30. mars 2023
Drama
Leikstjórn Jean-Pierre Dardenne, Luc Dardenne
Leikarar: Pablo Schils, Joely Mbundu, Alban Ukaj, Tijmen Govaerts, Charlotte De Bruyne, Nadège Ouedraogo, Marc Zinga, Claire Bodson, Thomas Doret, Annette Closset
Unglingsstúlka og ungur drengur á flótta, sem bæði koma frá Afríku, kynnast og verða vinir. Saman mynda þau bandalag til að lifa af í nýju landi, Belgíu, þar sem örlög þeirra ráðast.
Útgefin: 30. mars 2023
31. mars 2023
SpennaÆvintýri
Leikstjórn John Francis Daley, Jonathan Goldstein
Leikarar: Chris Pine, Michelle Rodriguez, Regé-Jean Page, Justice Smith, Sophia Lillis, Hugh Grant, Jason Wong, Tomas Backström, Daisy Head
Heillandi þjófur og mislitur hópur ævintýramanna heldur af stað í sögulega ferð til að endurheimta týndan helgigrip. En allt fer illilega úrskeiðis þegar þeir lenda upp á kant við óvinveitta aðila.
Útgefin: 31. mars 2023
31. mars 2023
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Aaron Horvath, Michael Jelenic
Leikarar: Chris Pratt, Anya Taylor-Joy, Charlie Day, Sam Bauer, Keegan-Michael Key, Seth Rogen, Fred Armisen, Kevin Michael Richardson, Sebastian Maniscalco, Charles Martinet, Jef Van de Water, Eric Bauza
Píparinn Mario frá Brooklyn ferðast í gegnum Svepparíkið með prinsessunni Peach og mannlega sveppinum Toad í leit að bróður Mario, Luigi. Markmiðið er að bjarga heiminum frá hinu hrikalega eldspúandi skrímsli Bowser.
Útgefin: 31. mars 2023
31. mars 2023
HrollvekjaÍslensk mynd
Leikstjórn Arró Stefánsson
Leikarar: Hjörtur Jóhann Jónsson, Heiddis Chadwick Hlynsdottir, Gudmundur Thorvaldsson, Kristbjörg Kjeld, Dóra Jóhannsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Steinþór Hróar Steinþórsson, Vignir Rafn Valþórsson, Una Eggertsdóttir, Helga Jónsdóttir
Myndin fjallar um Inga, ungan fjölskylduföður sem er að reyna koma undir sig fótunum að nýju eftir að hafa orðið valdur að hræðilegu slysi. Þegar hann finnur leigjanda látinn í Airbnb íbúð sinni fer að halla undan fæti hjá honum. Dularfullir hlutir fara að gerast þegar Ingi reynir að púsla saman fortíð mannsins á sama tíma og hann forðast að gera upp sína eigin.
Útgefin: 31. mars 2023
7. apríl 2023
Drama
Leikstjórn Ben Affleck
Leikarar: Matt Damon, Ben Affleck, Jason Bateman, Marlon Wayans, Chris Messina, Chris Tucker, Viola Davis, Julius Tennon, Gustaf Skarsgård, Barbara Sukowa, Tom Papa, Jessica Green, Andy Hirsch, Haylee Baldwin
Saga skókaupmannsins Sonny Vaccaro og hvernig hann náði að tryggja íþróttavöruframleiðandanum Nike samning við einn frægasta körfuboltamann allra tíma; Michael Jordan.
Útgefin: 7. apríl 2023
7. apríl 2023
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Julius Avery
Leikarar: Russell Crowe, Daniel Zovatto, Alex Essoe, Franco Nero, Laurel Marsden, Cornell John, Ralph Ineson, Pablo Raybould, Paloma Bloyd, Derek Carroll
Saga séra Gabriele Amorth, hins goðsagnakennda ítalska prests sem framdi meira en 100.000 særingar fyrir Vatikanið.
