Náðu í appið

Væntanlegt í bíó

13. febrúar 2025
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Michael Morris
Bridget Jones sem nú er ekkja á sextugsaldri tekst á við áskoranir nútímalífs á sama tíma og móðurhlutverkið krefst mikils af tíma hennar og orku. Við sögu koma fjölskylda, vinir og fyrrum elskhugi hennar Daniel, en einnig yngri maður - sem mögulega er kennari sonar hennar.
Útgefin: 13. febrúar 2025
13. febrúar 2025
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Julius Onah
Eftir fund með nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, Thaddeus Ross, er Sam skyndilega lentur í miðju alþjóðlegu verkefni. Hann þarf að kynna sér ástæður að baki yfirgripsmikils samsæris áður en þrjóturinn sem stendur á bakvið það nær markmiðum sínum.
Útgefin: 13. febrúar 2025
13. febrúar 2025
RómantíkDrama
Leikarar: Matylda Giegżno
Agatha vinnur með vandræðaunglingum, stundar sportköfun og lifir lífinu til fulls. Hún er blind. Robert er farsæll ljósmyndari sem forðast fólk. Fundur þeirra tveggja mun breyta öllu og hjálpar þeim að finna ástina og yfirstíga takmarkanir.
Útgefin: 13. febrúar 2025
13. febrúar 2025
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Pascal Payant
Gunnar hefur einangrað sig á bóndabæ sínum frá því að kona hans og ungur sonur fórust í hræðilegu slysi fyrir ári síðan. Mágkona hans skammar Gunnar fyrir að hafa ekki mætt í minningarathöfn um mæðginin og afhendir honum bréf frá konu hans heitinni þar sem ýjað er að því að dauði mæðginanna hafi ekki endilega verið slys. Hver veit hvort ókunnugt fólk segir satt og rétt frá högum sínum og fortíð? Þegar tveir brotnir einstaklingar fara að spila hvort með annað er uppgjör óumflýanlegt.
Útgefin: 13. febrúar 2025
20. febrúar 2025
DramaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Edward Berger
Kardinálinn Lawrence fær það verkefni að stjórna einum elsta og leyndasta viðburði í heimi, vali á nýjum Páfa. Þegar valdamestu leiðtogar kaþólsku kirkjunnar hafa safnast saman alls staðar að úr heiminum og lokað sig af í Vatikaninu lendir Lawrence í miðju samsæris sem á eftir að hrista upp í stoðum kirkjunnar.
Útgefin: 20. febrúar 2025
20. febrúar 2025
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Peter Hastings
Þegar tryggur lögregluhundur og lögregluþjónninn eigandi hans slasast báðir í vinnunni á sama tíma, fara þeir í aðgerð sem heppnast ekki betur en svo að þeir blandast saman og Hundmann verður til. Hundmann ætlar sér að vernda og þjóna - og sækja, sitja og velta sér. Á sama tíma og Hundmann venst nýjum veruleika og reynir að vekja aðdáun yfirmannsins verður hann að stöðva ill áform ofurþorparans og kattarins Petey.
Útgefin: 20. febrúar 2025
20. febrúar 2025
Drama
Leikstjórn Brady Corbet
Hinn framsækni arkitekt László Tóth kemur til Bandaríkjanna eftir Seinni heimsstyrjöldina til að skapa sér nýja framtíð, og hefja nýtt líf með eiginkonu sinni, en þau skildust að í stríðinu vegna breytinga á landamærum í Evrópu. Hann sest að í Pennsylvaníu þar sem hinn auðugi iðnjöfur Harrison Lee Van Buren sér hvað í hann er spunnið og vill nýta krafta hans til uppbyggingar. En völd og arfleifð kosta sitt.
Útgefin: 20. febrúar 2025
20. febrúar 2025
GamanHrollvekja
Leikstjórn Osgood Perkins
Þegar tvíburabræðurnir Bill og Hal finna gamlan tuskuapa pabba síns uppi á háalofti fara hrottaleg dauðsföll að eiga sér stað. Bræðurnir ákveða að henda dótinu og halda áfram með lífið, og smátt og smátt fjarlægjast þeir hvorn annan.
