Náðu í appið

Væntanlegt í bíó

11. ágúst 2022
Drama
Leikstjórn Maria Clara Escobar
Söguþráður Ung kona hverfur sporlaust frá eiginmanni sínum og syni. Úr verður tilfinningalegur rússibani.
Útgefin: 11. ágúst 2022
12. ágúst 2022
HrollvekjaVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Jordan Peele
Söguþráður Systkinin OJ og Emerald Haywood búa á búgarði í gili langt uppi í sveit í Kaliforníu. Þau verða vitni að yfirnáttúrulegum atburðum þegar hlutir byrja að falla af himnum ofan. Þau reyna að ná myndbandi af fyrirbærunum með aðstoð sölumannsins Angel Torres og heimildarmyndagerðarmannsins Antlers Holst.
Útgefin: 12. ágúst 2022
12. ágúst 2022
SpennumyndGamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Spennuþrungin og sprenghlægileg teiknimynd byggð á sígildri klassík Mel Brooks, Blazing Saddles. Hank er úrræðagóður hundur sem á sér draum um að verða samúræi. Hann kemur til lands þar sem eingöngu kettir búa. Og eins og allir vita þá virkilega hata kettir hunda.
Útgefin: 12. ágúst 2022
17. ágúst 2022
Gamanmynd
Leikstjórn Jay Chandrasekhar
Söguþráður Myndin fjallar um mann sem kemur heim til að vera með líflegri fjölskyldu sinni á Páskunum. Myndin er einsonar ástarbréf grínistans Jo Koy til filippeyska - bandaríska samfélagsins í Bandaríkjunum.
Útgefin: 17. ágúst 2022
18. ágúst 2022
SpennumyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Tetsuro Kodama
Söguþráður Her Rauða borðans úr fortíð Goku snýr aftur með tvö ný vélmenni til að berjast gegn honum og vinum hans.
Útgefin: 18. ágúst 2022
19. ágúst 2022
DramaRáðgáta
Leikstjórn Olivia Newman
Söguþráður Kya Clark, sem bæjarbúum í Barkley Cove þykir dularfull og óútreiknanleg, er yfirgefin ung af fjölskyldu sinni. Myndin segir frá uppvexti hennar á sjötta áratug tuttugustu aldarinnar í suðurríkjum Bandaríkjanna. Dag einn finnst maður myrtur sem Kya átti eitt sinn í ástarsambandi við og hún er nú grunuð um morðið.
Útgefin: 19. ágúst 2022
26. ágúst 2022
DramaSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn Baltasar Kormákur
Söguþráður Faðir og tvær dætur hans á táningsaldri komast í hann krappann þegar gríðarstórt ljón ákveður að sýna þeim hvaða dýr sé efst í fæðukeðjunni á grassléttunni.
Útgefin: 26. ágúst 2022
2. september 2022
RómantískDrama
Leikstjórn Asa Hjorleifsdottir
Söguþráður Myndin fjallar um bóndann Bjarna sem verður ástfanginn af Helgu sem er konan á næsta bæ. Þau hefja ástríðufullt og forboðið ástarsamband en með tímanum fara tilfinningarnar að flæða jafn hömlulaust og hafið sem umkringir þau.
Útgefin: 2. september 2022
9. september 2022
RómantískDramaÆvintýramynd
Leikstjórn George Miller
Söguþráður Einmana kennari á leið til Istanbul í Tyrklandi finnur flösku með anda í sem býður henni þrjár óskir í skiptum fyrir frelsi sitt.
Útgefin: 9. september 2022
15. september 2022
TónlistarmyndHeimildarmynd
Leikstjórn Stian Andersen
Söguþráður Stórkostleg heimildamynd þar sem nýjasta sköpunarverk hljómsveitarinnar a-ha ellefta albúm þeirra True North fæðist í einstökum aðstæðum í stúdíói 90km fyrir norðan heimskautsbauginn. Við fylgjumst við með tónlistarsköpun norska tríósins og innblæstri þeirra frá umhverfi ásamt sérstakri innsýn í líf fólks á norðurhjara veraldar. Myndin er undanfari nýjustu plötu þeirra með sama heiti True North sem kemur út 21. október.
