Náðu í appið

Væntanlegt í bíó

8. desember 2023
ÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Andrea Eckerbom
Jólin eru að koma og það er ys og þys á Jólamarkaðinum í bænum. Mariann sér sætan bangsa í efstu hillunni í tombólubásnum. Er hann lifandi? Mariann verður að eignast hann en bangsi hefur aðrar hugmyndir. Hann vill komast í eigu ríkrar fjölskyldu sem getur kennt honum allt um undur heimsins.
Útgefin: 8. desember 2023
8. desember 2023
Gaman
Leikstjórn Kristoffer Borgli
Líf fjölskyldumannsins heillum horfna Paul Matthews fer allt á hvolf þegar milljónir ókunnugra fara skyndilega að sjá hann í draumum sínum. En þegar þessar birtingarmyndir breytast í martraðir neyðist Paul til að horfast í augu við nýfengna frægð.
Útgefin: 8. desember 2023
8. desember 2023
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Takashi Yamazaki
Risaófreskjan Godzilla, sem sækir líf sitt og kraft ofurmátt kjarnorkusprengjunnar, birtist í Japan á eftirstríðsárunum, þegar þjóðfélagið er í sárum, og lemur landið enn lengra niður í svartnættið.
Útgefin: 8. desember 2023
9. desember 2023
DramaSöngleikur
Florencia Grimaldi, fræg díva, er bókuð til að koma fram í óperuhúsinu í Manaus í Brasilíu. Þegar hún ferðast þangað með báti í gegn um Amazon-frumskóginn er hún heltekin af þrá eftir löngu týndum elskhuga sínum, sem hún vonar að muni bíða hennar þar.
Útgefin: 9. desember 2023
13. desember 2023
GamanÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Paul King
Hinn ungi Willy Wonka leggur af stað í þá vegferð að breiða út gleði í gegnum súkkulaði, og slær fljótlega í gegn.
Útgefin: 13. desember 2023
20. desember 2023
SpennaÆvintýri
Leikstjórn James Wan
Black Manta, sem mistókst að sigra Aquaman í fyrstu atrennu, er enn ákafur í að hefna föður síns, og mun ekki hætta fyrr en Aquaman er allur. Black Manta er óárennilegri en nokkru sinni fyrr og hefur öðlast krafta hins goðsagnakennda svarta þríforks, sem leysir úr læðingi ævaforna og illa orku. Til að sigra í þessari baráttu snýr Aquaman sér til bróður síns Orm, fyrrum konungs Atlantis, og biður um aðstoð. Saman þurfa þeir að leggja eigin ágreiningsmál til hliðar til að vernda konungsríkið og bjarga fjölskyldu Aquaman og heiminum öllum frá gereyðingu.
Útgefin: 20. desember 2023
26. desember 2023
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Benjamin Renner
Andafjölskylda reynir að sannfæra ofverndandi föðurinn um að fara í besta sumarfrí allra tíma.
Útgefin: 26. desember 2023
26. desember 2023
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Michael Mann
Myndin gerist sumarið 1957. Fyrrum kappakstursmaður, Ferrari, er í vanda. Gjaldþrot vofir yfir fyrirtækinu sem hann og kona hans byggðu upp úr engu tíu árum áður. Stormasamt hjónaband þeirra stendur á brauðfótum á sama tíma og þau syrgja son sinn. Ferrari ákveður að taka áhættu og fara í einn kappakstur enn, eitt þúsund mílna leið yfir Ítalíu þvera og endilanga, hinn goðsagnakennda Mille Miglia.
Útgefin: 26. desember 2023
5. janúar 2024
GamanDramaÍþróttir
Leikstjórn Taika Waititi
Sagan af hinu hræðilega lélega fótboltaliði Bandarísku Samóaeyja sem þekkt varð fyrir 31-0 tap gegn Ástralíu árið 2001. Nú er undankeppni fyrir heimsmeistaramótið 2014 á næsta leiti. Nýr þjálfari er ráðinn til að hífa gengi liðsins upp.
Útgefin: 5. janúar 2024
5. janúar 2024
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Bryce McGuire
Ray Waller er fyrrum hafnaboltaleikmaður sem neyddist til að hætta í sportinu vegna hrörnunarsjúkdóms. Hann flytur í annað hús með eiginkonunni Eve og tveimur börnum. Hann vonast til að geta aftur spilað hafnabolta og sér fyrir sér að nota sundlaugina í garðinum til að koma sér í form. En drungalegt leyndarmál lúrir í fortíð hússins og ill öfl draga fjölskylduna inn í hryllilegt hyldýpi.