Útgefin: 20. febrúar 2025
21. febrúar 2025
DramaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Mohammad Rasoulof
Við fylgjumst með fjölskyldu rannsóknardómara þar sem byssan hans hverfur óvænt á sama tíma og heljarinnar mótmæli brjótast út í Teheran höfuðborg Írans. Innan áður samheldinnar fjölskyldu hans myndast eitrað andrúmsloft…
Útgefin: 21. febrúar 2025
22. febrúar 2025
Heimildarmynd
Áhrifamikil heimildarmynd þar sem við fylgjumst með hinni ungu Agnesi Karrasch í heimi háklassa matargerðarlistar. Agnes er örvhent og stendur utan við hefðbundnar staðalmyndir í matargerð, sem oftast eru karlamiðaðar. Eftir að hafa unnið heimsmeistaramót í matargerð með austurríska landsliðinu, ferðast Agnes um Evrópu og vinnur á virtum stöðum eins og Vendôme í Þýskalandi, Disfrutar í Barcelona og Koks í Færeyjum.
Útgefin: 22. febrúar 2025
22. febrúar 2025
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Andreas Dresen
Við erum stödd í Berlín árið 1942. Við fylgjumst með Hilde sem er virkur meðlimur í and-nasistahópi, sem verður ástfangin af Hans sem er einnig virkur í hópnum. Þau eyða sumrinu saman eða þar til lífið tekur stakkaskiptum. Þau eru bæði handtekin af öryggislögreglunni Gestapo og Hilde er fangelsuð ólétt.
Útgefin: 22. febrúar 2025
23. febrúar 2025
Heimildarmynd
Leikstjórn Andres Veiel
Áhrifamikil heimildamynd sem fjallar um ævi Leni Riefenstahl og flókin tengsl hennar við nasistastjórnina. Með því að bera sjálfsmynd hennar saman við sögulegar staðreyndir, dregur myndin fram siðferðilegar spurningar um ábyrgð listamannsins og áhrif listar á samfélagið.
Útgefin: 23. febrúar 2025
24. febrúar 2025
Heimildarmynd
Leikstjórn Anastasiia Bortuali
Úkraínska kvikmyndagerðarkonan Anastasiia Bortuali fékk hæli á Íslandi og segir sögu samlanda sinna sem eins er komið fyrir.
Útgefin: 24. febrúar 2025
27. febrúar 2025
GamanDrama
Leikstjórn Jesse Eisenberg
Hinir ólíku frændur David og Benji fara saman í ferðalag til Póllands til að heiðra ástkæra ömmu sína. Ævintýrið tekur óvænta stefnu þegar gamlar deilur félaganna koma aftur fram á sjónarsviðið.
Útgefin: 27. febrúar 2025
27. febrúar 2025
SpennaDramaTeiknað
Leikstjórn Yûichirô Hayashi
Stór mynd sem færir saman síðustu tvo þættina af Attack on Titan í fyrstu kvikmyndaútgáfu seríunnar á stóru tjaldi. Eftir að hafa farið handan múranna og verið aðskilinn frá félögum sínum finnur Eren innblástur í þessari nýju sannleiksuppljóstrun og skipuleggur Rumbling, skelfilega áætlun um að útrýma öllum lifandi verum í heiminum. Með örlög heimsins í húfi sameinast ólíklegur hópur fyrrverandi félaga og óvina Erens í örvæntingarfullri tilraun til að stöðva hann. Spurningin er aðeins: Geta þeir stoppað hann?
Útgefin: 27. febrúar 2025
27. febrúar 2025
Hrollvekja
Leikstjórn Bryan Bertino
Ung kona þarf að berjast fyrir lífi sínu þegar hún rennur niður óþægilega kanínuholu sem falin var inni í dularfullri gjöf frá gesti seint um kvöld.
Útgefin: 27. febrúar 2025
2. mars 2025
HrollvekjaÆvintýri
Leikstjórn Carl Theodor Dreyer
Nótt eina á ferðalagi um sveitir Frakklands, vaknar hinn ungi Allan Gray upp við að gamall maður stendur inni í herberginu hans og skilur eftir pakka með áletruninni „opnist eftir dauða minn.“ Í pakkanum leynist dularfull bók um djöfla sem kallast vampírur og á hann taka að sækja óútskýrð fyrirbæri.