Útgefin: 15. september 2022
16. september 2022
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Ol Parker
Söguþráður Wren Butler, sem er nýútskrifuð úr Chicago háskóla fer með bestu vinkonu sinni Lily í útskriftarferð til Bali. Þar tekur Lily þá skyndiákvörðun að giftast balískum manni sem verður til þess að foreldrar hennar ákveða að fara á eftir henni til að koma í veg fyrir að hún geri sömu mistök og þau gerðu 25 árum fyrr. Wren heldur kyrru fyrir í Bali til að vera við brúðkaupið og verður sjálf ástfangin af lækni sem einnig er heimamaður.
Útgefin: 16. september 2022
16. september 2022
FjölskyldumyndSöngleikurÍslensk mynd
Söguþráður Þegar Hanna og vinir hennar í hljómsveitinni Rauðu Hauskúpunni uppgötva að óprúttnir náungar ætla að sprengja upp skólann á lokaballinu, þurfa þau að beita öllum sínum ráðum til að ná sökudólgnum.
Útgefin: 16. september 2022
23. september 2022
SpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Olivia Wilde
Söguþráður Húsmóðir á sjötta áratug 20. aldarinnar sem býr með eiginmanni sínum í tilraunahverfi, fær á tilfinninguna að hið frábæra fyrirtæki eiginmannsins feli óþægileg leyndarmál.
Útgefin: 23. september 2022
30. september 2022
SpennumyndDramaSöguleg
Söguþráður Söguleg mynd sem sækir innblástur í atburði sem áttu sér stað í konungsdæminu Dahomey, sem var eitt af voldugustu ríkjunum í Afríku á 18. og 19. öldinni.
Útgefin: 30. september 2022
30. september 2022
Hrollvekja
Leikstjórn Oktober Layne
Söguþráður Þegar tveir sjúklingar brjótast út af geðspítala þá er fjandinn laus. Eftir því sem líkin hrannast upp, þá reynir þreytulegur rannsóknarlögreglumaður að bjarga málunum. Mun honum takast að stöðva hina nýstofnuðu myrkrahátíð áður en klikkunin yfirtekur borgina?
Útgefin: 30. september 2022
7. október 2022
FjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Amalie Næsby Fick
Söguþráður Þegar foreldrar Alan skilja neyðist hann til að flytja í glænýjan bæ með föður sínum. Þar kynnist hann Helga sem er mikill áhugamaður um fljúgandi furðuhluti. Ekki líður á löngu þar til geimveran Mæken nauðlendir á leikvellinum hjá Alan. Með þeim myndast mikil vinátta og Alan er staðráðin í að hjálpa Mæke að komast aftur til síns heima.
Útgefin: 7. október 2022
7. október 2022
GamanmyndDrama
Leikstjórn Anthony Fabian
Söguþráður Ný útgáfa af vinsælli sögu Paul Callico um ræstitækni á sjötta áratug tuttugustu aldarinnar í Lundúnum sem heillast af hátískufatnaði frá Christian Dior og ákveður að leggja allt undir til að eignast dressið.
Útgefin: 7. október 2022
7. október 2022
Söguþráður Líf fasteignasalans Hildy Good fer að riðlast þegar hún byrjar með gömlum kærasta frá New York.
Útgefin: 7. október 2022
14. október 2022
Drama
Leikstjórn Elfar Adalsteins
Söguþráður Ef þú leggur við hlustir þá segir Þorpið þér kannski nokkrar ósagðar sögur. Sögur af forstjóranum unga sem dreymir á latínu og fórnar fjölskyldu og glæstum frama fyrir gamlar bækur og stjörnukíki, heljarmenni sem kiknar undan myrkrinu, fínvöxnum syni hans sem tálgar mófugla. Af bóndanum með bassaröddina sem strengir fallegar girðingar en ræður illa við fýsnir holdsins, einmana gröfukalli sem skellir sér í helgarferð til London og gömlum Dodge 55.
Útgefin: 14. október 2022
14. október 2022
DramaStríðsmyndÆviágrip
Leikstjórn Marc Forster
Söguþráður Ung Gyðingastúlka fær skjól hjá dreng og fjölskyldu hans í Frakklandi á tímum Seinni heimsstyrjaldarinnar.