Útgefin: 7. apríl 2023
14. apríl 2023
GamanHrollvekjaÆvintýri
Leikstjórn Chris McKay
Leikarar: Nicholas Hoult, Nicolas Cage, Awkwafina, Ben Schwartz, Jenna Kanell, Brandon Scott Jones, Shohreh Aghdashloo, Bess Rous, William Ragsdale, Lacey Dover, Caroline Williams, Camille Chen, Joshua Mikel, Taylor Shurte, Adrian Martinez, Derek Russo, Dave Davis, Eric Tiede, Choppy Guillotte, Kenneth Kynt Bryan
Renfield ákveður að hætta í starfinu sem hann hefur gegnt um margar aldir sem skósveinn Drakúla greifa, og byrja nýtt líf í nútímanum í New Orleans í Bandaríkjunum. Hann verður ástfanginn af viljasterkri og ágengri löggu sem heitir Rebecca Quincy.
Útgefin: 14. apríl 2023
21. apríl 2023
HrollvekjaSpennutryllirÆvintýri
Leikstjórn Lee Cronin
Leikarar: Lily Sullivan, Alyssa Sutherland, Morgan Davies, Nell Fisher, Gabrielle Echols, Jayden Daniels, Tai Wano, Billy Reynolds-McCarthy
Brengluð saga af tveimur systrum sem hafa ekki sést lengi en hittast á ný. Endurfundirnir verða snubbóttir þegar mannakjötsétandi djöflar birtast. Þær verða nú að berjast fyrir lífi sínu sem hefur nú breyst í sannkallaða martröð.
Útgefin: 21. apríl 2023
21. apríl 2023
GamanDramaHrollvekja
Leikstjórn Ari Aster
Leikarar: Joaquin Phoenix, Amy Ryan, Parker Posey, Nathan Lane, Denis Ménochet, Kylie Rogers, Armen Nahapetian, Patti LuPone, Zoe Lister-Jones, Stephen McKinley Henderson, Richard Kind, Michael Gandolfini, Hayley Squires, Joe Cobden, Théodore Pellerin, Bradley Fisher, Patrick Kwok-Choon, Cat Lemieux, Tristan D. Lalla, Anana Rydvald, Ryan S. Hill
Taugaveiklaður maður fer í súrrealíska ferð á heimaslóðir eftir að móðir hans deyr óvænt. Á leiðinni þarf hann að horfast í augu við sinn mesta ótta.
Útgefin: 21. apríl 2023
21. apríl 2023
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Toby Genkel, Florian Westermann
Leikarar: Hugh Laurie, Emilia Clarke, David Thewlis, Himesh Patel, Gemma Arterton, Hugh Bonneville, Ariyon Bakare, Julie Atherton, David Tennant, Joe Sugg, Peter Serafinowicz, Rob Brydon, Jerry Hoffmann, Murali Perumal
Magnús er gulur köttur sem kann að bjarga sér á strætum borgarinnar. Hann setur upp fjárplógsstarfsemi í félagi við hóp af talandi rottum. Þegar Magnús og nagdýrin hitta bókaorminn Malicia þá fer litla svindlstarfsemin þeirra öll út um þúfur.
Útgefin: 21. apríl 2023
5. maí 2023
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn James Gunn
Leikarar: Chris Pratt, Zoe Saldaña, Dave Bautista, Karen Gillan, Pom Klementieff, Bradley Cooper, Vin Diesel, Sean Gunn, Chukwudi Iwuji, Will Poulter, Sylvester Stallone, Elizabeth Debicki, Maria Bakalova, Michael Rosenbaum, Daniela Melchior, Nico Santos, Stephen Blackehart
Peter Quill sem er enn að jafna sig eftir andlát Gamora, safnar hópnum saman til að verja alheiminn, en verkefnið gæti riðið Guardians of the Galaxy að fullu ef það tekst ekki.
Útgefin: 5. maí 2023
12. maí 2023
Gaman
Leikstjórn Bill Holderman
Leikarar: Diane Keaton, Jane Fonda, Candice Bergen, Andy Garcia, Mary Steenburgen, Craig T. Nelson, Don Johnson, Giancarlo Giannini, Hugh Quarshie, Vincent Riotta, Grace Truly, Adriano De Pasquale, Pietro Angelini
Við fylgjumst með vinkonunum fjórum sem fara með bókaklúbbinn sinn til Ítalíu og skemmta sér betur en nokkru sinni fyrr.
