Náðu í appið

Væntanlegt í bíó

19. júní 2025
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Adrian Molina
Elio á erfitt með að falla inn í hópinn þar til hann er numinn brott af geimverum og er valinn til að vera sendiherra Jarðar í alheiminum, á sama tíma og Olga móðir hans vinnur í háleynilegu verkefni við að afkóða skilaboð frá geimverum.
Útgefin: 19. júní 2025
19. júní 2025
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Danny Boyle
Það eru næstum þrír áratugir liðnir síðan veiran slapp úr efnavopnarannsóknarstofu, og núna, í hámarks öryggiseinangrun, hafa nokkrar náð að lifa af í þeim smituðu. Einn slíkur hópur eftirlifenda býr á lítilli eyju sem tengist meginlandinu með upphækkuðum vegi. Þegar einn úr hópnum fer af eynni yfir á meginlandið kemst hann að leyndarmálum, undrum, og hryllingi sem hefur stökkbreytt ekki bara þeim sýktu heldur öðrum eftirlifendum líka.
Útgefin: 19. júní 2025
19. júní 2025
HeimildarmyndÆviágrip
Leikstjórn Catarina Ruivo
Leikarar: Rita Durão
Eftir andlát ömmu sinnar, 92 ára, sem hún var alls ekki búin undir, vildi heimildamyndagerðarkonan Catarina Ruivo bjarga henni og nota mátt kvikmyndagerðarinnar til að blása lífi í tilveru hennar á nýjan leik.
Útgefin: 19. júní 2025
26. júní 2025
DramaÍþróttir
Leikstjórn Joseph Kosinski
Sonny Hayes sem fékk viðurnefnið "sá besti sem aldrei varð" var efnilegasti ökuþór í formúlu 1 á níunda áratug tuttugustu aldarinnar þar til hann lenti í skelfilegum árekstri. Þrjátíu árum síðar býður hann hverjum sem vill þjónustu sína sem ökuþór og flakkar um. Fyrrum liðsfélagi hans Ruben Cervantes, sem á F1 lið sem er að hruni komið, hefur þá samband og sannfærir Sonny um að koma aftur í formúlu 1 í eitt síðasta skipti, og ná á toppinn. Hann ekur með Joshua Pearce, heitasta nýliða liðsins, og kemst að því að innan liðsins er að finna hörðustu samkeppnina - og leiðin til endurlausnar er ekki eitthvað sem þú fetar einn og óstuddur.
Útgefin: 26. júní 2025
26. júní 2025
HrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Gerard Johnstone
Tveimur árum eftir æðiskast M3GAN grípur skapari hennar, Gemma, til þess ráðs að vekja hana aftur til lífsins til að ráða niðurlögum Ameliu, hernaðartólsins sem vopnaframleiðandi bjó til úr M3GAN tækninni.
Útgefin: 26. júní 2025
26. júní 2025
Heimildarmynd
Árið 1972 leiddu Maria Isabel Barreno, Maria Teresa Horta og Maria Velho da Costa saman hesta sína og gáfu út bókina Ný portúgölsk bréf. Um er að ræða bók sem sem lýsir hinum óvenjulegu „Þremur Maríum“ — röddum sem umbreyttu þögn í byltingu.
Útgefin: 26. júní 2025
3. júlí; 2025
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Gareth Edwards
Myndin gerist fimm árum eftir atburðina í Jurassic World Dominion. Sérfræðingurinn Zora Bennett er fengin til að leiða teymi í háleynilegri sendiför til að ná í erfðaefni úr þremur stærstu risaeðlum sögunnar. Þegar ferðin skarast á við borgaralega fjölskyldu sem hefur lent í bátaslysi, eru þau öll strand á eyju þar sem þau þurfa að horfast í augu við ískyggilega uppgötvun sem hefur verið hulin umheiminum í áratugi.