Útgefin: 14. október 2022
21. október 2022
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Jaume Collet-Serra
Söguþráður Fimm þúsund árum eftir að hann öðlaðist yfirnáttúrulega krafta frá egypsku guðunum, en var fangelsaður jafnóðum, þá er Black Adam leystur úr grafhvelfingu sinni. Hann er nú reiðubúinn að útdeila sinni einstöku útgáfu af réttlæti til Jarðarbúa nútímans.
Útgefin: 21. október 2022
28. október 2022
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Nicholas Stoller
Söguþráður Tveir menn sem eiga erfitt með að skuldbinda sig reyna að hefja ástarsamband, þrátt fyrir að vera alltaf afar uppteknir.
Útgefin: 28. október 2022
28. október 2022
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Daniel Stamm
Söguþráður Nunnan Ann, sem er 25 ára, ung og uppreisnargjörn, býr sig undir að framkvæma særingu og við það stendur hún andspænis djöfullegu afli með dularfullri tengingu við fortíð hennar. Í raun er nunnum óheimilt að framkvæma særingar en Ann hefur þrátt fyrir það fengið þjálfun í þeim efnum.
Útgefin: 28. október 2022
28. október 2022
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Will Speck, Josh Gordon
Söguþráður Kvikmynd byggð á barnabók um krókódíl sem býr í New York borg. Hann elskar að hjálpa Primm fjölskyldunni og leika sér við krakkana í hverfinu, en einn nágranninn vill þó að Lyle verði færður í dýragarðinn. Lyle reynir að sanna fyrir Hr. Grumps og kettinum hans Loretta, að hann sé ekki eins slæmur og sumir vilji halda í fyrstu.
Útgefin: 28. október 2022
28. október 2022
Teiknimynd
Leikstjórn Kajsa Næss
Söguþráður Tveir aðalsmenn og kjölturakki fara í háskalega ferð á Norðurpólinn.
Útgefin: 28. október 2022
4. nóvember 2022
DramaSöguleg
Leikstjórn David O. Russell
Söguþráður Amsterdam gerist á fjórða áratug síðustu aldar og segir frá þremur vinum sem verða vitni að morði, en eru sjálfir grunaðir um verknaðinn. Þeir afhjúpa síðan eina svívirðilegastu fyrirætlun í sögu Bandaríkjanna.
Útgefin: 4. nóvember 2022
4. nóvember 2022
GamanmyndÍslensk mynd
Söguþráður Meiksaga hljómsveitar sem á líklega ekki eftir að meika það og er í raun ekki hljómsveit.
Útgefin: 4. nóvember 2022
11. nóvember 2022
SpennumyndDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Ryan Coogler
Söguþráður Framhald Black Panther frá árinu 2018. Við kynnumst hér enn betur heimi Wakanda og persónunum sem þar búa.
Útgefin: 11. nóvember 2022
18. nóvember 2022
GamanmyndHrollvekja
Leikstjórn Mark Mylod
Söguþráður Ungt par fer á fjarlæga eyju til að snæða þar á rándýrum veitingastað þar sem sem matreiðslumaðurinn undirbýr glæsilega máltíð, með nokkrum óvæntum og yfirgengilegum uppákomum.
Útgefin: 18. nóvember 2022
18. nóvember 2022
DramaSpennutryllirÆviágrip
Leikstjórn Ron Howard
Söguþráður Björgunarleiðangur er gerður út í Tælandi þar sem hópur ungra drengja og fótboltaþjálfarinn þeirra eru fastir í neðanjarðarhellum sem flæðir inn í.
Útgefin: 18. nóvember 2022
25. nóvember 2022
SpennumyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Don Hall
Söguþráður Hin goðsagnakenndu Clades eru landkönnunarfjölskylda. Misklíð milli þeirra gæti sett strik í reikning væntanlegs leiðangurs sem er jafnframt sá mikilvægasti til þessa.
Útgefin: 25. nóvember 2022
25. nóvember 2022
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Hlynur Pálmason
Söguþráður Undir lok 19. aldar ferðast ungur danskur prestur til Íslands með það að markmiði að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar á för sinni. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn smám saman tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði.
Útgefin: 25. nóvember 2022
2. desember 2022
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Tommy Wirkola
Söguþráður Hópur málaliða ræðst inn á heimili auðugrar fjölskyldu á aðfangadaga Jóla og tekur alla viðstadda sem gísla. Jólasveinninn þarf nú að grípa til sinna ráða og bjarga Jólunum. Hann er um það bil að sýna öllum að hann er svo sannarlega enginn engill.