Útgefin: 2. mars 2025
2. mars 2025
GamanHrollvekjaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Peter Weir
Kvikmyndin gerist í smábænum París í Ástralíu þar sem íbúarnir virðast lifa á bílslysum á einn eða annan hátt.
Útgefin: 2. mars 2025
6. mars 2025
GamanÆvintýri
Leikstjórn Bong Joon-ho
Mickey Barnes er lentur í þeim óvenjulegu aðstæðum að hann er að vinna fyrir vinnuveitanda sem krefst hinnar endanlegu fórnar - að vinna við að deyja. Hann getur sem sagt endurfæðst í sífellu og minnið haldist óskaddað, en hlutirnir geta þó farið illilega úrskeiðis.
Útgefin: 6. mars 2025
13. mars 2025
DramaSpennutryllirSöguleg
Leikstjórn Tim Fehlbaum
Bandarískt fréttateymi á sumarólympíuleikunum í Munchen í Þýskalandi árið 1972 þarf að beina athyglinni að dramatískri gíslatöku þar sem ísraelskum íþróttamönnum er haldið föngnum. Ungur framleiðandi, sem óvænt lendir í því að segja fréttir í beinni útsendingu, þarf að taka erfiðar ákvarðanir þegar klukkan tifar, orðrómur breiðist út og líf gíslanna hangir á bláþræði.
Útgefin: 13. mars 2025
13. mars 2025
SpennaÆvintýri
Leikstjórn Paul W.S. Anderson
Kraftmikil seiðkona er send til Týndu landanna í leit að töframætti sem gerir fólki kleift að breyta sér í varúlf.
Útgefin: 13. mars 2025
13. mars 2025
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Steven Soderbergh
Þegar leyniþjónustumaðurinn Kathryn Woodhouse er grunuð um svik við þjóðina þarf eiginmaðurinn hennar, sem einnig er rómaður njósnari, að gera upp við sig hvort ætlar hann að halda tryggð við eiginkonuna, eða þjóðina.
Útgefin: 13. mars 2025
20. mars 2025
ÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Marc Webb
Leikin útgáfa af Disney teiknimyndinni Mjallhvíti og dvergunum sjö frá árinu 1937.
Útgefin: 20. mars 2025
20. mars 2025
DramaGlæpaÆviágrip
Leikstjórn Barry Levinson
Ítalsk-bandarísku glæpaforingjarnir Vito Genovese og Frank Costello reka tvær aðskildar glæpafjölskyldur um miðja tuttugustu öldina. Árið 1957 reynir Genovese að ráða Costello af dögum, þó svo að Costello sé hættur í mafíunni.
Útgefin: 20. mars 2025
27. mars 2025
SpennaGamanSpennutryllir
Leikstjórn Robert Olsen, Dan Berk
Nathan Caine fæddist með þann sjaldgæfa kvilla að vera ónæmur fyrir sársauka. Hann ólst upp við mikið öryggi og lærði að borða þannig að hann biti ekki eigin tungu af í ógáti. Og hann lærði að passa sig á að fara reglulega á klósettið. En þegar rán er framið í bankanum hans og kærastan tekin sem gísl, þá verður þessi eiginleiki hans að hans stærsta kosti, og hann heldur af stað í björgunarleiðangur.
Útgefin: 27. mars 2025
27. mars 2025
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn David Ayer
Levon Cade yfirgaf glæstan feril í hernum og sérsveitunum til að lifa einfaldara lífi við byggingarvinnu. En þegar dóttir yfirmanns hans, sem honum þykir vænt um eins og sína eigin, er rænt af mansalshóp, þá leiðir leitin hann inn í heim sem er spilltari en hann gat nokkurn tímann ímyndað sér.
Útgefin: 27. mars 2025
2. apríl 2025
SpennaÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Jared Hess
Velkomin í Minecraft heiminn þar sem sköpunargáfan hjálpar þér ekki aðeins að skapa, heldur er þér lífsnauðsynleg! Fjórar ólíkar persónur, Garrett "The Garbage Man" Garrison, Henry, Natalie og Dawn dragast skyndilega inn um dularfull hlið inn í Overworld: undarlegt kubba-ævintýraland sem lifir á ímyndunarafli. Til að ná að komast aftur heim þá þurfa þau að læra á þennan heim og vernda hann gegn illum öflum eins og Piglins og Uppvakningum. Einnig þurfa þau að fara í töfraferð með nýjum smiði, Steve. Saman mun ævintýrið reynast mikil áskorun fyrir hina skapandi eiginleika hvers og eins - sömu eiginleika og þau nota í raunheimum.