Útgefin: 3. júlí 2025
3. júlí; 2025
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Chantelle Murray
Líf Teos, sem ættleiddur er af fjölbragðaglímu-kengúrufjölskyldu, breytist þegar hann sér sýnir sem leiða hann í átt að uppruna sínum. Hann leggur af stað í sögulegt ferðalag til að bjarga heimalandi sínu frá eyðileggingu.
Útgefin: 3. júlí 2025
3. júlí; 2025
DramaÆvintýriStríð
Leikstjórn Carlos Conceição
Árið 1974 endurheimtu angólsku þjóðernissamtökin smám saman yfirráð sín yfir landinu. Ung kona sem tilheyrði einum af ættbálkum þeirra, uppgötvar ástina og dauðann þegar hún kynnist portúgölskum hermanni.
Útgefin: 3. júlí 2025
10. júlí; 2025
SpennaÆvintýri
Leikstjórn James Gunn
Superman reynir að samræma kryptonska arfleifð sína og uppvöxt á Jörðu sem Clark Kent. Hann er holdtekja sannleikans, réttlætisins og bandarískra gilda í heimi sem lítur á þetta allt saman sem gamaldags viðhorf.
Útgefin: 10. júlí 2025
17. júlí; 2025
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Chris Miller
Þegar galdramennirnir illu Razamel og Gargamel ræna Æðstastrumpi, fara Strympa og hinir strumparnir í björgunarleiðangur í raunheima.
Útgefin: 17. júlí 2025
17. júlí; 2025
HrollvekjaSpennutryllir
Hópur unglinga úr forréttindastétt, ásamt einum öðrum félaga þeirra, verður valdur að dauða manneskju og þau reyna að hylma yfir málið. Ári síðar er ráðist á þau og þau drepin hvert á fætur öðru af aðila sem veit hvað þau gerðu sumarið áður.
Útgefin: 17. júlí 2025
24. júlí; 2025
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Matt Shakman
Myndin gerist í framtíðarlegum heimi sjöunda áratugar síðustu aldar. Hin fjögur fræknu þurfa að standa saman og styrkja fjölskyldutengslin til að verja Jörðina fyrir geimguðinum Galactusi og hinum dularfulla sendiboða hans, Silver Surfer.
Útgefin: 24. júlí 2025
31. júlí; 2025
Hrollvekja
Tvö systkini uppgötva hræðilega helgisiði á afskekktu heimili nýrrar fósturmóður sinnar.
Útgefin: 31. júlí 2025
31. júlí; 2025
HrollvekjaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Michael Shanks
Þegar par flytur út í sveit hrinda þau af stað yfirnáttúrulegu fyrirbæri sem breytir sambandi þeirra, tilveru og líkamsburðum.
Útgefin: 31. júlí 2025
31. júlí; 2025
SpennaGaman
Leikstjórn Akiva Schaffer
Aðeins einn maður býr yfir hinum einstöku hæfileikum ... að leiða sveit lögreglunnar og bjarga heiminum: Liðsforinginn Frank Drebin Jr.
Útgefin: 31. júlí 2025
7. ágúst 2025
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Pierre Perifel, JP Sans
Vondu strákarnir The Bad Guys, sem núna eru orðnir góðir, rembast eins og rjúpan við staurinn við að vera góðir, en í staðinn fær hópur kvenkyns þorpara þá með sér í að fremja eitt risastórt lokarán.
Útgefin: 7. ágúst 2025
7. ágúst 2025
HrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Zach Cregger
Þegar öll börn í einum bekk nema eitt, hverfa á dularfullan hátt sama kvöldið á sama tíma, veltir samfélagið fyrir sér hverjum eða hverju er um að kenna.
Útgefin: 7. ágúst 2025
14. ágúst 2025
SpennaGamanGlæpa
Leikstjórn Timo Tjahjanto
Úthverfapabbinn Hutch Mansell, sem er fyrrum leigumorðingi, dregst enn og aftur inn í ofbeldisfulla fortíð sína eftir innbrot á heimilið. Það setur af stað keðjuverkun sem leiðir í ljós leyndarmál um fortíð eiginkonu hans Beccu og hans eigin.