Útgefin: 12. maí 2023
19. maí 2023
SpennaGlæpaRáðgáta
Leikstjórn Louis Leterrier
Leikarar: Vin Diesel, Michelle Rodriguez, Tyrese Gibson, Ludacris, Jason Momoa, Nathalie Emmanuel, Jordana Brewster, John Cena, Jason Statham, Sung Kang, Helen Mirren, Alan Ritchson, Daniela Melchior, Scott Eastwood, Charlize Theron, Brie Larson, Rita Moreno, Amber Sienna, Miraj Grbic, Michael Rooker, Emily Buchan, Luis Da Silva Jr., Cardi B
Dom Toretto og fjölskylda hans hafa skákað hverjum einasta fjandmanni sem orðið hefur á vegi þeirra og oft hafa leikar staðið tæpt. Nú standa þau andspænis hættulegasta óvininum til þessa: hræðilegri ógn sem birtist úr úr myrkri fortíðinni sem vill hefna sín á grimmilegan hátt. Hann er staðráðinn í að sundra fjölskyldunni og eyðileggja allt og alla sem Dom þykir vænt um, til frambúðar.
Útgefin: 19. maí 2023
19. maí 2023
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Jim Strouse
Leikarar: Priyanka Chopra Jonas, Sam Heughan, Céline Dion, Celia Imrie, Russell Tovey, Omid Djalili, Lydia West, Steve Oram, Sofia Barclay, Arinzé Kene, Amanda Blake
Ung kona reynir að jafna sig á dauða unnusta síns með því að senda rómantísk textaskilaboð í gamla símanúmerið hans. Hún myndar samband við manninn sem fékk númerinu úthlutað eftir dauða kærastans.
Útgefin: 19. maí 2023
25. maí 2023
Hrollvekja
Leikstjórn Chris Weitz
Leikarar: John Cho, Katherine Waterston, Greg Hill, Lukita Maxwell, Keith Carradine, Ben Youcef, Havana Rose Liu, River Drosche, Mason Shea Joyce
Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 25. maí 2023
26. maí 2023
Gaman
Leikstjórn Laura Terruso
Leikarar: Sebastian Maniscalco, Robert De Niro, Leslie Bibb, Anders Holm, David Rasche, Brett Dier, Kim Cattrall, Deborah Tucker, Laura Ault, Katie Walker
Hér segir frá Sebastian sem er hvattur til þess af kærustu sinni að koma með hárgreiðslumanninn og innflytjandann, föður sinn Salvo, í helgarferð með ofurríkri en ögn sérstakri fjölskyldu sinni. Helgin þróast út í einn allsherjar menningarárekstur og Sebastian og Salvo komast að því út á hvað sönn fjölskyldugildi ganga.
Útgefin: 26. maí 2023
31. maí 2023
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikarar: Shameik Moore, Hailee Steinfeld, Oscar Isaac, Jake Johnson, Issa Rae, Jason Schwartzman, Luna Lauren Velez, Brian Tyree Henry, Daniel Kaluuya, Rachel Dratch, Jorma Taccone, Shea Whigham
Eftir að hafa hitt Gwen Stacy á ný er Miles Morales - hinum vinalega köngulóarmanni í Brooklyn - slengt yfir fjölheima. Þar hittir hann hóp köngulóar-fólks sem þarf að berjast fyrir eigin tilveru. En þegar hetjunum greinir á um hvernig eigi að fást við nýja ógn, lendir Miles upp á kant við hópinn og þarf að endurskilgreina hvað það þýðir að vera hetja, svo hann geti bjargað fólkinu sem hann ann mest.
