Náðu í appið
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Bryan Woods, Scott Beck
Það reynir á trúfestu tveggja ungra trúboða sem aðhyllast mormónatrú, þegar þær banka á rangar dyr og miðaldra guðfræðiprófessorinn, hinn djöfullegi Hr. Reed tekur á móti þeim. Stúlkurnar lenda fljótt í lífshættulegum kattar og músar eltingarleik.
SpennaÆvintýriTeiknað
Mannaveiðarasvín tekur að sér nýtt verkefni: Pickles, barnalegan og eldfjörugan fíl. Þó að hann ætli upphaflega að fanga hinn hressilega þykkskinnung, þá enda þeir með því að þvælast um heiminn í ævintýri sem kallar fram það besta í þeim báðum.
Drama
Leikstjórn Thomas Napper
Eftir dauða eiginmanns síns þá fer frú Clicquot gegn venjum og siðum með því að taka við stjórnartaumum í vínfyrirtæki þeirra hjóna. Hún hlustar ekki á gagnrýnisraddir og tekst að lokum að umbylta kampavínsiðnaðinum og verður á endanum ein mesta athafnakona heims.
Drama
Leikstjórn Janis Pugh
Hversdagslegt líf Helen í kjúklingaverksmiðjunni tekur óvænta stefnu þegar Joanne snýr aftur, en þær voru skotnar í hvorri annarri sem unglingar. Þegar þær verða ástfangnar lifnar Helen öll við en Joanne þarf að glíma við eitthvað drungalegt úr fortíðinni.
Spenna
Leikstjórn Dimitri Logothetis
Hermaðurinn fyrrverandi Lee Gunner, sem er í tjaldútilegu með tveimur sonum sínum, þarf að bjarga þeim úr háska þegar ofbeldisfullt mótorhjólagengi rænir þeim eftir að feðgarnir komast óvart á snoðir um risastóra eiturlyfjastarfsemi.
DramaHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Danny Boyle
Dýraverndunar- og aðgerðasinnar ráðast inn í rannsóknarstofu og ætla sér að frelsa simpansa-apa sem eru tilraunadýr, en eru smitaðir af vírus sem veldur brjálæði. Hinir barnslegu aðgerðasinnar hundsa bænir vísindamanna um að opna ekki búrin, og afleiðingarnar eru skelfilegar. 28 dögum síðar vaknar aðalsöguhetjan, Jim, upp úr dái, einn í yfirgefnum spítala. Hann byrjar að reyna að finna einhvern annan mann og kemst að því að Lundúnaborg hefur verið yfirgefin, og svo virðist sem ekki sála sé eftir í borginni. Eftir að hann finnur kirkju þar sem einhverskonar uppvakningar hafa tekið sér bólfestu, þá flýr hann í ofboði. Selena og Mark bjarga honum frá þessum ófreskjum og segja honum frá því sem gerðist, hvernig fjöldaslátrun átti sér stað og hryllingurinn tætti í sundur borgina.
Spenna
Leikstjórn Danishka Esterhazy
Leiguskyttan Brandon Beckett og Agent Zero þurfa að stöðva vopnasala í að nota stórhættulegt ofurvopn. Þeir fara til Costa Verde til að stjórna þar hópi úrvalshermanna gegn miskunnarlausum uppreisnarher. Beckett tekur óreynda leyniskyttu undir sinn verndarvæng og tekst á við nýja áskorun: að gefa skipanir í stað þess að framfylgja þeim. Tími og skotfæri eru brátt uppurin. Nú reynir á teymið. Tekst því að lifa af áður en mannkyni verður gereytt.
SpennaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Rod Blackhurst
Hinn glæfralegi Ricky græðir vel á því að selja ólögleg vopn og finnst gaman að monta sig af því. Farandsölumaðurinn Cliff vinnur á sama svæði og Ricky. Cliff er í örvæntingu að reyna að sjá fyrir fjölskyldunni og ákveður að vinna með Ricky í vopnaviðskiptunum og þjónusta glæpaforingjann John. Þegar ósköp venjuleg viðskipti enda í blóðbaði eftir að Ricky drepur alla viðstadda, þurfa þeir að gera hvað þeir geta til að halda lífi.