Útgefin: 14. ágúst 2025
14. ágúst 2025
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Hlynur Pálmason
Ástin sem eftir er fangar ár í lífi fjölskyldu þar sem foreldrarnir stíga fyrstu skrefin í átt að skilnaði. Á fjórum árstíðum fylgjumst við með hversdagslífi fjölskyldumeðlima í gegnum óvænt, fyndin og hjartnæm augnablik sem endurspegla hið breytta samband þeirra.
Útgefin: 14. ágúst 2025
21. ágúst 2025
ÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Isaiah Saxon
Í litlu þorpi á eyjunni Carpathia er feimna sveitastúlkan Yuri alin upp í ótta við skógarveruna ochi. En þegar Yuri finnur slasað ochi barn sem skilið hefur verið eftir fer hún af stað í leit að Ochi til að sameina hana og barnið.
Útgefin: 21. ágúst 2025
21. ágúst 2025
GamanVísindaskáldskapur
Leikstjórn J.J. Perry
Myndin gerist eftir hamfarir á Jörðu þar sem eystra himinhvolfið hefur eyðilagst vegna gríðarlegra sólblossa, sem þýðir að allt sem lifði af stökkbreyttist vegna geislunar og geislavirks úrfellis. Við fylgjumst með hópi fjársjóðsleitarfólks sem safnar hlutum eins og Mónu Lísu, Rosetta steininum og Krúnudjásnunum, í samkeppni við aðra sambærilega hópa, stökkbreytta og sjóræningja.
Útgefin: 21. ágúst 2025
28. ágúst 2025
GamanFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Waldemar Fast
Músina ungu Eddu, dóttur kappakstursvallarstjórans Erwin, dreymir um að verða ökuþór. Hún fær tækifæri til að hitta átrúnaðargoð sitt Ed á undan 50 ára afmæli Evrópska Grand Prix kappakstursins, og getur hjálpað föður sínum að laga rekstur vallarins. En til að gera það þarf hún að setjast sjálf undir stýri.
Útgefin: 28. ágúst 2025
28. ágúst 2025
GamanDrama
Leikstjórn Jay Roach
Ivy og Theo eru hið fullkomna par. Þau eru í frábærri vinnu, eiga dásamleg börn og lifa öfundsverðu kynlífi. En undir fallegu yfirborðinu er ólga, gremja og samkeppni, og allt fer í háaloft þegar draumar Theo hrynja til grunna.
Útgefin: 28. ágúst 2025
28. ágúst 2025
SpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Darren Aronofsky
Hank Thompson, útbrunninn fyrrum hafnboltaleikmaður, lendir óvænt í að þurfa að berjast fyrir lífi sínu í undirheimum New York borgar á tíunda áratug síðustu aldar.
Útgefin: 28. ágúst 2025
4. september 2025
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Michael Chaves
Ed og Lorraine Warren, sem rannsaka yfirskilvitlega atburði, taka að sér eitt lokaverkefni, þar sem dularfull djöfulleg fyrirbæri koma við sögu og Ed og Loraine þurfa að mæta þeim augliti til auglitis.
Útgefin: 4. september 2025
11. september 2025
RómantíkSpennutryllirÍslensk mynd
Leikstjórn Ugla Hauksdóttir
Anna Arnardóttir, einn helsti eldfjallafræðingur Íslands, stendur frammi fyrir tvennum hamförum: eldgosi sem ógnar öryggi höfuðborgarbúa og ástarsambandi sem gæti eyðilagt hjónaband hennar.
Útgefin: 11. september 2025
18. september 2025
HrollvekjaÍþróttir
Leikstjórn Justin Tipping
Skelfing grípur um sig þegar efnilegum ungum ruðningsleikmanni er boðið að æfa á afskekktu æfingasvæði.