Útgefin: 5. janúar 2024
5. janúar 2024
GamanRómantík
Leikstjórn Will Gluck
Tveir erkióvinir síðan úr menntaskóla hittast á ný mörgum árum eftir útskrift og þykjast vera elskendur, af persónulegum ástæðum.
Útgefin: 5. janúar 2024
10. janúar 2024
Drama
Leikstjórn Stephen Daldry
Það er nístingskalt kvöld í London. Kyra fær óvænta heimsókn frá fyrrum elskhuga sínum. Þegar líða fer á kvöldið reyna þau að taka upp þráðinn en það reynist erfiðara en þau ætla í fyrstu.
Útgefin: 10. janúar 2024
12. janúar 2024
GamanSöngleikur
Þegar nýja stelpan í skólanum, Cady Heron, gerir þau mistök að verða skotin í Aaron Samuels, lendir hún í skotlínu Regina George, leiðtoga aðal stelpugengisins í skólanum sem kallast "The Plastics". Á sama tíma og Cady gerir sig klára í að berjast við aðal rándýrið með hjálp lúðanna Janis og Damian, þarf hún að læra að vera trú sjálfri sér á sama tíma og hún þarf að reyna að lifa af í erfiðasta frumskóginum: menntaskólanum.
Útgefin: 12. janúar 2024
12. janúar 2024
Hrollvekja
Leikstjórn Erlingur Thoroddsen
Þegar tónskáldi er falið að klára einleikskonsert læriföður síns sem fallið hefur frá, kemst hún fljótt að því að tónlistin kallar fram banvænar afleiðingar. Það leiðir til þess að hún afhjúpar hræðilegan uppruna laglínunnar og þá illsku sem vakin hefur verið upp.
Útgefin: 12. janúar 2024
19. janúar 2024
DramaSöngleikur
Leikstjórn Blitz Bazawule
Söngleikjaútgáfa af skáldsögu Alice Walker um lífshlaup konu af afrísk amerískum ættum í suðurríkjum Bandaríkjanna snemma á tuttugustu öldinni.
Útgefin: 19. janúar 2024
19. janúar 2024
DramaÆviágripÍþróttir
Leikstjórn Sean Durkin
Sönn saga hinna óaðskiljanlegu Von Erich bræðra en þeir sköpuðu sér nafn í bandarískri fjölbragðaglímu snemma á níunda áratug tuttugustu aldarinnar. Í sorg og í gleði og í skugga stjórnsams föður og þjálfara urðu þeir goðsagnir í glímuhringnum.
Útgefin: 19. janúar 2024
19. janúar 2024
DramaTónlistÆviágrip
Leikstjórn Sofia Coppola
Unglingsstúlkan Priscilla Beaulieu hittir Elvis Presley í partýi, manninn sem var þá þegar orðin rokkstjarna en var allt öðru vísi heima fyrir. Hún verður kærasta, félagi og besti vinur. Hér er sagan sögð í gegnum augu Priscillu.
Útgefin: 19. janúar 2024
19. janúar 2024
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn David Ayer
Leit eins manns að hefnd hefur áhrif á þjóðfélagið allt eftir að í ljós kemur að hann er fyrrum stjórnandi valdamikilla og leynilegra samtaka sem þekkt eru undir nafninu Beekeepers, eða Býflugnabændurnir.
Útgefin: 19. janúar 2024
26. janúar 2024
FjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Jérémie Degruson
Hér segir frá þeim Don, hugmyndaríkri leikbrúðu sem strokin er að heiman, og DJ Doggy Dog, yfirgefnum úttroðnum leikfangahundi - sem kynnast í Central Park í New York og halda í ævintýraferð inn í borgina.
Útgefin: 26. janúar 2024
26. janúar 2024
RómantíkVísindaskáldskapur
Leikstjórn Yorgos Lanthimos
Bella Baxter er vakin aftur til lífsins af hinum bráðsnjalla en óhefðbundna vísindamanni Dr. Godwin Baxter. Hungruð í að kynnast heiminum betur þá strýkur hún með lögfræðingnum Duncan Wedderburn og lendir í ýmsum ævintýrum.
Útgefin: 26. janúar 2024
31. janúar 2024
Drama
Leikstjórn Rupert Goold
Landið sem gaf heiminum fótbolta hefur þróað með sér sársaukafullt mynstur tapleikja. Afhverju á karlalið Englands svo erfitt með að sigra í sínum eigin leik? Með verstu tölfræði í vítaspyrnum í heimi veit Gareth Southgate landsliðsþjálfari að hann þarf að horfast í augu við sársaukaárin og leiða liðið og landið í átt til sigurs.
Útgefin: 31. janúar 2024
1. febrúar 2024
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Jessica Hausner
Ungfrú Novak gengur til liðs við starfsfólk alþjóðlegs heimavistarskóla til að kenna meðvitaða matarhegðun og hvetur nemendur sína til þess að borða minna.
