Náðu í appið

Væntanlegt í bíó

4. desember 2022
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Marie Kreutzer
Keisaraynjan Elísabet af Austurríki heldur upp á 40 ára afmæli sitt og verður að viðhalda almenningsímynd sinni með því að herða sífellt á lífstykkinu. Hlutverki hennar hafa verið reistar skorður og hana þyrstir í fróðleik og lífsfyllingu – sem hún óttast að finna ekki í Vín.
Útgefin: 4. desember 2022
10. desember 2022
RómantíkDramaStríð
Leikstjórn Elia Suleiman
Við fylgjumst með palestínskum elskendum, frá Jerúsalem og Ramallah, sem eru aðskildir á landamærum og skipuleggja leynifundi.
Útgefin: 10. desember 2022
11. desember 2022
DramaGlæpa
Leikstjórn Marco Bellocchio
Marco Bellocchio teflir hér fram stórkostlegri sex þátta seríu um viðburð sem skók Ítalíu seint á áttunda áratugnum: mannrán og að lokum morðið á áhrifamesta stjórnmálamanni landsins og fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Aldo Moro.
Útgefin: 11. desember 2022
16. desember 2022
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn James Cameron
Myndin gerist meira en áratug eftir atburði fyrstu kvikmyndarinnar. Fyrst er sögð saga Sully fjölskyldunnar, Jake, Neytiri og barna þeirra, og erfiðleikum sem að þeim steðja, hve langt þau þurfa að ganga til að tryggja öryggi sitt, bardögunum sem þau heyja til að halda lífi og harmleikjunum sem yfir þau ganga.
Útgefin: 16. desember 2022
26. desember 2022
GamanÆvintýriTeiknað
Stígvélaði kötturinn sér að ástríða hans fyrir ævintýrum er farin að taka sinn toll: Hann hefur eytt átta af níu lífum sínum. Hann fer nú í ævintýraferð til að finna hina goðsagnakenndu Síðustu Ósk til að endurheimta öll níu lífin sín.
Útgefin: 26. desember 2022
26. desember 2022
DramaTónlistÆviágrip
Leikstjórn Kasi Lemmons
Saga stórsöngkonunnar Whitney Houston allt frá því hún er óþekkt og þar til hún er orðin súperstjarna.
Útgefin: 26. desember 2022
6. janúar 2023
SpennaGamanRómantík
Leikstjórn Jason Moore
Glæpamenn trufla brúðkaup sem par ætlar að halda á draumaáfangastaðnum. Á sama tíma og þau þurfa að bjarga fjölskyldunni úr bráðri hættu enduruppgötva þau afhverju þau urðu upphaflega ástfangin.
Útgefin: 6. janúar 2023
6. janúar 2023
GamanDramaÍslensk mynd
Í matarboði í Vesturbænum ákveða sjö vinir að fara í stórhættulegan samkvæmisleik. Viðstaddir leggja símana á borðið og fallast á að öll símtöl og skilaboð sem berast verði deilt með samkomunni til að sanna að ekkert þeirra hafi nokkuð að fela.
Útgefin: 6. janúar 2023
13. janúar 2023
Teiknað
Leikstjórn John Carter
Tveir aðalsmenn og kjölturakki fara í háskalega ferð á Norðurpólinn.
Útgefin: 13. janúar 2023
13. janúar 2023
HrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Gerard Johnstone
Vélmennasmiður hjá leikfangafyrirtæki smíðar dúkku sem lítur út eins og alvöru stúlka, sem smátt og smátt fer að lifa sínu eigin lífi.
Útgefin: 13. janúar 2023
20. janúar 2023
Drama
Leikstjórn Damien Chazelle
Myndin gerist í Hollywood á þeim tíma þegar talmyndir eru að taka við að kvikmyndum án tals. Við sögu koma bæði raunverulegar þekktar persónur og skáldaðar.
Útgefin: 20. janúar 2023
27. janúar 2023
GamanRómantík
Leikstjórn Shekhar Kapur
Endalausar tilraunir Zoe til að finna þann eina rétta í gegnum stefnumótaöpp, hefur engum árangri skilað, og hinni sérvitru móður hennar Cath, líst ekkert á þetta allt saman. Æskuvinur hennar og nágranni Kaz fer þó aðra leið. Hann ætlar að fylgja fordæmi foreldra sinna og fara inn í skipulagt hjónaband með stúlku frá Pakistan. Zoe, sem er heimildarmyndargerðarkona, tekur upp ferðalag hans frá London til Lahore þar sem hann hyggst kvænast ókunnri konu, sem foreldrar hans völdu. Í ferðinni fer hún að velta fyrir sér hvort hún geti lært eitthvað af þessari mjög svo ólíku aðferð við að finna sér lífsförunaut.
Útgefin: 27. janúar 2023
27. janúar 2023
GamanDrama
Leikstjórn Martin McDonagh
Tveir aldavinir, Padraic og Colm, lenda í ógöngum þegar annar þeirra ákveður að slíta vinskapnum, sem hefur miklar og sláandi afleiðingar í för með sér fyrir þá báða.