Útgefin: 31. maí 2023
31. maí 2023
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Rob Savage
Leikarar: Sophie Thatcher, Chris Messina, Vivien Lyra Blair, David Dastmalchian, Marin Ireland, Madison Hu, LisaGay Hamilton, Maddie Nichols, Lacey Dover, Han Soto, Daniel Hagen, Victoria Harris, Beau Hart, Elton LeBlanc
Lester Billings ræðir við geðlækni um morð á þremur ungum börnum hans. Fyrstu tvö börnin létust á dulafullan hátt, en dánarorsök var mismunandi þó þau hafi bæði dáið inni í herbergjum sínum. Það eina sem var líkt með morðunum er að börnin öskruðu "Vondi kall! " eða Boogeyman! áður en þau voru skilin eftir í herbergjunum. Þá var skáphurðin opin í hálfa gátt þó Billings hafi verið sannfærður um hafa skilið hana eftir lokaða.
Útgefin: 31. maí 2023
2. júní 2023
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Steven Caple Jr.
Leikarar: Anthony Ramos, Dominique Fishback, Peter Cullen, Ron Perlman, Luna Lauren Velez, Michelle Yeoh, Pete Davidson, Peter Dinklage, Michaela Jaé (MJ) Rodriguez, Liza Koshy, John DiMaggio
Framhald á æsilegum ævintýrum Autobots og Decepticons og við bætast the Maximals, Predacons og Terrorcons.
Útgefin: 2. júní 2023
16. júní 2023
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Peter Sohn
Leikarar: Mamoudou Athie, Leah Lewis
Myndin fjallar um Ember og Wade í borg þar sem elds-, lands-, og loftsíbúar búa saman.
Útgefin: 16. júní 2023
23. júní 2023
SpennaÆvintýri
Leikarar: Ezra Miller, Sasha Calle, Michael Shannon, Ron Livingston, Dermot Crowley, Maribel Verdú, Kiersey Clemons, Antje Traue, Michael Keaton, Ben Affleck, Saoirse-Monica Jackson, Rudy Mancuso, Nina Barker-Francis, Luke Brandon Field, Temuera Morrison, Henry Cavill, Eric Tiede
Barry Allen notar ofurhraða sinn til að breyta fortíðinni, en tilraun hans til að bjarga fjölskyldu sinni býr til heim án ofurhetja. Það neyðir hann út í æsilega keppni um að bjarga lífi sínu og bjarga framtíðinni. Hann fær hjálp frá Leðurblökumanninum til að reyna að laga fortíðina.
Útgefin: 23. júní 2023
23. júní 2023
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Christopher Nolan
Leikarar: Cillian Murphy, Matt Damon, Robert Downey Jr., Florence Pugh, Benny Safdie, Emily Blunt, Josh Hartnett, Rami Malek, Bill Richardson, Kenneth Branagh, Dane DeHaan, Alden Ehrenreich, Matthew Modine, Gary Oldman, Alex Wolff, Rosario Zúñiga, Casey Affleck, Casey Affleck, Jack Quaid, Emma Dumont, David Dastmalchian, Matthias Schweighöfer, David Krumholtz, Christopher Denham, Michael Angarano, Scott Grimes, James D'Arcy, Louise Lombard, Jason Clarke, Josh Peck, Harrison Gilbertson, Devon Bostick, Gustaf Skarsgård, Gregory Jbara, Tony Goldwyn, Josh Zuckerman, Antonin Artaud, James Remar, Jefferson Hall, Tom Conti
Sagan af bandaríska vísindamanninum J. Robert Oppenheimer og þætti hans í þróun kjarnorkusprengjunnar.
Útgefin: 23. júní 2023
23. júní 2023
GamanRómantík
Leikstjórn Wes Anderson
Leikarar: Hong Chau, Margot Robbie, Tom Hanks, Scarlett Johansson, Sophia Lillis, Hope Davis, Willem Dafoe, Tilda Swinton, Steve Carell, Edward Norton, Adrien Brody, Maya Hawke, Tony Revolori, Jeff Goldblum, Rupert Friend, Fisher Stevens, Liev Schreiber, Matt Dillon, Rita Wilson, Jeffrey Wright, Jason Schwartzman, Jake Ryan, Steve Park, Seu Jorge
Myndin gerist í skálduðum bandarískum eyðimerkurbæ árið 1955. Dagskrá stjörnuskoðunarráðstefnu unglinga fær óvænta truflun af heimssögulegum atburðum.
