Náðu í appið

Væntanlegt í bíó

22. maí 2024
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn George Miller
Heimurinn er á heljarþröm og hinni ungu Furiosu er rænt úr Green Place of Many Mothers og færð mótorhjólagenginu sem stríðsherrann Dementus fer fyrir. Á ferð sinni yfir einskismannslandið koma þau að borgvirki sem Immortan Joe stýrir. Hann og Dementus berjast um yfirráðin og Furiosa þarf að lifa af margar raunir á sama tíma og hún leitar að leið heim.
Útgefin: 22. maí 2024
29. maí 2024
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Mark Dindal
Grettir er á leið í stórskemmtilegt útivistar-ævintýri en eftir óvænta endurfundi með löngu týndum föður sínum, neyðast Grettir og Oddi til að yfirgefa dekurlíf sitt og ganga til liðs við föður Grettis í hættulegri ránsferð.
Útgefin: 29. maí 2024
29. maí 2024
RómantíkDrama
Leikstjórn Baltasar Kormákur
Kristófer, sjötugur ekkill, kominn á eftirlaun, leggur upp í ferð án fyrirheits, þegar heims-faraldurinn er skollinn á, í von um að finna skýringu á því hvað orðið hafi um kærustu hans sem hvarf sporlaust frá London 50 árum áður. För hans leiðir hann yfir hálfan hnöttinn og alla leið til Japans.
Útgefin: 29. maí 2024
30. maí 2024
Heimildarmynd
Leikstjórn João Rosas
Í hjarta Bairro Alto, í miðborg Lissabon í Portúgal, er gömul prentsmiðja rifin til að búa til pláss fyrir lúxus íbúðir. Leikstjórinn sér gjörninginn sem táknrænan fyrir dauða ákveðins hluta borgarinnar á tímum fjármálakreppunnar og yfirvofandi ferðamannasprengju. Hann ákveður að mynda byggingarsvæðið frá degi til dags og þá sem þar starfa. Það sem byrjar sem mynd um verkefni endar sem saga um samband leikstjórans við heimabæ sinn og fólkið sem byggði hann.
Útgefin: 30. maí 2024
31. maí 2024
Hrollvekja
Leikstjórn Renny Harlin
Eftir að bíll þeirra bilar í uggvekjandi litlum bæ neyðist ungt par til að gista í kofa fyrir utan bæinn. Þau verða skelfingu lostin þegar þrír grímuklæddir menn ógna þeim alla nóttina af miklu miskunnarleysi og án nokkurrar ástæðu.
Útgefin: 31. maí 2024
5. júní 2024
HrollvekjaÆvintýriRáðgáta
Leikstjórn Ishana Shyamalan
Skógurinn finnst ekki á neinu korti. Allir bílar bila þar sem hann byrjar. Bíll Minu er þar engin undantekning. Nú þarf hún að fara inn í dimmt skóglendið og finnur þar konu sem kallar á hana og hvetur hana til að forða sér í steinsteypt byrgi. Þegar dyrnar skella á eftir henni fyllist húsið af öskrum. Mina er nú inni í herbergi með glerveggjum og rafmagnsljós kviknar þegar kvölda tekur, þegar Sjáendurnir koma upp úr Jörðinni. Þessar verur koma til að horfa á mennina sem þeir fanga og hræðilegir hlutir henda alla sem komast ekki í byrgið í tæka tíð.
Útgefin: 5. júní 2024
5. júní 2024
Spennutryllir
Fimm vinkonur hittast á ný í brúðkaupi á framandi paradísareyju. Þær ákveða að leigja sér bát og sigla meðfram ströndinni. Það reynir á vináttu þeirra þegar þær stranda úti á rúmsjó og berjast þar fyrir lífi sínu við hákarla og móður náttúru.
