Náðu í appið

Væntanlegt í bíó

30. mars 2023
Drama
Unglingsstúlka og ungur drengur á flótta, sem bæði koma frá Afríku, kynnast og verða vinir. Saman mynda þau bandalag til að lifa af í nýju landi, Belgíu, þar sem örlög þeirra ráðast.
Útgefin: 30. mars 2023
31. mars 2023
SpennaÆvintýri
Heillandi þjófur og mislitur hópur ævintýramanna heldur af stað í sögulega ferð til að endurheimta týndan helgigrip. En allt fer illilega úrskeiðis þegar þeir lenda upp á kant við óvinveitta aðila.
Útgefin: 31. mars 2023
31. mars 2023
GamanÆvintýriTeiknað
Píparinn Mario frá Brooklyn ferðast í gegnum Svepparíkið með prinsessunni Peach og mannlega sveppinum Toad í leit að bróður Mario, Luigi. Markmiðið er að bjarga heiminum frá hinu hrikalega eldspúandi skrímsli Bowser.
Útgefin: 31. mars 2023
31. mars 2023
HrollvekjaÍslensk mynd
Leikstjórn Arró Stefánsson
Myndin fjallar um Inga, ungan fjölskylduföður sem er að reyna koma undir sig fótunum að nýju eftir að hafa orðið valdur að hræðilegu slysi. Þegar hann finnur leigjanda látinn í Airbnb íbúð sinni fer að halla undan fæti hjá honum. Dularfullir hlutir fara að gerast þegar Ingi reynir að púsla saman fortíð mannsins á sama tíma og hann forðast að gera upp sína eigin.
Útgefin: 31. mars 2023
7. apríl 2023
Drama
Leikstjórn Ben Affleck
Saga skókaupmannsins Sonny Vaccaro og hvernig hann náði að tryggja íþróttavöruframleiðandanum Nike samning við einn frægasta körfuboltamann allra tíma; Michael Jordan.
Útgefin: 7. apríl 2023
7. apríl 2023
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Julius Avery
Saga séra Gabriele Amorth, hins goðsagnakennda ítalska prests sem framdi meira en 100.000 særingar fyrir Vatikanið.
Útgefin: 7. apríl 2023
14. apríl 2023
GamanHrollvekjaÆvintýri
Leikstjórn Chris McKay
Renfield ákveður að hætta í starfinu sem hann hefur gegnt um margar aldir sem skósveinn Drakúla greifa, og byrja nýtt líf í nútímanum í New Orleans í Bandaríkjunum. Hann verður ástfanginn af viljasterkri og ágengri löggu sem heitir Rebecca Quincy.
Útgefin: 14. apríl 2023
21. apríl 2023
HrollvekjaSpennutryllirÆvintýri
Leikstjórn Lee Cronin
Brengluð saga af tveimur systrum sem hafa ekki sést lengi en hittast á ný. Endurfundirnir verða snubbóttir þegar mannakjötsétandi djöflar birtast. Þær verða nú að berjast fyrir lífi sínu sem hefur nú breyst í sannkallaða martröð.
Útgefin: 21. apríl 2023
21. apríl 2023
GamanDramaHrollvekja
Leikstjórn Ari Aster
Taugaveiklaður maður fer í súrrealíska ferð á heimaslóðir eftir að móðir hans deyr óvænt. Á leiðinni þarf hann að horfast í augu við sinn mesta ótta.
Útgefin: 21. apríl 2023
21. apríl 2023
GamanÆvintýriTeiknað
Magnús er gulur köttur sem kann að bjarga sér á strætum borgarinnar. Hann setur upp fjárplógsstarfsemi í félagi við hóp af talandi rottum. Þegar Magnús og nagdýrin hitta bókaorminn Malicia þá fer litla svindlstarfsemin þeirra öll út um þúfur.
Útgefin: 21. apríl 2023
5. maí 2023
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn James Gunn
Peter Quill sem er enn að jafna sig eftir andlát Gamora, safnar hópnum saman til að verja alheiminn, en verkefnið gæti riðið Guardians of the Galaxy að fullu ef það tekst ekki.