Útgefin: 1. febrúar 2024
2. febrúar 2024
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn Matthew Vaughn
Besti njósnari í heimi, Argylle, lendir í ævintýri sem teygir sig um allan heim.
Útgefin: 2. febrúar 2024
9. febrúar 2024
DramaÆvintýri
Leikstjórn Andrew Haigh
Kvöld eitt er handritshöfundurinn Adam heima hjá sér þar sem hann býr í hálftómri blokk í Lundúnum nútímans og hittir dularfullan nágranna sinn Harry, sem breytir tilveru hans. Adam og Harry verða sífellt nánari og dag einn fer Adam á æskuheimili sitt og kemst að því að löngu dánir foreldrar hans búa þar bæði og líta út eins og þau gerðu daginn sem þau dóu fyrir 30 árum síðan.
Útgefin: 9. febrúar 2024
9. febrúar 2024
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Nikolaj Arcel
Fátækur hermaður, Ludvig Kahlen að nafni, kemur árið 1755 á heiðar Jótlands með eitt markmið: að hlýða skipan konungs og rækta landið og efnast á því sjálfur. En Kahlen eignast fljótt óvin. Það er hinn miskunnarlausi landeigandi Frederik De Schinkel, en hann telur sig eiga heiðarlöndin en ekki konung. Þegar þræll De Schinkel flýr ásamt eiginkonunni Ann Barbara og leitar skjóls hjá Kahlen, þá gerir landeigandinn allt sem hann getur til að koma Kahlen í burtu, og skipuleggur í leiðinni grimmilega hefnd. Kahlen berst á móti og tekur með því mikla áhættu.
Útgefin: 9. febrúar 2024
9. febrúar 2024
RómantíkDrama
Leikstjórn Justin Baldoni
Lily telur sig hafa fundið hina einu sönnu ást með Ryle, en þegar erfitt atvik vekur upp gamalt áfall, þarf hún að finna með sjálfri sér hvort ástin ein dugi til að láta hjónabandið lifa. En hlutirnir flækjast þegar gamall kærasti kemur til sögunnar.
Útgefin: 9. febrúar 2024
15. febrúar 2024
Heimildarmynd
Leikstjórn Kaouther Ben Hania
Við erum stödd í Túnis. Olfa á fjórar dætur. Einn daginn hverfa tvær þeirra – en til að fylla í skarðið mætir kvikmyndagerðarkonan Kaouther Ben Hania með leikkonur til að endurlifa söguna.
Útgefin: 15. febrúar 2024
16. febrúar 2024
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn S.J. Clarkson
Sjúkraflutningamaðurinn Cassandra Webb byrjar að finna fyrir skyggnigáfu. Hún þarf nú að horfast í augu við atburði úr fortíðinni og vernda þrjár ungar konur fyrir dularfullum fjandmanni sem vill þær feigar.
Útgefin: 16. febrúar 2024
16. febrúar 2024
DramaTónlistÆviágrip
Mynd um líf og störf hins goðsagnakennda reggí tónlistarmanns Bob Marley.
Útgefin: 16. febrúar 2024
23. febrúar 2024
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Luc Besson
Drengur sem ekki hefur átt sjö dagana sæla finnur gleðina í lífinu í samvistum við hunda.
Útgefin: 23. febrúar 2024
1. mars 2024
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Denis Villeneuve
Í þessari framhaldsmynd af Dune verður sagt frá ferðum Paul Atreides ásamt Chani og Fremen á plánetunni Arrakis, og hefndum gegn þeim sem lögðu á ráðin um árásina og drápið á Atreides fjölskyldunni. Paul stendur frammi fyrir erfiðu vali á milli draumaprinsessunnar og örlögum alheimsins. Markmiðið er að koma í veg fyrir hræðilega framtíð sem hann einn veit hver verður.
Útgefin: 1. mars 2024
1. mars 2024
SpennaGamanDrama
Leikstjórn David Leitch
Áhættuleikari sem má muna fífil sinn fegurri og er hættur störfum, fær kall um að koma til baka og leika í kvikmynd þegar aðalstjarnan í stórri mynd, sem leikstýrt er af fyrrverandi konu hans, týnist.
Útgefin: 1. mars 2024
8. mars 2024
Hrollvekja
Leikstjórn Jeff Wadlow
Þegar Jessica flytur aftur á æskuheimilið með fjölskyldunni þá tengist stjúpdóttir hennar Alice bangsanum Chauncey á óhuganlegan hátt, eftir að hún finnur hann ofaní kjallara. Alice byrjar að leika við Chauncey, fyrst mjög saklaust en svo verða leikirnir skuggalegri og skuggalegri. Eftir því sem ástandið versnar ákveður Jessica að skerast í leikinn og kemst þá að því að Chauncey er miklu meira en bara venjulegur tuskubangsi.
