldrinum ákváðum við svo að setja þetta í gang fyrir alvöru. Upptökur hófust í fyrra og nú er myndin að koma í bíó,“ segir Erlingur og brosir.

Sammála um Jóhannes

Spurður að því hvort hann hafi alltaf séð Jóhannes Hauk Jóhannesson fyrir sér í aðalhlutverkinu segir Erlingur að svo hafi verið. „Við Sigurjón vorum sammála frá byrjun um að fyrsti leikarinn sem við myndum ræða við yrði Jóhannes. Þar spilaði líka inn í að Kuldi er næsta bók Yrsu á eftir Ég man þig. Þar lék Jóhannes einnig aðalhlutverk. Okkur fannst þetta vera svona andlegt framhald (e. spiritual seaquel) af Ég man þig. Við höfðum því samband við Jóhannes frekar snemma í ferlinu og áður en handritið var tilbúið. Við vildum fá að vita hvort hann væri til í tuskið.  Svo enduðum við á að tala við fleiri leikara úr Ég man þig eins og Söru Dögg og Önnur Gunndísi. Það var kannski meira til gamans fyrir okkur til að halda tengingu við fyrri myndina. Persónurnar í Kulda eru þó mjög ólíkar þeim sem þessir leikarar fóru með í Ég man þig, en ég held að þeim hafi fundist þetta skemmtilegt – að vera með okkur í að skapa kvikmyndaheim Yrsu Sigurðardóttur (e. Yrsa Sigurðardóttur Cinematic Universe).“

Um aðra leikara segir Erlingur að hann hafi haft ákveðnar hugmyndir um hvað hann vildi, en hafi ekki þekkt nógu vel yngri kynslóðir leikara eftir langan tíma í Bandaríkjunum. „Ég var ekki alveg meðvitaður um hverjar væru upprennandi stjörnur hér heima. Við héldum prufur og á endanum gekk mjög vel að ráða í öll hlutverk. Þetta small allt saman frekar auðveldlega.“

Hrollvekjur til æviloka

Aðspurður segir Erlingur að þó svo að hann hafi hingað til leikstýrt hrollvekjum sé hann opinn fyrir fleiri tegundum mynda. „Þetta eru meira svona uppáhaldskvikmyndirnar mínar, sem ég hef horft á síðan ég var krakki. Einnig hef ég horft mikið á spennutrylla og vísindaskáldsögur. En maður hefur ekki alltaf fulla stjórn á því hvaða verkefni maður fær í hendur. Ég væri samt meira en sáttur við að gera ekkert annað en hrollvekjur til æviloka,“ segir Erlingur og hlær.

Stefnt er að því að selja Kulda til útlanda og vinna við það er nú þegar hafin að sögn Erlings. „Við erum að vinna með sölufyrirtækinu LevelK. Það er komin ákveðin áætlun og ég geri ráð fyrir að við munum tilkynna um framhaldið með haustinu. Einnig horfum við til þess að sýna myndina á kvikmyndahátíðum erlendis. Við höfum samt alltaf horft til þess að frumsýna myndina á Íslandi vegna vinsælda Yrsu á innanlandsmarkaði.  Oft byrja íslenskar kvikmyndir á kvikmyndahátíðum og koma svo til Íslands en við vildum hefja leik á Íslandi.“

Eins og fyrr sagði bjó Erlingur í Bandaríkjunum um árabil en flutti heim í faraldrinum. „Ég kom heim í Covid og ákvað að fara ekki aftur út. Upphaflega fór ég til New York í nám árið 2009 og eftir að ég kláraði skólann ákvað ég að reyna að vinna í bransanum úti. Ég kom þó heim til að gera Rökkur í millitíðinni. Henni gekk vel á kvikmyndahátíðum sem hjálpaði mér að taka skrefið og flytja til Los Angeles þar sem ég fékk mér umboðsmann. Ég var búinn að vera í Los Angeles í tvö ár þegar faraldurinn hófst. Ég nýtti tímann vel í Los Angeles en borgin er samt ekkert endilega sú skemmtilegasta til að búa í. Mér finnst fínt að vera heima á Íslandi núna og geta þá bara farið fram og til baka.“

Rökkur (2017)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6
Rotten tomatoes einkunn 93%
The Movie db einkunn6/10

Nokkrum mánuðum eftir að þeir hættu saman, vaknar Gunnar upp við skringilegt símtal frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Einar segir að hann fái það stundum á tilfinninguna að hann sé ekki einn þegar hann er staddur í Rökkri, fjölskyldusumarbústaðnum sem stendur undir ...