Útgefin: 5. maí 2023
12. maí 2023
Gaman
Leikstjórn Bill Holderman
Við fylgjumst með vinkonunum fjórum sem fara með bókaklúbbinn sinn til Ítalíu og skemmta sér betur en nokkru sinni fyrr.
Útgefin: 12. maí 2023
19. maí 2023
SpennaGlæpaRáðgáta
Leikstjórn Louis Leterrier
Dom Toretto og fjölskylda hans hafa skákað hverjum einasta fjandmanni sem orðið hefur á vegi þeirra og oft hafa leikar staðið tæpt. Nú standa þau andspænis hættulegasta óvininum til þessa: hræðilegri ógn sem birtist úr úr myrkri fortíðinni sem vill hefna sín á grimmilegan hátt. Hann er staðráðinn í að sundra fjölskyldunni og eyðileggja allt og alla sem Dom þykir vænt um, til frambúðar.
Útgefin: 19. maí 2023
19. maí 2023
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Jim Strouse
Ung kona reynir að jafna sig á dauða unnusta síns með því að senda rómantísk textaskilaboð í gamla símanúmerið hans. Hún myndar samband við manninn sem fékk númerinu úthlutað eftir dauða kærastans.
Útgefin: 19. maí 2023
25. maí 2023
Hrollvekja
Leikstjórn Chris Weitz
Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 25. maí 2023
26. maí 2023
Gaman
Leikstjórn Laura Terruso
Hér segir frá Sebastian sem er hvattur til þess af kærustu sinni að koma með hárgreiðslumanninn og innflytjandann, föður sinn Salvo, í helgarferð með ofurríkri en ögn sérstakri fjölskyldu sinni. Helgin þróast út í einn allsherjar menningarárekstur og Sebastian og Salvo komast að því út á hvað sönn fjölskyldugildi ganga.
Útgefin: 26. maí 2023
31. maí 2023
SpennaÆvintýriTeiknað
Eftir að hafa hitt Gwen Stacy á ný er Miles Morales - hinum vinalega köngulóarmanni í Brooklyn - slengt yfir fjölheima. Þar hittir hann hóp köngulóar-fólks sem þarf að berjast fyrir eigin tilveru. En þegar hetjunum greinir á um hvernig eigi að fást við nýja ógn, lendir Miles upp á kant við hópinn og þarf að endurskilgreina hvað það þýðir að vera hetja, svo hann geti bjargað fólkinu sem hann ann mest.
Útgefin: 31. maí 2023
31. maí 2023
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Rob Savage
Lester Billings ræðir við geðlækni um morð á þremur ungum börnum hans. Fyrstu tvö börnin létust á dulafullan hátt, en dánarorsök var mismunandi þó þau hafi bæði dáið inni í herbergjum sínum. Það eina sem var líkt með morðunum er að börnin öskruðu "Vondi kall! " eða Boogeyman! áður en þau voru skilin eftir í herbergjunum. Þá var skáphurðin opin í hálfa gátt þó Billings hafi verið sannfærður um hafa skilið hana eftir lokaða.
Útgefin: 31. maí 2023
2. júní 2023
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Steven Caple Jr.
Framhald á æsilegum ævintýrum Autobots og Decepticons og við bætast the Maximals, Predacons og Terrorcons.
Útgefin: 2. júní 2023
16. júní 2023
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Peter Sohn
Myndin fjallar um Ember og Wade í borg þar sem elds-, lands-, og loftsíbúar búa saman.
Útgefin: 16. júní 2023
23. júní 2023
SpennaÆvintýri
Barry Allen notar ofurhraða sinn til að breyta fortíðinni, en tilraun hans til að bjarga fjölskyldu sinni býr til heim án ofurhetja. Það neyðir hann út í æsilega keppni um að bjarga lífi sínu og bjarga framtíðinni. Hann fær hjálp frá Leðurblökumanninum til að reyna að laga fortíðina.