GamanÆvintýri
Í þokukenndum skógum Norður Ameríku fer stórfótafjölskylda, mögulega sú eina sem eftir er á Jörðinni, í fjarstæðukennt, sögulegt, bráðfyndið og að lokum áhrifaríkt eins árs ferðalag. Þessir stríðhærðu en göfugu risar berjast fyrir tilveru sinni á sama tíma og þau lenda í árekstri við ýmislegt í hinum síbreytilega heimi allt í kring.
GamanDramaÆviágrip
Leikstjórn Chris Foggin
Sönn saga af því hvernig Dave Fishwick, maður úr verkamannastétt sem vann sig upp og varð milljónamæringur, barðist fyrir því að setja upp samfélagsbanka þannig að hann gæti hjálpað fyrirtækjum í Burnley. Í baráttu sinni þurfti hann að takast á við fjármálastofnanir Lundúnaborgar en markmiðið var að fá fyrsta nýja bankaleyfið sem gefið hafði verið út í eitt hundrað ár.
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Alexs Stadermann
Þegar duttlungafull ósk Freddy Lupin breytir honum í varúlf og sendir illkvittinn tunglálf til Jarðar, þarf Freddy að koma reglu á alheiminn áður en Jörðin og Máninn rekast á.
SpennutryllirGlæpaRáðgáta
Leikstjórn Roxine Helberg
Ungur nemi í fréttamennsku gerir hvað hún getur til að heilla áhrifamikinn lærimeistara sinn, jafnvel þó að það þýði að hún þurfi að fara frjálslega með sannleikann.
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Kelly Marcel
Eddie og Venom eru hundeltir af tveimur heimum. Þeir neyðast til að taka ákvörðun sem á eftir að hafa hrikalegar afleiðingar fyrir þá báða. Þetta er þeirra lokadans.
Hrollvekja
Leikstjórn Damien Leone
Fimm árum eftir að hafa lifað af morðæði trúðsins Art á hrekkjavökunni, eiga þau Sienna og Jonathan erfitt með að koma lífinu aftur á réttan kjöl. Nú nálgast Jólahátíðin og þau reyna að koma sér í Jólaskap og gleyma hryllingnum sem þau upplifðu. En einmitt þegar þau héldu að allt væri orðið öruggt þá snýr Art aftur, harðákveðinn í að beyta hátíðinni í nýja martröð.
GamanDramaÆviágrip
Leikstjórn Jason Reitman
Ellefta október árið 1975 breytti harðskeyttur hópur ungra grínista og handritshöfunda sjónvarpi til frambúðar. Myndin segir sanna sögu af því hvað gerðist það kvöld á bakvið tjöldin. Hér fáum við lýsingu á andartökunum áður en fyrsti þáttur af gamanþáttunum Saturday Night Live fór í loftið.
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Hið hugrakka fiðrildi Sigurd getur ekki flogið, en það stoppar hann ekki. Hann dreymir um að komast í hið mikla ferðalag fiðrildanna og felur sig plöntuvagni til að láta drauminn rætast. Ásamt lirfunni Martin og fiðrildinu Jennifer, leggur hann upp í ævintýraför.
Drama
Leikstjórn D.W. Waterson
Riley, metnaðarfull klappstýra, kemst í aðal klappstýruliðið, Thunderhawks. Samkeppnin er hörð og Riley þarf að ná stjórn á kvíðanum, bæta sambandið við vinkonu sína í liðinu, og þola kröfuharðan yfirþjálfara.
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Jordan Scott
Bandaríski félagssálfræðingurinn Ben Monroe rannsakar sértrúarsöfnuð sem tengist óþægilegri uppákomu. Á sama tíma og hann sökkvir sér í vinnu kynnist hin uppreisnargjarna unglingsdóttir hans, Mazzy, dularfullum strák í bænum, sem kynnir hana fyrir neðanjarðarpartýsenunni. Þessir tveir heimar tengjast á endanum og Mazzy er skyndilega í bráðri hættu og Ben á í kapphlaupi við klukkuna við að bjarga henni.
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Hinn ellefu ára gamli Alfonso, afkomandi riddarans Don Kíkóta, og þrjár ímyndaðar tónelskar kanínur, fara með Pancho og Victoriu að bjarga bænum sínum La Mancha frá skelfilegum stormi sem illt stórfyrirtæki setur af stað til að eigna sér landið. Á leiðinni kemst Alfonso að því hvað vináttan er kraftmikið afl og verður ástfanginn í leiðinni.