Útgefin: 2. desember 2022
16. desember 2022
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn James Cameron
Söguþráður Jake Sully býr með fjölskyldu sinni á hnettinum Pandoru. Þegar gamall óvinur birtist til að halda áfram með það sem frá var horfið, þá þarf Jake að vinna með Neytiri og Na'vi hernum til að bjargja plánetunni.
Útgefin: 16. desember 2022
26. desember 2022
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Stígvélaði kötturinn sér að ástríða hans fyrir ævintýrum er farin að taka sinn toll: Hann hefur eytt átta af níu lífum sínum. Hann fer nú í ævintýraferð til að finna hina goðsagnakenndu Síðustu Ósk til að endurheimta öll níu lífin sín.
Útgefin: 26. desember 2022
26. desember 2022
DramaTónlistarmyndÆviágrip
Leikstjórn Kasi Lemmons
Söguþráður Saga stórsöngkonunnar Whitney Houston allt frá því hún er óþekkt og þar til hún er orðin súperstjarna.
Útgefin: 26. desember 2022
26. desember 2022
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn David F. Sandberg
Söguþráður Framhald Shazam frá árinu 2019.
Útgefin: 26. desember 2022
1. janúar 2023
GamanmyndDrama
Söguþráður Í matarboði í Vesturbænum ákveða sjö vinir að fara í stórhættulegan samkvæmisleik. Viðstaddir leggja símana á borðið og fallast á að öll símtöl og skilaboð sem berast verði deilt með samkomunni til að sanna að ekkert þeirra hafi nokkuð að fela.
Útgefin: 1. janúar 2023
6. janúar 2023
GamanmyndDrama
Leikstjórn Marc Forster
Söguþráður Fúllyndur maður á eftirlaunum vingast óvænt við fjörugan nýjan nágranna sinn.
Útgefin: 6. janúar 2023
10. febrúar 2023
GamanmyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Will Speck, Josh Gordon
Söguþráður Námuverkemaður á loftsteini, sem eftir brotlendingu á plánetu úti í geimnum, þarf að fara í gegnum erfitt landsvæði á sama tíma og súrefnisbirgðirnar eru á þrotum. Ekki bætir úr skák að hann er hundeltur af undarlegum skepnum og þeim eina sem einnig komst lífs af úr slysinu.
Útgefin: 10. febrúar 2023
17. febrúar 2023
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Peyton Reed
Söguþráður Scott Lang og Hope Van Dyne, ásamt Hank Pym og Janet Van Dyne, skoða Skammtaríkið (e. Quantum Realm), þar sem þau eiga í höggi við skrýtnar verur og lenda í ævintýri sem fer framúr öllu sem þau hafa áður kynnst.
Útgefin: 17. febrúar 2023
24. mars 2023
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Chad Stahelski
Söguþráður John Wick tekst nú á við hættulegustu andstæðinga sína til þessa, á sama tíma og lausnargjaldið sem greitt er fyrir að hafa hendur í hári hans, hækkar stöðugt og hefur aldrei verið hærra.
Útgefin: 24. mars 2023
31. mars 2023
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Píparinn Mario ferðast í gegnum neðanjarðarvölundarhús ásamt bróður sínum Luigi, og reynir að frelsa prinsessu úr prísund sinni. Myndin er kvikmyndagerð samnefnds tölvuleiks.
Útgefin: 31. mars 2023
14. apríl 2023
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Bryan Woods, Scott Beck
Söguþráður Geimfari brotlendir á dularfullri plánetu og kemst að því að hann er ekki einn.
Útgefin: 14. apríl 2023
21. apríl 2023
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Gary Dauberman
Söguþráður Rithöfundurinn Ben Mears, sem ólst að hluta til upp í bænum Jerusalem´s Lot í Maine í Bandaríkjunum, sem einnig er þekktur sem Salem´s Lot, snýr aftur eftir 25 ár til að skrifa bók um Marsten House húsið. Það hefur lengi verið í eyði og Mears á slæmar minningar um það frá því hann var barn. Hann kemst fljótlega að því að ævaforn ári er einnig mættur í bæinn til að breyta íbúunum í vampírur. Hann heitir því að stöðva pláguna og bjarga bænum.
Útgefin: 21. apríl 2023
14. júlí; 2023