Útgefin: 23. júní 2023
23. júní 2023
23. júní 2023
GamanRómantík
Leikstjórn Wes Anderson
Myndin gerist í skálduðum bandarískum eyðimerkurbæ árið 1955. Dagskrá stjörnuskoðunarráðstefnu unglinga fær óvænta truflun af heimssögulegum atburðum.
Útgefin: 23. júní 2023
28. júní 2023
SpennaÆvintýri
Leikstjórn James Mangold
Indinana Jones nálgast eftirlaunaaldur og reynir að passa inn í heim sem virðist vera orðinn honum framandi. En þegar gamall óvinur birtist þá þarf hetjan okkar að taka fram svipuna og hattinn til að koma í veg fyrir að fornir og kraftmiklir helgigripir lendi í röngum höndum.
Útgefin: 28. júní 2023
30. júní 2023
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Carlos Saldanha
Harold er ungur drengur sem fer í töfrandi ferðalag með hjálp fjólublás vaxlitar.
Útgefin: 30. júní 2023
7. júlí; 2023
Gaman
Leikstjórn Adele Lim
Myndin fjallar um fjóra bandaríska vini af asískum ættum sem treysta böndin milli sín og komast að ýmsu um ástina, á leið sinni í gegnum Asíu í leit að blóðmóður eins þeirra.
Útgefin: 7. júlí 2023
16. ágúst 2023
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Angel Manuel Soto
Mexíkóskur unglingsdrengur, Jaime Reyes, finnur dularfullt skordýr sem galdrar á hann bláan ofurhetjubúning.
Útgefin: 16. ágúst 2023
25. ágúst 2023
DramaFjölskyldaÆviágrip
Leikstjórn Marc Forster
Ung Gyðingastúlka fær skjól hjá dreng og fjölskyldu hans í Frakklandi á tímum Seinni heimsstyrjaldarinnar.
Útgefin: 25. ágúst 2023
25. ágúst 2023
Hrollvekja
Leikstjórn André Øvredal
Myndin er byggð á einum kafla, The Captain´s Log, úr sígildri sögu Bram Stoker frá 1897, Dracula. Sagan gerist um borð í rússnesku skonnortunni Demeter sem var notuð til að flytja leynilegan farm - tuttugu og fjóra ómerkta viðarkassa - frá Carpathia til Lundúna. Skrýtnir atburðir gerðust um borð og þegar skipið kom til hafnar í Whitby var áhöfnin á bak og burt og engin ummerki um hana að finna.
Útgefin: 25. ágúst 2023
15. september 2023
RómantíkDramaÍþróttir
Leikstjórn Luca Guadagnino
Þrír tennisleikarar, sem þekktust þegar þau voru ung, taka þátt í tenniskeppni á stóra sviðinu. Samkeppnin er hörð bæði innan vallar og utan og gamlir árekstrar og misklíð koma aftur upp á yfirborðið.
Útgefin: 15. september 2023
22. september 2023
GamanÍslensk mynd
Sarah, framakona á fimmtugsaldri, er haldin óstjórnlegum ótta við að fljúga. Til að bjarga nýtilkomnu ástarsambandi verður hún að yfirstíga flughræðsluna og læra að sleppa tökunum.
Útgefin: 22. september 2023
6. október 2023
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn J.C. Chandor
Rússneski innflytjandinn Sergei Kravinoff ætlar sér að sanna að hann er mesti veiðimaður í heimi.
Útgefin: 6. október 2023
17. nóvember 2023
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Denis Villeneuve
Í þessari framhaldsmynd af Dune verður sagt frá ferðum Paul Atreides ásamt Chani og Fremen á plánetunni Arrakis, og hefndum gegn þeim sem lögðu á ráðin um árásina og drápið á Atreides fjölskyldunni. Paul stendur frammi fyrir erfiðu vali á milli draumaprinsessunnar og örlögum alheimsins. Markmiðið er að koma í veg fyrir hræðilega framtíð sem hann einn veit hver verður.
Útgefin: 17. nóvember 2023