Áhugavert

Vissir þú?
Í stiklunni er mjög auðþekkjanleg upptaka af ljóðinu Boots eftir Rudyard Kipling, lesið af leikaranum Taylor Holmes árið 1915. Taktfastur upplesturinn vísar til marseringar breskra hermanna í Búastríðinu í Suður-Afríku og er upptakan notuð af bandaríska hernum til að líkja eftir sálrænu álaginu sem fylgir því að vera haldið föngnum.
Vissir þú?
Þetta er fyrsta leikna útgáfan af teiknimynd frá DreamWorks.
Vissir þú?
Wayne\'s World leikkonan Tia Carrere, upprunaleg rödd Nani Pelekai í Lilo og Stitch (2002), leikur frú Kekoa í þessari mynd, sem er ný persóna.
Vissir þú?
Rétt eins og í síðustu mynd leikstjórans Celine Song, Past Lives, frá 2023, og í mynd eiginmanns hennar Justin Kuritzkes, Challengers, frá 2024, fjallar myndin um ástarþríhyrning.
Vissir þú?
Sagan gerist mitt á milli atburðanna í John Wick: Chapter 3 - Parabellum (2019) og John Wick: Chapter 4 (2023).
Vissir þú?
Tom Cruise og Ving Rhames eru einu leikararnir sem leika í öllum átta Mission: Impossible myndunum.
Vissir þú?
Mia Threapleton (Liesl) er dóttir bresku Óskarsverðlaunaleikkonunnar Kate Winslet.
Vissir þú?
Ralph Macchio verður orðinn 63 ára gamall þegar kvikmyndin verður frumsýnd. Það þýðir að hann verður orðinn tólf árum eldri en Pat Morita var þegar hin upprunalega The Karate Kid (1984) var frumsýnd.
Vissir þú?
Þetta er síðasta kvikmyndin sem hinn geðþekki Tony Todd lék í áður en hann dó. Ástand hans var sagt vera frekar lélegt en hann beit á jaxlinn til að geta snúið aftur í goðsagnarkennt hlutverk sitt.
Vissir þú?
Upphaflega átti Shawn Levy, sem leikstýrði m.a. Night at the Museum seríunni, að leikstýra Minecraft myndinni en hann hætti við eftir að hafa lent upp á kant við Minecraft þróunarteymið sem fannst hugmynd hans ekki passa leiknum.
Vissir þú?
Arna Magnea er eina leiklistarlærða trans konan á Íslandi. Hún segir í samtali við mbl.is að hún hafi samt þurft að sanna sig og sýna að hún gæti farið með burðarhlutverk í kvikmynd.
Vissir þú?
Gagnrýnandi Morgunblaðsins, Helgi Snær Sigurðsson, segir eftirfarandi um myndina: \"Þessi kvikmynd er alls hreint ekki fyrir viðkvæma, stundum svo ógeðsleg að líta þarf undan enda fellur hún í flokk svokallaðra „body horror“-kvikmynda, líkamshryllingsmynda. Slíkar kvikmyndir eru sérstaklega viðbjóðslegar þar sem mikil og sérstök áhersla er lögð á einhvers konar eyðileggingu eða hrörnun mannslíkamans. Í þennan flokk falla kvikmyndir á borð við The Fly (1986) sem er sígild líkamshryllingsmynd en líka myndir sem eru lítið meira en viðbjóður, sem dæmi The Human Centipede (2009) sem enginn ætti að horfa á.\"
Upplýsingar um sýningartíma eru fengnar frá Senu, Laugarásbíó, tix.is og Sambíóunum. Kvikmyndum er raðað eftir fjölda sýninga.
VÆNTANLEGAR MYNDIR
-
M3GAN 2.0
-
O Que Podem as Palavras
-
F1: The Movie
-
Jurassic World: Rebirth
-
Týndi tígurinn
-
Tommy Guns
-
Superman
-
Strumparnir
-
I Know What You Did Last Summer
-
The Fantastic Four: First Steps