Útgefin: 27. janúar 2023
27. janúar 2023
Drama
Leikstjórn Darren Aronofsky
Feiminn enskukennari reynir að endurnýja kynnin við unglingsdóttur sína.
Útgefin: 27. janúar 2023
27. janúar 2023
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Carlos Saldanha
Harold er ungur drengur sem fer í töfrandi ferðalag með hjálp fjólublás vaxlitar.
Útgefin: 27. janúar 2023
27. janúar 2023
SpennutryllirÍslensk mynd
Þegar bróðir lögfræðingsins Kristínar rekst á þýskt flugvélarflak úr seinni heimstyrjöld á toppi Vatnajökuls, dragast þau bæði inn í atburðarás upp á líf og dauða, hundelt af hópi manna sem skirrist einskis við að halda áratuga gamalt leyndarmál.
Útgefin: 27. janúar 2023
3. febrúar 2023
Drama
Leikstjórn Steven Spielberg
Hálf ævisöguleg mynd sem byggist á uppvexti Steven Spielberg í Arizona á eftirstríðsárunum, þegar hann var á aldrinum sjö til átján ára gamall. Hinn ungi Sammy Fabelman kemst að ógnvænlegu fjölskylduleyndarmáli og skoðar hvernig kvikmyndirnar geta hjálpað okkur að sjá sannleikann um hvort annað og okkur sjálf.
Útgefin: 3. febrúar 2023
3. febrúar 2023
Spennutryllir
Leikstjórn M. Night Shyamalan
Stúlka og foreldrar hennar eru tekin sem gíslar af vopnuðum mönnum sem krefjast þess að fjölskyldan taki erfiða ákvörðun til að koma í veg fyrir heimsendi.
Útgefin: 3. febrúar 2023
3. febrúar 2023
GamanDrama
Leikstjórn Marc Forster
Fúllyndur maður á eftirlaunum vingast óvænt við fjörugan nýjan nágranna sinn.
Útgefin: 3. febrúar 2023
3. febrúar 2023
GamanÍslensk mynd
Sarah, framakona á fimmtugsaldri, er haldin óstjórnlegum ótta við að fljúga. Til að bjarga nýtilkomnu ástarsambandi verður hún að yfirstíga flughræðsluna og læra að sleppa tökunum.
Útgefin: 3. febrúar 2023
5. febrúar 2023
DramaHrollvekja
Leikstjórn Julia Ducournau
Þegar ung grænmetisæta, Justine, gengst undir blóðuga busavígslu í dýralæknaskóla, þá fer löngun eftir kjöti að vaxa innra með henni.
Útgefin: 5. febrúar 2023
10. febrúar 2023
GamanDrama
Leikstjórn Steven Soderbergh
Magic Mike fer aftur á svið eftir langt hlé, eftir að hafa verið svikinn í viðskiptum og endar uppi staurblankur, og þarf að vinna fyrir sér sem barþjónn í Flórída. Hann fer nú til London til að taka þátt í allra síðustu sýningunni, eftir að hafa fengið tilboð sem hann gat ekki hafnað. Nú þegar mikið er undir, og Mike kemst að því hvað býr að baki tilboðinu, munu hann og dansararnir hafa það sem til þarf til klára máli?
Útgefin: 10. febrúar 2023
10. febrúar 2023
GamanDramaVísindaskáldskapur
Námuverkemaður á loftsteini, sem eftir brotlendingu á plánetu úti í geimnum, þarf að fara í gegnum erfitt landsvæði á sama tíma og súrefnisbirgðirnar eru á þrotum. Ekki bætir úr skák að hann er hundeltur af undarlegum skepnum og þeim eina sem einnig komst lífs af úr slysinu.
Útgefin: 10. febrúar 2023
10. febrúar 2023
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Jim Strouse
Ung kona reynir að jafna sig á dauða unnusta síns með því að senda rómantísk textaskilaboð í gamla símanúmerið hans. Hún myndar samband við manninn sem fékk númerinu úthlutað eftir dauða kærastans.
Útgefin: 10. febrúar 2023
17. febrúar 2023
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Peyton Reed
Scott Lang og Hope Van Dyne, ásamt Hank Pym og Janet Van Dyne, skoða Skammtaríkið (e. Quantum Realm), þar sem þau eiga í höggi við skrýtnar verur og lenda í ævintýri sem fer framúr öllu sem þau hafa áður kynnst.
Útgefin: 17. febrúar 2023
17. febrúar 2023
GamanDramaÍslensk mynd
Leikstjórn Hilmar Oddsson
Þegar móðir Jóns og hans mesti áhrifavaldur fellur frá verða alger umskipti í lífi hans. Með uppáklætt líkið í aftursætinu og hundinn Brésnef við hlið sér tekst hann á hendur ferð þvert yfir landið til að heiðra hennar síðustu ósk. En mamma hefur ekki sagt sitt síðasta.