Útgefin: 18. september 2025
18. september 2025
Drama
Leikstjórn Kogonada
David fer í brúðkaup í gamla bílnum sínum. Þar hittir hann Sarah og saman fara þau í ferðalag sem GPS leiðsögukerfi bifreiðarinnar stingur upp á. Á leiðinni ræða þau fortíðina og skoða landslagið, og tengjast dýpri böndum. Þegar þau horfa fram á veginn og inn í framtíðina standa þau frammi fyrir erfiðri ákvörðun um sambandið.
Útgefin: 18. september 2025
25. september 2025
DramaSpennutryllirGlæpa
Þegar illur erkióvinur birtist á ný eftir sextán ára bið, þarf hópur fyrrum uppreisnarmanna að koma saman til að bjarga dóttur eins úr hópnum.
Útgefin: 25. september 2025
2. október 2025
SpennaDramaÆviágrip
Leikstjórn Benny Safdie
Mark Kerr, sem keppir í blönduðum bardagalistum, MMA, glímir við ópíóðafíkn, á sama tíma og hann rís til metorða í íþróttinni.
Útgefin: 2. október 2025
9. október 2025
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Joachim Rønning
Hið háþróaða forrit Ares er sent úr stafræna heiminum og inn í raunheima í hættulegt verkefni. Þar með hefst fyrsti bardagi mannkyns við gervigreindarverur.
Útgefin: 9. október 2025
16. október 2025
Drama
Leikstjórn Payal Kapadia
Daglegt líf hjúkrunarfræðingsins Prabha, sem býr í Mumbai á Indlandi, fer úr skorðum þegar hún fær óvænta gjöf frá fyrrum eiginmanni sínum. Yngri herbergisfélagi hennar, Anu, reynir að finna stað í borginni þar sem hún getur verið ein með kærastanum. Ferð í strandbæ gerir þeim kleift að finna næði fyrir þrár sínar og drauma.
Útgefin: 16. október 2025
23. október 2025
SpennaÆvintýri
Leikstjórn Simon McQuoid
Framhald Mortal Kombat frá 2021.
Útgefin: 23. október 2025
23. október 2025
Drama
Leikstjórn Scott Cooper
Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen gaf út plötuna Nebraska árið 1982. Hér er sagt frá sköpunarferlinu og aðdragandanum.
Útgefin: 23. október 2025
30. október 2025
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Tatsuya Yoshihara
Denji verður keðjusagarmaðurinn, drengur með djöflahjarta, sem er nú hluti af 4. skrattaveiðisérsveitinni. Eftir stefnumót með Makima, draumadísinni, leitar Denji skjóls undan rigningunni á kaffihúsi. Þar hittir hann gengilbeinuna Reze.
Útgefin: 30. október 2025
6. nóvember 2025
Vísindaskáldskapur
Leikstjórn Dan Trachtenberg
Ung geimvera, sem hefur orðið viðskila við hópinn sinn, finnur ólíklegan félaga í leit sinni að valdamiklum óvini.
Útgefin: 6. nóvember 2025
20. nóvember 2025
SpennaStríð
Leikstjórn Jalmari Helander
Fyrrum hermaður finnur gull í óbyggðum Lapplands. Hann reynir að flytja fjársjóðinn til byggða, en hittir á leiðinni miskunnarlausan SS foringja og þýska hermenn.
Útgefin: 20. nóvember 2025
27. nóvember 2025
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Byron Howard, Jared Bush
Löggurnar huguðu, kanínan Judy Hopps og refurinn Nick Wilde, elta slóð dularfullrar eðlu sem kemur til Zootopia og hristir verulega upp í stórborginni.
Útgefin: 27. nóvember 2025
12. febrúar 2026
GamanÆvintýriTeiknað
Leikarar: Rachna Vasavada
Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 12. febrúar 2026
26. desember 2026
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Walt Dohrn
Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 26. desember 2026