Útgefin: 5. júní 2024
5. júní 2024
SpennaGamanÆvintýri
Nýtískuleg og sérhæfð deild innan lögreglunnar lendir upp á kant við Bad Boys þegar ný ógn kemur fram á sjónarsviðið í Miami.
Útgefin: 5. júní 2024
14. júní 2024
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Kelsey Mann
Hugur unglingsins Riley er að ganga í gegnum hamfarir til að skapa rými fyrir einhverju algjörlega óvæntu: nýjum tilfinningum! Gleði, Sorg, Reiði, Ótti og Ógeð, sem lengi hafa hafa notið lífsins og gengið vel, vita ekki hvað þau eiga að halda þegar Kvíði birtist. Og svo virðist sem hún sé ekki ein á ferð.
Útgefin: 14. júní 2024
19. júní 2024
DramaGlæpa
Leikstjórn Jeff Nichols
Mótorhjólaklúbbur í miðvesturríkjum Bandaríkjanna á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar þróast á verri veg sem ógnar einstökum lífsstíl hópsins fram að því.
Útgefin: 19. júní 2024
20. júní 2024
Heimildarmynd
Leikstjórn Catarina Mourão
Martin rifjar upp, 58 ára að aldri, eins og hálfs árs dvöl sína í Sovétríkjunum árið 1979. Martin var fimmtán ára gamall saklaus piltur. Foreldrar hans, róttækir kommúnistar, héldu að þeir væru að senda hann á öruggan stað, samfélag hugsjóna þeirra. Martin fór til Moskvu, yfir ánna Volgu og tók lest til Astrakan. Þetta var mikil vígsluferð fyrir drenginn. Hann varð ástfanginn nokkrum sinum, hætti í skóla, svaf á bekkjum í almenningsgörðum og seldi allar plötur sínar og gallabuxur. Hugsjónir foreldra hans glutruðust niður í leiðinni. Nú fjörutíu árum síðar ákveður Martin að segja syni sínum söguna í fyrsta skipti, sögu sem hefur verið tapú í fjölskyldunni þar til nú.
Útgefin: 20. júní 2024
26. júní 2024
DramaVestri
Leikstjórn Kevin Costner
Fimmtán ára saga landnáms í Bandaríkjunm fyrir og eftir borgarastríðið frá 1861 - 1865. Þetta var vegferð þrungin hættum, erfiðleikum og baráttu við óblíð náttúruöfl. Einnig koma við sögu samskipti og átök við frumbyggja landsins og miskunnarleysið sem sýnt var við að taka af þeim land.
Útgefin: 26. júní 2024
26. júní 2024
DramaHrollvekjaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Michael Sarnoski
Þegar geimverur sem veiða eftir hljóðum sem þær heyra, reynir kona sem heitir Sammy að lifa af.
Útgefin: 26. júní 2024
3. júlí; 2024
Drama
Leikstjórn Christy Hall
Kona sem tekur leigubíl frá JFK flugvellinum í New York ræðir við bílstjórann um mikilvæg sambönd í lífi þeirra beggja.
Útgefin: 3. júlí 2024
5. júlí; 2024
GamanÆvintýriTeiknað
Gru og Lucy og stelpurnar, Margo, Edith og Agnes, fagna nýjum meðlimi fjölskyldunnar, Gru Jr., sem er staðráðinn í að gera föður sinn gráhærðan. Gru Eignast nýjan erkióvin í Maxime Le Mal og kærustu hans, Valentina, og fjölskyldan þarf að leggja á flótta.
Útgefin: 5. júlí 2024
12. júlí; 2024
GamanRómantík
Leikstjórn Greg Berlanti
Markaðsfrömuðurinn Kelly Jones verður verkefnastjóranum Cole Davis til trafala þegar sá síðarnefndi er í sínu allra erfiðasta verkefni, að lenda geimflaug á tunglinu. Þegar Hvíta húsið úrskurðar að verkefnið sé of mikilvægt til að það megi mistakast, er Jones skipað að setja upp falska tungllendingu til vara ef eitthvað færi úrskeiðis.