Útgefin: 17. febrúar 2023
24. febrúar 2023
Spennutryllir
Leikstjórn Elizabeth Banks
Flugvél full af kókaíni hrapar. Bjarndýr finnur efnið og borðar það.
Útgefin: 24. febrúar 2023
3. mars 2023
SpennaÆvintýri
Heillandi þjófur og mislitur hópur ævintýramanna heldur af stað í sögulega ferð til að endurheimta týndan helgigrip. En allt fer illilega úrskeiðis þegar þeir lenda upp á kant við óvinveitta aðila.
Útgefin: 3. mars 2023
3. mars 2023
DramaÍþróttir
Leikstjórn Michael B. Jordan
Eftir að hafa náð á toppinn í hnefaleikunum hefur ferill Adonis Creed gengið vel og fjölskyldulífið verið í blóma. Þegar æskuvinur og fyrrum hnefaleikastjarna, Damian, kemur aftur fram á sjónvarsviðið eftir að hafa afplánað langa fangelsisvist, vill hann sýna og sanna að hann eigi afturkvæmt í hringinn. Átök fyrrum vinanna snúast um meira en bardagann einan. Til að jafna út um þetta þarf Adonis að setja framtíðina að veði og berjast við Damian - sem hefur engu að tapa.
Útgefin: 3. mars 2023
17. mars 2023
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Hlynur Pálmason
Undir lok 19. aldar ferðast ungur danskur prestur til Íslands með það að markmiði að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar á för sinni. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn smám saman tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði.
Útgefin: 17. mars 2023
23. mars 2023
SpennaGamanSpennutryllir
Leikstjórn Guy Ritchie
MI6 fulltrúinn Orson Fortune og teymi hans ráða eina stærstu kvikmyndastjörnu í Hollywood til að hjálpa sér í háleynilegu verkefni, þegar sala af stórhættulegri nýrri vopnatækni ógnar öllum heiminum.
Útgefin: 23. mars 2023
24. mars 2023
SpennaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Chad Stahelski
John Wick tekst nú á við hættulegustu andstæðinga sína til þessa, á sama tíma og lausnargjaldið sem greitt er fyrir að hafa hendur í hári hans, hækkar stöðugt og hefur aldrei verið hærra.
Útgefin: 24. mars 2023
31. mars 2023
GamanÆvintýriTeiknað
Píparinn Mario ferðast í gegnum neðanjarðarvölundarhús ásamt bróður sínum Luigi, og reynir að frelsa prinsessu úr prísund sinni. Myndin er kvikmyndagerð samnefnds tölvuleiks.
Útgefin: 31. mars 2023
14. apríl 2023
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Bryan Woods, Scott Beck
Geimfari brotlendir á dularfullri plánetu og kemst að því að hann er ekki einn.
Útgefin: 14. apríl 2023
21. apríl 2023
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Gary Dauberman
Rithöfundurinn Ben Mears, sem ólst að hluta til upp í bænum Jerusalem´s Lot í Maine í Bandaríkjunum, sem einnig er þekktur sem Salem´s Lot, snýr aftur eftir 25 ár til að skrifa bók um Marsten House húsið. Það hefur lengi verið í eyði og Mears á slæmar minningar um það frá því hann var barn. Hann kemst fljótlega að því að ævaforn ári er einnig mættur í bæinn til að breyta íbúunum í vampírur. Hann heitir því að stöðva pláguna og bjarga bænum.
Útgefin: 21. apríl 2023
5. maí 2023
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn James Gunn
Peter Quill sem er enn að jafna sig eftir andlát Gamora, safnar hópnum saman til að verja alheiminn, en verkefnið gæti riðið Guardians of the Galaxy að fullu ef það tekst ekki.
Útgefin: 5. maí 2023
16. júní 2023
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Peter Sohn
Myndin fjallar um Ember og Wade í borg þar sem elds-, lands-, og loftsíbúar búa saman.
Útgefin: 16. júní 2023
23. júní 2023
28. júní 2023
SpennaÆvintýri
Leikstjórn James Mangold
Indinana Jones nálgast eftirlaunaaldur og reynir að passa inn í heim sem virðist vera orðinn honum framandi. En þegar gamall óvinur birtist þá þarf hetjan okkar að taka fram svipuna og hattinn til að koma í veg fyrir að fornir og kraftmiklir helgigripir lendi í röngum höndum.
Útgefin: 28. júní 2023
17. nóvember 2023
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Denis Villeneuve
Í þessari framhaldsmynd af Dune verður sagt frá ferðum Paul Atreides ásamt Chani og Fremen á plánetunni Arrakis, og hefndum gegn þeim sem lögðu á ráðin um árásina og drápið á Atreides fjölskyldunni. Paul stendur frammi fyrir erfiðu vali á milli draumaprinsessunnar og örlögum alheimsins. Markmiðið er að koma í veg fyrir hræðilega framtíð sem hann einn veit hver verður.
Útgefin: 17. nóvember 2023