Útgefin: 2. apríl 2025
10. apríl 2025
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn James Hawes
Bráðsnjall en einrænn dulmálssérfræðingur hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, tekur málin í eigin hendur þegar yfirmenn hans halda að sér höndum, eftir að eiginkona hans lætur lífið í hryðjuverkaárás í Lundúnum.
Útgefin: 10. apríl 2025
10. apríl 2025
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Christopher Landon
Einstæð móðir og ekkja, Violet, er að fara á sitt fyrsta stefnumót í mörg ár á flottu veitingahúsi. Það verður henni mikill léttir að sjá að maðurinn, Henry, er bæði meira heillandi og myndarlegri en hún bjóst við. En andrúmsloftið milli þeirra fer að súrna þegar hún fer stöðugt að fá einhver nafnlaus skilaboð í símann.
Útgefin: 10. apríl 2025
17. apríl 2025
DramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Ryan Coogler
Tvíburabræður í leit að betra lífi snúa aftur í gamla heimabæinn. Þar býður þeirra meiri illska en þeir hafa áður kynnst.
Útgefin: 17. apríl 2025
17. apríl 2025
FjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Jon Holmberg
Villa hefur alltaf dreymt um að verða ofurhetja og berjast við glæpi við hlið föður síns. Þessi draumur verður að engu þegar litli bróðir Villa, Kalli, fæðist. Kalli fær alla athyglina og að auki hefur hann ofurkrafta. Þegar ofur- illmenni og illur vísindamaður stefna á að taka yfir borgina, verða Villi og Kalli að leggja ágreining sinn til hliðar og vinna saman sem teymi. Geta ungabarn og öfundsjúkur bróðir hans bjargað borginni?
Útgefin: 17. apríl 2025
23. apríl 2025
DramaHrollvekja
Leikstjórn David F. Sandberg
Átta vinir eru fastir í skíðaskála lengst uppi í fjalli og uppgötva að þeir eru ekki einir. Óttinn og spennan eykst og þeir þurfa að hafa sig alla við til að þrauka í gegnum nóttina.
Útgefin: 23. apríl 2025
24. apríl 2025
SpennaDramaGlæpa
Leikstjórn Gavin O'Connor
Þegar fyrrum yfirmaður Medina er drepinn af óþekktum leigumorðingjum neyðist hún til að leita hjálpar hjá Christian. Með hjálp bróður síns, hins stórhættulega Brax, hefst hinn bráðsnjalli Chris handa við að leysa málið og notar til þess vafasamar aðferðir að vanda.
Útgefin: 24. apríl 2025
30. apríl 2025
SpennaGlæpaÆvintýri
Leikstjórn Jake Schreier
Hópur ólíkra andhetja sem enga virðingu ber fyrir neinu, með hinn þunglynda leigumorðingja Yelena Belova fremsta í flokki, þurfa að koma bandarískum almenningi til hjálpar þegar ljóst er að Avengers flokknum er ekki til að dreifa.
Útgefin: 30. apríl 2025
8. maí 2025
Drama
Leikstjórn Kogonada
David fer í brúðkaup í gamla bílnum sínum. Þar hittir hann Sarah og saman fara þau í ferðalag sem GPS leiðsögukerfi bifreiðarinnar stingur upp á. Á leiðinni ræða þau fortíðina og skoða landslagið, og tengjast dýpri böndum. Þegar þau horfa fram á veginn og inn í framtíðina standa þau frammi fyrir erfiðri ákvörðun um sambandið.
Útgefin: 8. maí 2025
15. maí 2025
22. maí 2025
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Dean Fleischer Camp
Leikin útgáfa af hinni sígildu Disney teiknimynd Lilo and Stich.
Útgefin: 22. maí 2025
29. maí 2025
SpennaDramaFjölskylda
Leikstjórn Jonathan Entwistle
Daniel kemur til Beijing þar sem Hr. Han bíður hans. Han er kominn með nýjan skjólstæðing Li Fong. Kennararnir tveir taka höndum saman til að leiðbeina Li Fong en svo er að sjá hvort aðferðir þeirra passi saman og skili árangri.