Útgefin: 12. júlí 2024
18. júlí; 2024
HeimildarmyndSöguleg
Leikstjórn Maria Mire
Til að útskýra pólitískan ágreining samtímans er farið aftur í tímann og fylgst með lífi ungs listamanns. Við fylgjumst með neðanjarðarsenunni á seinni helmingi tuttugustu aldarinnar í Portúgal þegar Margarida Tengarrinha lék mikilvægt hlutverk í andspyrnu gegn fasisma. Clandestine er eins og bréf til framtíðarinnar, vísun í það hvernig sagan getur endurtekið sig.
Útgefin: 18. júlí 2024
24. júlí; 2024
SpennaGamanVísindaskáldskapur
Leikstjórn Shawn Levy
Ofurhetjan Wolverine er að jafna sig á meiðslum þegar hann rekst á hinn orðljóta Deadpool. Þeir ákveða að vinna saman gegn sameiginlegum óvini.
Útgefin: 24. júlí 2024
31. júlí; 2024
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn M. Night Shyamalan
Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 31. júlí 2024
7. ágúst 2024
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Eli Roth
Eftir endurkomu á plánetuna Pandoru fær hinn alræmdi útlagi Lilith hættulegt verkefni og myndar bandalag (og mögulegan vinskap) við aðra glæpamenn, þar á meðal málaliðann Roland, sprengjusérfræðinginn Tiny Tina og félaga hennar Krieg, en einnig klikkaða vísindamanninn Tannis og brandaravélmennið Claptrap. Verkefnið felst í að finna og vernda týnda dóttur valdamikils manns sem kallast Atlas. En allt er þó ekki sem sýnist því stúlkan geymir lykilinn að miklum krafti sem gæti breytt örlögum alheimsins.
Útgefin: 7. ágúst 2024
7. ágúst 2024
RómantíkDrama
Leikstjórn Justin Baldoni
Þó að fortíðin hafi oft verið flókin og erfið þá hefur Lily Bloom alltaf vitað hvaða líf hana dreymdi um. Hún býr í Boston og einn daginn hittir hún taugaskurðlækninn Ryle Kincaid og telur sig þar hafa fundið sinn sálufélaga. Fljótlega fara spurningar þó að vakna um sambandið, og til að flækja málin enn frekar, kemur gamli kærasti hennar úr menntaskóla, Atlas Corrigan, aftur til sögunnar, sem setur sambandið við Ryle í uppnám.
Útgefin: 7. ágúst 2024
16. ágúst 2024
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Rúnar Rúnarsson
Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu. Upphefst þá rússibanaferð tilfinninga, þar sem mörkin milli hláturs og gráts, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr.
Útgefin: 16. ágúst 2024
16. ágúst 2024
HrollvekjaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Fede Alvarez
Hópur ungs fólks úr fjarlægum heimi á í höggi við mest ógnvekjandi lífform í alheiminum.
Útgefin: 16. ágúst 2024
23. ágúst 2024
SpennutryllirGlæpaRáðgáta
Leikstjórn Zoë Kravitz
Frida er ung gengilbeina í Los Angeles sem er skotin í tæknifrumkvöðlinum Slater King. Í draumfríi á einkaeyju hans fara skrítnir hlutir að gerast. Frida þarf að komast að því hvað er í raun á seyði ef hún á að sleppa lifandi af eyjunni.
Útgefin: 23. ágúst 2024
30. ágúst 2024
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Thea Hvistendahl
Á óeðlilega heitum sumardegi í Osló í Noregi umkringir skrýtið rafsegulsvið borgina og mígreni breiðir úr sér um borgina, ásamt því sem nýlega látið fólk vaknar aftur upp til lífsins.