Útgefin: 23. júní 2023
28. júní 2023
SpennaÆvintýri
Leikstjórn James Mangold
Leikarar: Harrison Ford, Phoebe Waller-Bridge, Mads Mikkelsen, Antonio Banderas, Antonio Banderas, Boyd Holbrook, John Rhys-Davies, Toby Jones, Thomas Kretschmann, Thomas Kretschmann, Olivier Richters, Mark Killeen, Martin McDougall, Anthony Ingruber, Alaa Safi, Corrado Invernizzi, Nasser Memarzia, Kate Doherty, Joe Gallina, Jill Winternitz, Rachel Kwok
Indinana Jones nálgast eftirlaunaaldur og reynir að passa inn í heim sem virðist vera orðinn honum framandi. En þegar gamall óvinur birtist þá þarf hetjan okkar að taka fram svipuna og hattinn til að koma í veg fyrir að fornir og kraftmiklir helgigripir lendi í röngum höndum.
Útgefin: 28. júní 2023
30. júní 2023
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Carlos Saldanha
Leikarar: Zachary Levi, Lil Rel Howery, Zooey Deschanel, Camille Guaty, Ravi Patel, Aaron Norris, Elizabeth Becka
Harold er ungur drengur sem fer í töfrandi ferðalag með hjálp fjólublás vaxlitar.
Útgefin: 30. júní 2023
7. júlí; 2023
Gaman
Leikstjórn Adele Lim
Leikarar: Ashley Park, Sherry Cola, Stephanie Hsu, David Denman, Annie Mumolo, Chris Pang, Isla Rose Hall, Desmond Chiam, Alexander Hodge, Nicholas Carella, Debbie Fan, Paul Cheng
Myndin fjallar um fjóra bandaríska vini af asískum ættum sem treysta böndin milli sín og komast að ýmsu um ástina, á leið sinni í gegnum Asíu í leit að blóðmóður eins þeirra.
Útgefin: 7. júlí 2023
14. júlí; 2023
SpennaSpennutryllirÆvintýri
Leikstjórn Christopher McQuarrie
Leikarar: Tom Cruise, Rebecca Ferguson, Ving Rhames, Hayley Atwell, Ilias Panagiotopoulos, Vanessa Kirby, Pom Klementieff, Henry Czerny, Simon Pegg, Cary Elwes, Shea Whigham, Indira Varma, Angela Bassett, Mark Gatiss, Rob Delaney, Charles Parnell, Nancy Nye, Anton Saunders, Vinícius Oliveira
Sjöunda Mission Impossible myndin.
Útgefin: 14. júlí 2023
19. júlí; 2023
GamanÆvintýri
Leikstjórn Greta Gerwig
Leikarar: Margot Robbie, Ryan Gosling, Will Ferrell, Dimitri Staneofski, Emma Mackey, Issa Rae, America Ferrera, Michael Cera, Nicola Coughlan, Kate McKinnon, Hari Nef, Emerald Fennell, Rhea Perlman, Simu Liu, Ariana Greenblatt, Connor Swindells, Sharon Rooney, Kingsley Ben-Adir, Alexandra Shipp, Scott Evans, Jamie Demetriou, Helen Mirren, Ritu Arya
Barbie býr í Barbie landi.
Útgefin: 19. júlí 2023
16. ágúst 2023
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Angel Manuel Soto
Leikarar: Susan Sarandon, Bruna Marquezine, Xolo Maridueña, Damián Alcázar, Belissa Escobedo, George Lopez, Harvey Guillén, Adriana Barraza, Elpidia Carrillo, Raoul Max Trujillo, Bridgette Michelle Bentley, Oshún Ramirez
Mexíkóskur unglingsdrengur, Jaime Reyes, finnur dularfullt skordýr sem galdrar á hann bláan ofurhetjubúning.