Myndin hlaut t.a.m. verðlaun fyrir listrænt afrek (Artistic Achievement) á Outfest-kvikmyndahátíðinni í Los Angeles í júlí og fyrstu verðlaun fyrir kvikmyndatökuna á Óháðu kvikmyndahátíðinni í San Francisco

Erlingur er með ýmis járn í eldinum. „Margt af því er á viðkvæmu stigi og ég má ekki tala um það strax. Leikstjórar eins og ég þurfa að vera með nokkra bolta á lofti til að auka líkurnar á að eitthvað verkefni fari alla leið, þó að stundum komi eitthvað óvænt upp á líka. Nú er allur fókus á Kulda og að fylgja henni eftir.“

Um rottufangarann

Eins og sagði fremst í greininni er von á annarri kvikmynd frá Erlingi í október, The Piper. Um er að ræða myrka útgáfu af sögunni um rottufangarann í Hamel (e. Pied Piper), sem er á meðal þekktustu þjóðsagna í Þýskalandi. Nafnið Rottufangarinn er kennt við aðalpersónuna; óþekktan flautuleikara sem birtist í borginni Hamel á meðan gríðarleg rottuplága stendur yfir í borginni. Flautuleikarinn virðist eiga töfraflautu sem hann býst til að nota til að losa borgarbúa við rotturnar gegn gjaldi – en þegar borgarbúar neita svo að greiða honum endar það með skelfilegum afleiðingum fyrir þá alla.

„Við kláruðum The Piper í lok síðasta árs. Ég hélt að hún yrði frumsýnd fyrr á árinu og myndi ekki skarast við Kulda. En hlutirnir tóku lengri tíma en ég bjóst við. Þetta er pínu svona hrekkjavökumynd, og hentar vel til sýninga í Bandaríkjunum á þeim tíma. Það verður nóg að gera hjá mér á næstunni að fylgja bæði Kulda og The Piper eftir.“

Erlingur segir að nú þegar sé búið að selja The Piper til fjölda landa.  Dreifingaraðili á Íslandi er Sena en frumsýningardagsetning á Íslandi hefur enn ekki verið ákveðin. Þó Erlingur að líkur séu á frumsýningu seinna á árinu eða byrjun næsta árs.“

Nákvæmur útgáfudagur í Bandaríkjunum verður tilkynntur á næstunni.

Með óskarsverðlaunahafa

Árið 2021 sagði Kvikmyndir.is frá því að Rökkur yrði endurgerð í Bandaríkjunum. Erlingur segir það enn standa til og boltinn hafi rúllað síðan árið 2018. „Við fengum Óskarsverðlaunahandritshöfundinn Dustin Lance Black til að þróa handritið með mér. Hann fékk Óskarinn fyrir Sean Penn myndina Milk árið 2008. Hann kom inn í verkefnið árið 2020 og við vorum á Zoom fjarfundum 3-4 sinnum í viku í níu mánuði til að koma handritinu í gott form. Þegar það var að klárast fór ég að vinna í The Piper og svo í Kulda, þannig að ég hvarf svolítið út úr verkefninu. Á meðan hafa tveir framleiðendur verið að senda handrit til leikara og svona. Nú eru verkföll í Hollywood sem hafa sett strik í reikninginn. Það er eins og það sé alltaf eitthvað að koma upp á sem truflar. En ég er mjög sáttur og ánægður með að hafa unnið að handritinu með Óskarsverðlaunahafa. Það var eins og að fara aftur í kvikmyndaskóla og stendur upp úr í þessu verkefni fyrir mig persónulega. En það eru allir af vilja gerðir að þessi mynd fari alla leið. Svo kemur það betur í ljós síðar,“ segir Erlingur að lokum.

Milk (2008)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 93%

Myndin Milk er byggð á sannri sögu stjórnmálamannsins og mannréttindafrömuðsins Harvey Milk, en hann braut blað í sögu Bandaríkjanna þegar hann var fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn sem kosinn var til opinbers embættis í landinu. Var hann kosinn til setu í borgarráði San ...

Óskarsverðlaun 2009: VANN (2): Besti aðalleikari – Sean Penn / Besta frumsamda handrit Tilnefnd (6): Besta mynd / Besti leikstjóri / Besti aukaleikari – Josh Brolin / Besta tónlist / Besta búningahönnun / Besta klipping Golden Globes 2009: Tilnefnd: