Náðu í appið

Væntanlegt í bíó

27. september 2023
Drama
Leikstjórn Krzysztof Zanussi
Hinn ungi stærðfræðisnillingur David hefur helgað líf sitt því að læra prímtölur. En þegar hann kynnist fjarskyldum frænda sínum, Joachim, verður breyting á forgangsatriðum í lífi hans. Fundur þeirra hefur mikil áhrif á báða og vekur upp langar samræður um skipan heimsins og tilgang lífsins.
Útgefin: 27. september 2023
28. september 2023
GamanRómantíkGlæpa
Leikstjórn Louis Garrel
Við fylgjumst með Abel sem kemst að því að móðir hans er í þann mund að fara giftast fanga sem er að losna úr fangelsi. Hann tekur því vægast sagt illa og reynir allt til þess að afstýra sambandinu. Þangað til að hann hittir nýja stjúpföður sinn. Þá breytist allt …
Útgefin: 28. september 2023
29. september 2023
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Gareth Edwards
Mitt í framtíðarstríði á milli mannkyns og gervigreindar, er Joshua, grjótharður fyrrum sérsveitarmaður sem syrgir eiginkonu sína, ráðinn til að elta uppi og drepa Skaparann (e. Creator), arkitekt hinnar háþróuðu gervigreindar sem skapað hefur dularfullt vopn sem getur bundið endi á stríðið og mannkynið sömuleiðis.
Útgefin: 29. september 2023
29. september 2023
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Cal Brunker
Töfraloftsteinn fellur til jarðar í Ævintýraborg og gefur Hvolpasveitinni ofurkrafta. Fyrir Skye, yngsta meðlim sveitarinnar, eru kraftarnir draumur sem rætist. En hlutirnir taka óvænta stefnu þegar Humdinger sleppur úr fangelsi og gengur til liðs við brjálaðan vísindamann sem vill stela ofurkröftunum. Nú eru örlög Ævintýraborgar í höndum Hvolpasveitarinnar sem þarf að stöðva óþokkana áður en það verður um seinan.
Útgefin: 29. september 2023
29. september 2023
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Ninna Pálmadóttir
Myndin fjallar um bóndann Gunnar sem er tilneyddur að flytja til borgarinnar þegar ríkið tekur jörð hans yfir til virkjunarframkvæmda. Kynni af blaðburðardrengnum Ara umbreytir lífi þeirra beggja.
Útgefin: 29. september 2023
1. október 2023
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn Atlee
Æsispennandi hasar - spennumynd sem fjallar um tilfinningalegt ferðalag manns sem vill leiðrétta ranglæti í samfélaginu og gera upp hluti úr fortíðinni. Drifkrafturinn er hefnd og að efna loforð sem hann gaf mörgum árum áður.
Útgefin: 1. október 2023
6. október 2023
Hrollvekja
Leikstjórn David Gordon Green
Framhald The Exorcist frá árinu 1973 sem fjallaði um 12 ára stúlku sem var andsetin af djöfullegum krafti, sem knúði móður hennar til að leita hjálpar hjá tveimur prestum. Hér er það faðir andsetins barns sem leitar hjálpar hjá móðurinni.
Útgefin: 6. október 2023
7. október 2023
SpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Bartosz Konopka
Dularfullt bílslys umbreytir lífi Macieks. Eiginkona hans Janina deyr í slysinu. Líklegast var hún að fremja sjálfsmorð. En Maciek veit ekki af hverju slysið átti sér stað nálægt Mragowo, þar sem Janina hafði sagst ætla að fara í vinnuferð til Krakow. Gerði hún mistök? Eða var hún að segja ósatt? Getur verið að Maciek hafi ekki þekkt eiginkonu sína nema að litlu leiti?
Útgefin: 7. október 2023
12. október 2023
Drama
Leikstjórn Susana Nobre
Við fylgjumst með Helenu sem vinnur hjá kvikmyndaframleiðslufyrirtæki. Eftir andlát móður hennar breytist lífið og hún fer að eyða meiri tíma í sjálfa sig, fer út að dansa og skemmta sér.
Útgefin: 12. október 2023
13. október 2023
DramaTeiknað
Við fylgjumst með ungri sveitastúlku sem giftist ríkum manni sem er mikið eldri en hún. Stórmynd, þar sem hver rammi er handmálaður, saga sem byggð er bók sem hlaut Nóbelsverðlaunin.
Útgefin: 13. október 2023
13. október 2023
GamanDramaÆviágrip
Leikstjórn Craig Gillespie
Segir frá ringulreiðinni á verðbréfamarkaðnum á Wall Street eftir að hlutabréf verslunarfyrirtækisins GameStop tóku stökk vegna Reddit pósta. Í miðpunkti sögunnar er hinn ofurvenjulegi Keith Gill sem byrjar að eyða öllum sparnaði sínum í bréfin og birta færslur um það á Reddit samfélagsmiðlinum. Þegar færslur hans fara að fá mikinn lestur, verður sannkölluð sprenging í hans lífi og allra í kringum hann. Þegar hlutabréfaráð eins og þetta nær slíkum hæðum verða allir ríkir, þar til milljarðamæringur ákveður að berjast á móti og heimur allra snýst við á örskotsstundu.
Útgefin: 13. október 2023
13. október 2023
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Kevin Greutert
John Kramer er á leið til Mexíkó þar sem hann vonast eftir að fá að taka þátt í nýrri en áhættusamri krabbameinsmeðferð sem lofar góðu. Þegar þangað er komið áttar hann sig á að hann hefur verið plataður og er fórnarlamb netsvika. Nú hefur hann fundið nýjan tilgang. Þessi alræmdi fjöldamorðingi tekur aftur til starfa og hefnir sín á svikahröppunum með því að leggja fyrir þá útsmognar og hugvitsamlega snarklikkaðar þrautir.
Útgefin: 13. október 2023
13. október 2023
DramaÍslensk mynd
Ung stúlka dvelur hjá ömmu sinni og afa í borginni á meðan hún þreytir inntökupróf í listhóp. Þegar fjölskyldan, sem hefur ekki hist í langan tíma, kemur saman til að fagna inntöku hennar í hópinn koma ljót fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og kvöldið endar með hræðilegum harmleik.
Útgefin: 13. október 2023
19. október 2023
GamanDrama
Leikstjórn Aki Kaurismäki
Tvær einmana sálir mætast fyrir tilviljun eina örlagaríka nótt í Helsinki. Mun þetta verða fyrsta ástin í lífi beggja?
Útgefin: 19. október 2023
20. október 2023
DramaGlæpaSöguleg
Leikstjórn Martin Scorsese
Þegar olía finnst á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar í Oklohoma í Bandaríkjunum í landi Osaga þjóðarinnar, þá er Osaga fólkið myrt eitt af öðru á dularfullan hátt þar til alríkislögreglan FBI, þar á meðal forstjóri stofnunarinnar J. Edgar Hoover, kemur til skjalanna til að leysa gátuna.
Útgefin: 20. október 2023
20. október 2023
SpennaGaman
Leikstjórn Pierre Morel
Mason Petit er fyrrum þjóðvarðliði en nú fjölskyldumaður og lífið er alls ekki eins spennandi og eitt sinn var. Hættulegir leiðangrar heyra nú sögunni til. Hann sinnir leiðinlegum lögmannsstörfum og hjónabandið er í andaslitrunum. Allt þetta breytist þegar fyrrum félagi úr hernum býður honum nýtt starf, að vera öryggisvörður hinnar margverðlaunuðu og hugdjörfu blaðakonu Claire Wellington, sem er nýbúin að landa einkaviðtali við alræmdan og sérvitran suður-amerískan einræðisherra, Venegas. Petit grípur tækifærið fegins hendi og hoppar upp í flugvél. Þegar hann lendir á áfangastað er ljóst að hann hefur farið úr öskunni í eldinn. Hann blandast í blóðuga valdaránstilraun og þarf nú að vinna náið með Wellington og hinum siðferðilega vafasama Venegas til að sleppa lifandi úr landinu.
Útgefin: 20. október 2023
22. október 2023
Drama
Leikstjórn Shôhei Imamura
Myndin segir frá Orin sem er 69 ára, við hestaheilsu og býr í litlu afskekktu þorpi í Japan á 19. öld. Þar er lífsbaráttan hörð og fólkið örvæntingarfullt og grimmt. Hefð er fyrir því að þegar fólk nær stjötíu ára aldri er farið með það til fjalla til að deyja úr hungri í einsemd. Orin verður vitni að því þegar nágranni hennar er dreginn nauðugur til fjalla og ákveður að verða sjálf ekki þessháttar byrði. Hún eyðir því síðasta árinu í að undirbúa brottför og stærsta verkefnið er að finna hentuga konu fyrir son sinn.
Útgefin: 22. október 2023
26. október 2023
DramaGlæpaRáðgáta
Leikstjórn Dominik Moll
Við fylgjumst með rannsóknarlögreglumanni sem getur ekki hætt að hugsa um morðið á Clöru – hvað gerðist eiginlega þetta kvöld?
Útgefin: 26. október 2023
27. október 2023
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Walt Dohrn
Poppy kemst að því að Branch var einu sinni í strákabandinu BroZone, ásamt bræðrum sínum Floyd, John Dory, Spruce og Clay. En þegar Floyd er rænt þá fara Branch og Poppy af stað til að finna Floyd og sameina bræðurna.
Útgefin: 27. október 2023
27. október 2023
Hrollvekja
Leikstjórn Emma Tammi
Mike Schmidt, sem er nýbyrjaður sem næturvörður á matstofu bæjarins, Freddy Fazbar´s Pizza, kemst að því á sinni fyrstu vakt að nóttin á ekki eftir að verða jafn auðveld og hann hélt. Svo virðist sem leikmunirnir á staðnum séu ekki bara vélmenni. Þeir eru lifandi. Mun honum takast að lifa af fyrstu fimm vaktirnar?
Útgefin: 27. október 2023
27. október 2023
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Malik Kleist
Átta ár eru liðin síðan hið goðsagnakennda Qivittoq réðist á sex ungmenni í kvikmyndinni Qaqqat Alanngui. Tuuma er leiðsögumaður í Nuuk á Grænlandi og fer með ferðamenn í útsýnissiglingar. Á einni slíkri siglingu spyrja ferðamennirnir hvort þau geti farið á staðinn þar sem ráðist var á ungmennin og þá breytist allt ...
Útgefin: 27. október 2023
28. október 2023
DramaStríð
Leikstjórn Gunnar Vikene
Dramatísk mynd sem segir söguna af því þegar sjómaðurinn Alfreð er staddur á miðju Atlantshafi þegar Síðari heimsstyrjöldin brýst út. Þá vandast málin því skipverjar hans eru óvopnaðir ....
Útgefin: 28. október 2023
28. október 2023
GamanDrama
Leikstjórn Anna Maliszewska
Eftir að úkraínsk barnfóstran deyr skyndilega, fer einmana faðir með dóttur sína Misku og vinkonuna Lenu í ferðalag á jeppanum sem leiðir þau til Úkraínu, heimalands Lenu. Mun þríeykið höndla flutning á frosnum fiski, smygl á líki og því að eiga ekki heimili?
Útgefin: 28. október 2023
29. október 2023
GamanDrama
Leikstjórn Aleksi Salmenperä
Veröld hinnar 16 ára Eveliinu hrynur í einni svipan þegar hún kemst að því að móðir hennar heldur við konu. Hún gerir allt sem hún getur til að stöðva ástarsamband þeirra svo að foreldrar hennar nái aftur saman.
Útgefin: 29. október 2023
30. október 2023
Drama
Leikstjórn Milad Alami
Þegar tilveru íranska glímumannsins Imans er umturnað flýr hann til Svíþjóðar með fjölskyldu sína. Ógnvekjandi leyndarmál ólgar undir yfirborðinu sem getur sundrað fjölskyldunni og þvingað Iman til að horfast í augu við fortíð sína.
Útgefin: 30. október 2023
30. október 2023
GamanDramaSöguleg
Leikstjórn Frederikke Aspöck
Við erum stödd í Dönsku Vestur- Indíum og árið er 1948. Vinkonurnar Anna og Petrína eiga ólíkt líf. Önnur er frjáls en hin er ambátt. En þegar orðrómur um uppreisn fer á kreik breytist allt ...
Útgefin: 30. október 2023
2. nóvember 2023
Heimildarmynd
Leikstjórn Kaouther Ben Hania
Við erum stödd í Túnis. Olfa á fjórar dætur. Einn daginn hverfa tvær þeirra – en til að fylla inn í skarðið mætir kvikmyndagerðarkonan Kaouther Ben Hania með leikkonur til að endurlifa söguna.
Útgefin: 2. nóvember 2023
10. nóvember 2023
SpennaÆvintýri
Leikstjórn Nia DaCosta
Carol Danvers, eða Captain Marvel, hefur endurheimt stöðu sína frá Kree einræðisvaldinu og hefnt sín á Supreme Intelligence. En afleiðingar af því eru að Carol ber nú ábyrgð á alheimi í ójafnvægi. Þegar hún þarf að sinna verkefni sem snýr að afbrigðilegum ormagöngum og tengjast Kree uppreisnarhópi, blandast ofurkraftar hennar við Kamala Khan, öðru nafni Ms. Marvel, og frænku Carol, S.A.B.E.R. geimfarann Captain Monica Rambeau. Saman verður þrenningin að vinna að því að bjarga alheiminum.
Útgefin: 10. nóvember 2023
16. nóvember 2023
DramaHeimildarmynd
Leikstjórn Raul Domingues
Fortíðin lumar á ýmsum sögum. Tveir afbrotamenn komu til að afplána refsingu sína og tóku að sér að rækta óræktað land. Afkomendur þeirra þurfa að takast á við landið eftir þeirra dag. Berfætt kona kemur til sögunnar þar sem hún yrkir landið og laufblað eitt kemur henni á óvart.
Útgefin: 16. nóvember 2023
17. nóvember 2023
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Francis Lawrence
Myndin segir frá hinum 18 ára gamla Coriolanus Snow, mörgum árum áður en hann varð einræðisherra Panem. Hinn ungi Snow er myndarlegur og heillandi og þó að lífið hafi verið erfitt hjá Snow fjölskyldunni, þá sér hann möguleika á breytingum þegar hann er valinn til að vera leiðbeinandi fyrir tíundu Hungurleikana. Lærisveinn hans er stúlkan Lucy Gray Baird úr hinu fátæka tólfta hverfi.
Útgefin: 17. nóvember 2023
17. nóvember 2023
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Eli Roth
Eftir að uppreisn á Svarta föstudeginum endar á hörmulegan hátt, þá herjar dularfullur morðingi sem sækir innblástur í Þakkargjörðarhátíðina, á íbúa Plymouth, Massachusetts - sem er fæðingarbær hins alræmda frídags.
Útgefin: 17. nóvember 2023
19. nóvember 2023
RómantíkDrama
Leikstjórn Teuvo Tulio
Finnsk, dramatísk kvikmynd eftir Teuvo Tulio sem segir frá Riitu, dóttur gamaldags og strangs föður sem er vitavörður í afskekktri sveit. Riita hittir ríkan skipbrotsmann sem heillast af henni og hún ákveður að strjúka með honum til stórborgarinnar. En í staðinn fyrir glæsilegt stórborgarlíf stendur hún eftir svikin og niðurlægð og neyðist til að stunda vændi til að eiga í sig og á, þangað til hún kynnist listamanni sem segist elska hana.
Útgefin: 19. nóvember 2023
23. nóvember 2023
Heimildarmynd
Leikstjórn Anna Hints
Leikarar: Kadi Kivilo
Heimildarmynd þar sem fylgst er með konum sem endurheimta styrk sinn í saunaböðum. Þær tengjast nánum böndum, deila reynslu sinni og leyndarmálum sem áhorfandinn fær að taka þátt í.
Útgefin: 23. nóvember 2023
24. nóvember 2023
GamanÆvintýriTeiknað
Hér segir frá hinni ungu Asha sem óskar sér og fær beinskeittara svar en hana hafði órað fyrir þegar óþekk stjarna kemur til hennar beint af himnum ofan.
Útgefin: 24. nóvember 2023
24. nóvember 2023
SpennaDramaÆviágrip
Leikstjórn Ridley Scott
Mynd um Napóleon Bonaparte Frakkakeisara og leið hans til valda, séð í gegnum sjónarhorn viðkvæms sambands hans og eiginkonunnar og einu sönnu ástar, Josephine.
Útgefin: 24. nóvember 2023
30. nóvember 2023
Drama
Leikstjórn Selma Vilhunen
Miðaldra par ákveður að opna hjónaband sitt eftir að upp kemst um framhjáhald eiginmannsins.
Útgefin: 30. nóvember 2023
1. desember 2023
DramaGlæpa
Leikstjórn Jeff Nichols
Mótorhjólaklúbbur í miðvesturríkjum Bandaríkjanna á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar þróast á verri veg sem ógnar einstökum lífsstíl hópsins fram að því.
Útgefin: 1. desember 2023
3. desember 2023
RómantíkDrama
Leikstjórn Teuvo Tulio
Lappneska stúlkan Laila, einkadóttir hreindýrahirðis, bjargar orrustuflugmanni Nasista sem hrapað hafði í flugvél sinni í Seinni heimsstyrjöldinni. Þau fella hugi saman og fara til borgarinnar þar sem nútíminn fer um þau ómildum höndum og við tekur tímabil niðurlægingar.
Útgefin: 3. desember 2023
8. desember 2023
ÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Andrea Eckerbom
Jólin eru að koma og það er ys og þys á Jólamarkaðinum í bænum. Mariann sér sætan bangsa í efstu hillunni í tombólubásnum. Er hann lifandi? Mariann verður að eignast hann en bangsi hefur aðrar hugmyndir. Hann vill komast í eigu ríkrar fjölskyldu sem getur kennt honum allt um heiminn.
Útgefin: 8. desember 2023
13. desember 2023
GamanÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Paul King
Hinn ungi Willy Wonka leggur af stað í þá vegferð að breiða út gleði í gegnum súkkulaði, og slær fljótlega í gegn.
Útgefin: 13. desember 2023
20. desember 2023
SpennaÆvintýri
Leikstjórn James Wan
Black Manta, sem mistókst að sigra Aquaman í fyrstu atrennu, er enn ákafur í að hefna föður síns, og mun ekki hætta fyrr en Aquaman er allur. Black Manta er óárennilegri en nokkru sinni fyrr og hefur öðlast krafta hins goðsagnakennda svarta þríforks, sem leysir úr læðingi ævaforna og illa orku. Til að sigra í þessari baráttu snýr Aquaman sér til bróður síns Orm, fyrrum konungs Atlantis, og biður um aðstoð. Saman þurfa þeir að setja eigin ágreiningsmál til hliðar til að vernda konungsríkið og bjarga fjölskyldu Aquaman og heiminum öllum frá gereyðingu.
Útgefin: 20. desember 2023
26. desember 2023
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Benjamin Renner
Andafjölskylda reynir að sannfæra ofverndandi föðurinn um að fara í besta sumarfrí allra tíma.
Útgefin: 26. desember 2023
5. janúar 2024
GamanDramaÍþróttir
Leikstjórn Taika Waititi
Sagan af hinu hræðilega lélega fótboltaliði Bandarísku Samóaeyja sem þekkt varð fyrir 31-0 tap gegn Ástralíu árið 2001. Nú er undankeppni fyrir heimsmeistaramótið 2014 á næsta leiti og nýr þjálfari er ráðinn til að hífa gengi liðsins upp.
Útgefin: 5. janúar 2024
5. janúar 2024
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Michael Mann
Myndin gerist sumarið 1957. Fyrrum kappakstursmaður, Ferrari, er í vanda. Gjaldþrot vofir yfir fyrirtækinu sem hann og kona hans byggðu upp úr engu tíu árum áður. Stormasamt hjónaband þeirra stendur á brauðfótum á sama tíma og þau syrgja son sinn. Ferrari ákveður að taka áhættu og fara í einn kappakstur enn, eitt þúsund mílna leið yfir Ítalíu þvera og endilanga, hinn goðsagnakennda Mille Miglia.
Útgefin: 5. janúar 2024
5. janúar 2024
GamanRómantík
Leikstjórn Will Gluck
Tveir erkióvinir síðan úr menntaskóla hittast á ný mörgum árum eftir útskrift og þykjast vera elskendur, af persónulegum ástæðum.
Útgefin: 5. janúar 2024
5. janúar 2024
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Bryce McGuire
Myndin fjallar um konu sem er að synda í sundlauginni heima hjá sér þegar illur andi hrellir hana.
Útgefin: 5. janúar 2024
12. janúar 2024
12. janúar 2024
DramaÆvintýriSöguleg
Leikstjórn Jeymes Samuel
Lítt færsæll Jerúsalembúi tekur misráðna ákvörðun um að reyna að græða á vaxandi vinsældum Jesú Krists. Hugmyndin leiðir hann í mikla innri trúarleit og inn á óvænta braut.
Útgefin: 12. janúar 2024
19. janúar 2024
DramaSöngleikur
Leikstjórn Blitz Bazawule
Söngleikjaútgáfa af skáldsögu Alice Walker um lífshlaup konu af afrísk amerískum ættum í suðurríkjum Bandaríkjanna snemma á tuttugustu öldinni.
Útgefin: 19. janúar 2024
26. janúar 2024
RómantíkVísindaskáldskapur
Leikstjórn Yorgos Lanthimos
Bella Baxter er vakin aftur til lífsins af hinum bráðsnjalla en óhefðbundna vísindamanni Dr. Godwin Baxter. Hungruð í að kynnaset heiminum betur þá strýkur hún með lögfræðingnum Duncan Wedderburn og lendir í ýmsum ævintýrum.
Útgefin: 26. janúar 2024
1. febrúar 2024
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Jessica Hausner
Ungfrú Novak gengur til liðs við starfsfólk alþjóðlegs heimavistarskóla til að kenna meðvitaða matarhegðun og hvetur nemendur sína til þess að borða minna.
Útgefin: 1. febrúar 2024
2. febrúar 2024
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn Matthew Vaughn
Besti njósnari í heimi, Argylle, lendir í ævintýri sem teygir sig um allan heim.
Útgefin: 2. febrúar 2024
9. febrúar 2024
DramaÆvintýri
Leikstjórn Andrew Haigh
Kvöld eitt er handritshöfundurinn Adam heima hjá sér þar sem hann býr í hálftómri blokk í Lundúnum nútímans og hittir dularfullan nágranna sinn Harry, sem breytir tilveru hans. Adam og Harry verða sífellt nánari og dag einn fer Adam á æskuheimili sitt og kemst að því að löngu dánir foreldrar hans búa þar bæði og líta út eins og þau gerðu daginn sem þau dóu fyrir 30 árum síðan.
Útgefin: 9. febrúar 2024
9. febrúar 2024
RómantíkDrama
Leikstjórn Justin Baldoni
Lily telur sig hafa fundið hina einu sönnu ást með Ryle, en þegar erfitt atvik vekur upp gamalt áfall, þarf hún að finna með sjálfri sér hvort ástin ein dugi til að láta hjónabandið lifa. En hlutirnir flækjast þegar gamall kærasti kemur til sögunnar.
Útgefin: 9. febrúar 2024
15. mars 2024
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Denis Villeneuve
Í þessari framhaldsmynd af Dune verður sagt frá ferðum Paul Atreides ásamt Chani og Fremen á plánetunni Arrakis, og hefndum gegn þeim sem lögðu á ráðin um árásina og drápið á Atreides fjölskyldunni. Paul stendur frammi fyrir erfiðu vali á milli draumaprinsessunnar og örlögum alheimsins. Markmiðið er að koma í veg fyrir hræðilega framtíð sem hann einn veit hver verður.
Útgefin: 15. mars 2024
26. apríl 2024
RómantíkDramaÍþróttir
Leikstjórn Luca Guadagnino
Þrír tennisleikarar, sem þekktust þegar þau voru ung, taka þátt í tenniskeppni á stóra sviðinu. Samkeppnin er hörð bæði innan vallar og utan og gamlir árekstrar og misklíð koma aftur upp á yfirborðið.
Útgefin: 26. apríl 2024
2. ágúst 2024
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Carlos Saldanha
Harold er ungur drengur sem fer í töfrandi ferðalag með hjálp fjólublás vaxlitar.
Útgefin: 2. ágúst 2024
30. ágúst 2024
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn J.C. Chandor
Rússneski innflytjandinn Sergei Kravinoff vill sanna að hann sé besti veiðimaður í heimi. Hann leitar að ástinni í nýjum raunveruleikaþætti "Who's Kraven A Piece?"
Útgefin: 30. ágúst 2024
2. september 2024
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Fjölnir Baldursson
Myndin fjallar um Arnór, ungan mann sem hlotið hefur erfitt hlutskipti í lífinu með alkóhólískan föður og móður sem berst við geðrænan sjúkdóm. Er hann reynir að finna sjálfan sig leiðist hann út í fíkniefnaneyslu og kynnist misjöfnu fólki sem leiða hann í ógöngur. Hann endar á því að selja fíkniefni. Líf hans flækist svo enn meira þegar hann lendir í ástarþríhyrningi milli fíkniefnalögreglu og – sala.
Útgefin: 2. september 2024