Útgefin: 30. ágúst 2024
30. ágúst 2024
Hrollvekja
Leikstjórn Chris Weitz
Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 30. ágúst 2024
30. ágúst 2024
GamanDrama
Leikstjórn Yorgos Lanthimos
Þrjár aðskildar sögur. Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 30. ágúst 2024
2. september 2024
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Fjölnir Baldursson
Myndin fjallar um Arnór, ungan mann sem hlotið hefur erfitt hlutskipti í lífinu með alkóhólískan föður og móður sem berst við geðrænan sjúkdóm. Er hann reynir að finna sjálfan sig leiðist hann út í fíkniefnaneyslu og kynnist misjöfnu fólki sem leiða hann í ógöngur. Hann endar á því að selja fíkniefni. Líf hans flækist svo enn meira þegar hann lendir í ástarþríhyrningi milli fíkniefnalögreglu og – sala.
Útgefin: 2. september 2024
6. september 2024
GamanHrollvekjaÆvintýri
Leikstjórn Tim Burton
Eftir óvæntan fjölskylduharmleik snúa þrjár kynslóðir Deetz fjölskyldunnar aftur heim til Winton River. Líf Lydiu, sem enn er ásótt af Beetlejuice, fer allt á hvolft þegar uppreisnargjörn unglingsdóttirin Astrid finnur dularfullt módel af bænum á háaloftinu og gáttin inn í handanheima opnast fyrir slysni. Nú er aðeins tímaspursmál hvenær nafn Beetlejuice er nefnt þrisvar í röð og þá mun hinn stríðni púki snúa aftur.
Útgefin: 6. september 2024
20. september 2024
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Chris Sanders
Vélmenni — ROZZUM unit 7134, kallaður “Roz” — strandar á óbyggðri eyju og þarf að læra að lifa af við óblíðar aðstæður. Smátt og smátt myndar hann samband við dýrin á eynni og tekur að sér munaðarlausan gæsarunga.
Útgefin: 20. september 2024
20. september 2024
DramaÍslensk mynd
Missir fjallar um 85 ára gamlan mann sem nýlega er orðinn ekkill. Á hverjum morgni vaknar hann og starir á duftkerið með jarðneskum leifum eiginkonu sinnar. Hann áræðir að lokum að hræra ösku konu sinnar í bolla með heitu vatni. Í sömu andrá og hann drekkur úr bollanum birtist hún honum og þau deila minningum úr lífi sínu saman. Myndin er ferðalag mannsins þar sem hann leitar svara við sorgum sínum og tilgangi lífsins með aðstoð glaðværðs nágranna síns. Á leið sinni hittir hann fyrir kynlega kvisti, þar á meðal hrokafullan lækni, söluglaðan líkkistusmið, shamaniskan jógakennara, dularfullar nunnur, unga brúði frá Færeyjum og hvíta hundinn Skugga. Ferð gamla mannsins er ferðalag án fyrirheits.
Útgefin: 20. september 2024
8. október 2024
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Kelly Marcel
Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 8. október 2024
13. desember 2024
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn J.C. Chandor
Rússneski innflytjandinn Sergei Kravinoff vill sanna að hann sé besti veiðimaður í heimi. Hann leitar að ástinni í nýjum raunveruleikaþætti "Who's Kraven A Piece?"
Útgefin: 13. desember 2024
18. desember 2024
DramaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Barry Jenkins
Forsaga Lion King frá 2019. Simba sem er nú orðinn konungur gresjunnar vill að ungar sínir fylgi í fótspor hans, á sama tíma og saga föður hans Mufasa er skoðuð.
Útgefin: 18. desember 2024
13. júní 2025
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Adrian Molina
Elio á erfitt með að falla inn í hópinn þar til hann er numinn brott af geimverum og er valinn til að vera sendiherra Jarðar í alheiminum, á sama tíma og Olga móðir hans vinnur í háleynilegu verkefni við að afkóða skilaboð frá geimverum.
Útgefin: 13. júní 2025