Útgefin: 16. ágúst 2023
25. ágúst 2023
DramaFjölskyldaÆviágrip
Leikstjórn Marc Forster
Leikarar: Helen Mirren, Gillian Anderson, Bryce Gheisar, Stuart McQuarrie, Orlando Schwerdt, Ronny Gosselin, Ryan Martin, Steven Calcote
Ung Gyðingastúlka fær skjól hjá dreng og fjölskyldu hans í Frakklandi á tímum Seinni heimsstyrjaldarinnar.
Útgefin: 25. ágúst 2023
25. ágúst 2023
Hrollvekja
Leikstjórn André Øvredal
Leikarar: David Dastmalchian, Javier Botet, Aisling Franciosi, Liam Cunningham, Corey Hawkins, Stefan Kapicic, Nikolai Nikolaeff, Jon Jon Briones, Nicolo Pasetti, Adam Shaw, Graham Turner, Woody Norman, Chris Walley
Myndin er byggð á einum kafla, The Captain´s Log, úr sígildri sögu Bram Stoker frá 1897, Dracula. Sagan gerist um borð í rússnesku skonnortunni Demeter sem var notuð til að flytja leynilegan farm - tuttugu og fjóra ómerkta viðarkassa - frá Carpathia til Lundúna. Skrýtnir atburðir gerðust um borð og þegar skipið kom til hafnar í Whitby var áhöfnin á bak og burt og engin ummerki um hana að finna.
Útgefin: 25. ágúst 2023
15. september 2023
RómantíkDramaÍþróttir
Leikstjórn Luca Guadagnino
Leikarar: Zendaya, Josh O'Connor, Mike Faist, Jake Jensen, Scottie DiGiacomo, Faith Fay, Sid Jarvis, Joe Curtin, Connor Murray, Keanu Ham, Christine Dye
Þrír tennisleikarar, sem þekktust þegar þau voru ung, taka þátt í tenniskeppni á stóra sviðinu. Samkeppnin er hörð bæði innan vallar og utan og gamlir árekstrar og misklíð koma aftur upp á yfirborðið.
Útgefin: 15. september 2023
22. september 2023
GamanÍslensk mynd
Leikstjórn Hafsteinn G. Sigurðsson
Leikarar: Lydia Leonard, Timothy Spall, Ella Rumpf, Emun Elliott, Rob Delaney, Björn Hlynur Haraldsson, Matthew Booth, Gina Bramhill, Amiel Courtin-Wilson, Simon Manyonda, Ahd Tamimi, Naveed Khan, Cain Aiden, Rene Costa, Gillian Vassilliou
Sarah, framakona á fimmtugsaldri, er haldin óstjórnlegum ótta við að fljúga. Til að bjarga nýtilkomnu ástarsambandi verður hún að yfirstíga flughræðsluna og læra að sleppa tökunum.
Útgefin: 22. september 2023
6. október 2023
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn J.C. Chandor
Leikarar: Aaron Taylor-Johnson, Ariana DeBose, Russell Crowe, Alessandro Nivola, Christopher Abbott, Fred Hechinger, Levi Miller, Greg Kolpakchi, Robert Ryan, Murat Seven, Will Bowden
Rússneski innflytjandinn Sergei Kravinoff ætlar sér að sanna að hann er mesti veiðimaður í heimi.
Útgefin: 6. október 2023
17. nóvember 2023
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Denis Villeneuve
Leikarar: Timothée Chalamet, Rebecca Ferguson, Josh Brolin, Stellan Skarsgård, Dave Bautista, Stephen McKinley Henderson, Zendaya, Charlotte Rampling, Javier Bardem, Florence Pugh, Austin Butler, Christopher Walken, Léa Seydoux, Souheila Yacoub
Í þessari framhaldsmynd af Dune verður sagt frá ferðum Paul Atreides ásamt Chani og Fremen á plánetunni Arrakis, og hefndum gegn þeim sem lögðu á ráðin um árásina og drápið á Atreides fjölskyldunni. Paul stendur frammi fyrir erfiðu vali á milli draumaprinsessunnar og örlögum alheimsins. Markmiðið er að koma í veg fyrir hræðilega framtíð sem hann einn veit hver verður.
Útgefin: 17. nóvember 2023