Útgefin: 8. mars 2024
8. mars 2024
DramaÍslensk mynd
Ung stúlka dvelur hjá ömmu sinni og afa í borginni á meðan hún þreytir inntökupróf í listhóp. Þegar fjölskyldan, sem hefur ekki hist í langan tíma, kemur saman til að fagna inntöku hennar í hópinn koma ljót fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og kvöldið endar með hræðilegum harmleik.
Útgefin: 8. mars 2024
22. mars 2024
Ævintýri
Leikstjórn Simon Cellan Jones
Mikael Lindnord, fyrirliði sænsk þríþrautarliðs, kynnist meiddum hundi þegar hann er að keppa í 650 km langri þraut í frumskógum Ecuador. Fyrstu kynnin urðu þegar hann gaf honum að borða en svo elti hundurinn liðið í gegnum einhver erfiðustu landsvæði á Jörðinni. Lindnord ákveður að taka hundinn að sér og fara með hann heim til Svíþjóðar.
Útgefin: 22. mars 2024
26. apríl 2024
RómantíkDramaÍþróttir
Leikstjórn Luca Guadagnino
Þrír tennisleikarar, sem þekktust þegar þau voru ung, taka þátt í tenniskeppni á stóra sviðinu. Samkeppnin er hörð bæði innan vallar og utan og gamlir árekstrar og misklíð koma aftur upp á yfirborðið.
Útgefin: 26. apríl 2024
22. maí 2024
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn George Miller
Heimurinn er á heljarþröm og hinni ungu Furiosu er rænt úr Green Place of Many Mothers og færð mótorhjólagenginu sem stríðsherrann Dementus fer fyrir. Á ferð sinni yfir einskismannslandið koma þau að borgvirki sem Immortan Joe stýrir. Hann og Dementus berjast um yfirráðin og Furiosa þarf að lifa af margar raunir á sama tíma og hún leitar að leið heim.
Útgefin: 22. maí 2024
24. maí 2024
SpennaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Wes Ball
Nokkrar kynslóðir fram í tímann, eftir valdatíð Caesars, eru apar ráðandi dýrategund á Jörðinnni og búa í sátt og samlyndi við menn sem hafa dregið sig í hlé. Á sama tíma og nýr herskár api byggir upp veldi sitt, heldur ungur api af stað í átakanlega vegferð sem mun láta hann efast um allt sem hann vissi um fortíðina og taka ákvarðanir sem munu skilgreina framtíð bæði apa og manna.
Útgefin: 24. maí 2024
14. júní 2024
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Kelsey Mann
Hugur unglingsins Riley er að ganga í gegnum hamfarir til að skapa rými fyrir einhverju algjörlega óvæntu: nýjum tilfinningum! Gleði, Sorg, Reiði, Ótti og Ógeð, sem lengi hafa hafa notið lífsins og gengið vel, vita ekki hvað þau eiga að halda þegar Kvíði birtist. Og svo virðist sem hún sé ekki ein á ferð.
Útgefin: 14. júní 2024
2. ágúst 2024
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Carlos Saldanha
Harold er ungur drengur sem fer í töfrandi ferðalag með hjálp fjólublás vaxlitar.
Útgefin: 2. ágúst 2024
30. ágúst 2024
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn J.C. Chandor
Rússneski innflytjandinn Sergei Kravinoff vill sanna að hann sé besti veiðimaður í heimi. Hann leitar að ástinni í nýjum raunveruleikaþætti "Who's Kraven A Piece?"
Útgefin: 30. ágúst 2024
2. september 2024
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Fjölnir Baldursson
Myndin fjallar um Arnór, ungan mann sem hlotið hefur erfitt hlutskipti í lífinu með alkóhólískan föður og móður sem berst við geðrænan sjúkdóm. Er hann reynir að finna sjálfan sig leiðist hann út í fíkniefnaneyslu og kynnist misjöfnu fólki sem leiða hann í ógöngur. Hann endar á því að selja fíkniefni. Líf hans flækist svo enn meira þegar hann lendir í ástarþríhyrningi milli fíkniefnalögreglu og – sala.
Útgefin: 2. september 2024
13. júní 2025
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Adrian Molina
Elio á erfitt með að falla inn í hópinn þar til hann er numinn brott af geimverum og er valinn til að vera sendiherra Jarðar í alheiminum, á sama tíma og Olga móðir hans vinnur í háleynilegu verkefni við að afkóða skilaboð frá geimverum.
Útgefin: 13. júní 2025