Útgefin: 29. maí 2025
5. júní 2025
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn Len Wiseman
Ungur kvenkyns leigumorðingi leitar hefnda gegn fólkinu sem drap fjölskyldu hennar. Myndin gerist á sama tíma og atburðirnir í John Wick: Chapter 3 - Parabellum.
Útgefin: 5. júní 2025
12. júní 2025
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Dean Deblois
Ungur víkingur, sem býr á eynni Berk þar sem víkingar og drekar hafa löngum eldað grátt silfur, vill verða drekaveiðimaður og vingast óvænt við ungan dreka, Tannlausa. Vinátta þeirra sýnir hið sanna eðli dreka og á eftir að hrista upp í víkingasamfélaginu.
Útgefin: 12. júní 2025
13. júní 2025
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Adrian Molina
Elio á erfitt með að falla inn í hópinn þar til hann er numinn brott af geimverum og er valinn til að vera sendiherra Jarðar í alheiminum, á sama tíma og Olga móðir hans vinnur í háleynilegu verkefni við að afkóða skilaboð frá geimverum.
Útgefin: 13. júní 2025
19. júní 2025
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Danny Boyle
Það eru næstum þrír áratugir liðnir síðan veiran slapp úr efnavopnarannsóknarstofu, og núna, í hámarks öryggiseinangrun, hafa nokkrar náð að lifa af í þeim smituðu. Einn slíkur hópur eftirlifenda býr á lítilli eyju sem tengist meginlandinu með upphækkuðum vegi. Þegar einn úr hópnum fer af eynni yfir á meginlandið kemst hann að leyndarmálum, undrum, og hryllingi sem hefur stökkbreytt ekki bara þeim sýktu heldur öðrum eftirlifendum líka.
Útgefin: 19. júní 2025
26. júní 2025
DramaÍþróttir
Leikstjórn Joseph Kosinski
Kappakstursgoðsögnin Sonny Hayes er fenginn til að taka ökuhanskana af hillunni til að leiða Formúlu 1 lið til sigurs. Á sama tíma og hann leiðbeinir einnig ungum og efnilegum ökuþór fær hann eitt tækifæri enn í sviðsljósinu.
Útgefin: 26. júní 2025
26. júní 2025
HrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Gerard Johnstone
Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 26. júní 2025
10. júlí; 2025
SpennaÆvintýri
Leikstjórn James Gunn
Superman reynir að samræma kryptonska arfleifð sína og uppvöxt á Jörðu sem Clark Kent. Hann er holdtekja sannleikans, réttlætisins og bandarískra gilda í heimi sem lítur á þetta allt saman sem gamaldags viðhorf.
Útgefin: 10. júlí 2025
17. júlí; 2025
HrollvekjaSpennutryllir
Hópur unglinga úr forréttindastétt, ásamt einum öðrum félaga þeirra, verður valdur að dauða manneskju og þau reyna að hylma yfir málið. Ári síðar er ráðist á þau og þau drepin hvert á fætur öðru af aðila sem veit hvað þau gerðu sumarið áður.
Útgefin: 17. júlí 2025
24. júlí; 2025
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Matt Shakman
Myndin gerist í framtíðarlegum heimi sjöunda áratugar síðustu aldar. Hin fjögur fræknu þurfa að standa saman og styrkja fjölskyldutengslin til að verja Jörðina fyrir geimguðinum Galactusi og hinum dularfulla sendiboða hans, Silver Surfer.
Útgefin: 24. júlí 2025
14. ágúst 2025
16. október 2025
Drama
Leikstjórn Payal Kapadia
Daglegt líf hjúkrunarfræðingsins Prabha, sem býr í Mumbai á Indlandi, fer úr skorðum þegar hún fær óvænta gjöf frá fyrrum eiginmanni sínum. Yngri herbergisfélagi hennar, Anu, reynir að finna stað í borginni þar sem hún getur verið ein með kærastanum. Ferð í strandbæ gerir þeim kleift að finna næði fyrir þrár sínar og drauma.
Útgefin: 16. október 2025
1. júlí; 2026
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Walt Dohrn
Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 1. júlí 2026