Náðu í appið
GamanDrama
Leikstjórn Tyler Taormina
Fjölskylda hittist mögulega í síðasta skipti á aðfangadagskvöld á ættaróðalinu. Eftir því sem líður á kvöldið og spenna milli kynslóða magnast laumast einn unglingurinn út með vinum sínum.
SpennaDramaÆviágrip
Leikstjórn Benny Safdie
Mark Kerr, sem keppir í blönduðum bardagalistum, MMA, glímir við ópíóðafíkn, á sama tíma og hann rís til metorða í íþróttinni.
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Chantelle Murray
Líf Teos, sem ættleiddur er af fjölbragðaglímu-kengúrufjölskyldu, breytist þegar hann sér sýnir sem leiða hann í átt að uppruna sínum. Hann leggur af stað í sögulegt ferðalag til að bjarga heimalandi sínu frá eyðileggingu.
SpennaSpennutryllirStríð
Leikstjórn Louis Mandylor
Breski flugsveitarforinginn James Wright er tekinn til fanga af Japönum í seinni heimsstyrjöldinni og neyddur til að berjast í grimmilegum bardögum án vopna. Japönsku hermennirnir fá þó meira en þeir bjuggust við þegar þeir átta sig á að Wright hlaut margra ára bardagalistaþjálfun í Hong Kong sem gerir hann að stórhættulegum andstæðingi.
Hrollvekja
Þegar fimm vinir verða óvart valdir að banvænu bílslysi, hylma þeir yfir atvikið og gera samning um að halda því leyndu í stað þess að mæta afleiðingunum. Einu ári síðar kemur fortíðin og ásækir þá. Þeir þurfa að horfast í augu við hrollvekjandi staðreynd: Það er einhver sem veit hvað gerðist síðasta sumar ... og ætlar sér að ná fram hefndum.
Hrollvekja
Leikstjórn Francis Lawrence
Á hverju ári hittast fimmtíu unglingsdrengir til að taka þátt í viðburði sem kallast Gangan langa. Í hópnum í ár er hinn sextán ára gamli Ray Garraty. Hann þekkir reglurnar: Þú færð aðvörun ef það hægist á þér, ef þú hrasar eða sest. Og eftir þrjár viðvaranir ... færðu sekt. Og það sem gerist næst er hræðileg áminnig um að það getur bara verið einn sigurvegari, sem er sá eini sem lifir af.
SpennaDrama
Leikstjórn Johnny Martin
Eftir að siðferðilega gjaldþrota fyrirtæki reynir að vopnvæða byltingarkennda tækni snjalls vísindamanns fer hann huldu höfði til að vernda mannkynið. Þegar fyrirtækið sendir sérsveit til að finna hann gerir það sín stærstu mistök – það vopnvæðir manninn sem það reynir að handsama.
DramaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Christian Swegal
Jerry, einstæður baslandi faðir, innrætir syni sínum, Joe, hugmyndafræði sjálfstæðra borgara og kennir honum að lög séu aðeins blekking og frelsi sé eitthvað sem maður tekur sér. En eftir því sem þeir sökkva dýpra í hugmyndafræðina lenda þeir upp á kant við lögreglustjóra sem hefur helgað líf sitt því að halda uppi reglunum sem Jerry hefur varið sínu lífi í að rífa niður.
GamanHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Max Minghella
Leikkonan Samantha Lake, sem eitt sinn naut mikilla vinsælda, reynir í örvæntingu að endurræsa feril sinn. Hún dregst inn í glamúrheim vellíðunarfrömuðarins Zoe Shannon – en uppgötvar skelfilegan sannleika undir lýtalausu yfirborðinu.
HrollvekjaRáðgáta
Tvö systkini uppgötva hræðilega helgisiði á afskekktu heimili nýrrar fósturmóður sinnar.
GamanSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Darren Aronofsky
Hank Thompson var efnilegur hafnaboltastrákur í menntaskóla sem getur ekki lengur spilað, en annars gengur allt vel hjá honum. Hann á frábæra kærustu, vinnur sem barþjónn á skuggalegum bar í New York og uppáhaldsliðið hans er að gera óvænta tilraun til að vinna deildina. Þegar pönkrokksnágranninn hans, Russ, biður hann um að passa köttinn sinn í nokkra daga, lendir Hank skyndilega í miðju skrautlegs hóps ógnandi glæpamanna. Þeir vilja allir eitthvað frá honum; vandamálið er að hann hefur ekki hugmynd um af hverju. Á meðan Hank reynir að forðast sífellt harðari tök þeirra á honum, þarf hann að nota alla sína kænsku til að halda lífi nógu lengi til að komast að því hvað er í gangi ...
HrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Renny Harlin
Eftir að hafa komist að því að eitt fórnarlamba þeirra, Maya, er enn á lífi snúa grímuklæddu vitfirringarnir þrír aftur til að ljúka verkinu. Maya á sér enga undankomuleið og getur engum treyst og lendir fljótlega í grimmilegri baráttu upp á líf og dauða við geðsjúklinga sem eru meira en fúsir til að drepa hvern þann sem stendur í vegi þeirra.
GamanÆvintýriÆviágrip
Leikstjórn Susanna Fogel
Winner er ung og snjöll kona frá Texas. Siðferðiskennd hennar er ögrað þegar hún gegnir herþjónustu í bandaríska flughernum og starfar sem verktaki fyrir Þjóðaröryggisstofnunina.
Gaman
Í kjölfar bókunarmistaka neyðast tvær fjölskyldur sem eru algjörar andstæður, ásamt nokkuð hrokafullum útgefanda og áhrifavaldinum sem hann vill gefa út, til að deila stórkostlegu orlofshúsi. Menningarárekstrarnir byrja nær samstundis milli ósamrýmanlegra venja og sterkra persónuleika. Þrátt fyrir spennuna og misskilninginn tekur þetta nauðungafrí óvænta stefnu og reynist verða ævintýri fullt af óvæntum atburðum og gleði.
GamanÆvintýriTeiknað
Ty, afvegaleiddur, einstakur hönnunarstrigaskór, veit ekki hvernig lífið er utan skókassans. Þegar safnari stelur systur hans, þarf Ty að fara til New York til að reyna að bjarga henni. Á leið sinni hittir hann allskonar annað skótau, af öllum stigum samfélagsins, sem kemur honum til hjálpar.
RómantíkHrollvekja
Leikstjórn Michael Shanks
Þegar Tim og Millie flytja upp í sveit leysa þau úr læðingi yfirnáttúrulegt fyrirbæri sem breytir sambandi þeirra, tilveru og líkamsburðum.
GamanRómantík
Leikstjórn Celine Song
Ungur og metnaðarfullur hjónabandsmiðlari í New York lendir í flókinni stöðu þegar hún festist í klemmu mitt á milli hins fullkomna manns og ófullkomins fyrrum kærasta síns.
GamanVísindaskáldskapur
Leikstjórn J.J. Perry
Myndin gerist eftir hamfarir á Jörðu þar sem eystra himinhvolfið hefur eyðilagst vegna gríðarlegra sólblossa, sem þýðir að allt sem lifði af stökkbreyttist vegna geislunar og geislavirks úrfellis. Við fylgjumst með hópi fjársjóðsleitarfólks sem safnar hlutum eins og Mónu Lísu, Rosetta steininum og Krúnudjásnunum, í samkeppni við aðra sambærilega hópa, stökkbreytta og sjóræningja.
Gaman
Leikstjórn Sophie Brooks
Iris hefur kynnst draumaprinsinum, Isaac, og er að njóta fyrstu rómantísku ferðarinnar þeirra saman — hvað gæti mögulega farið úrskeiðis?
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Niclas Bendixen
Í tilefni af 40 ára brúðkaupsafmælinu sínu fara Gerda og Kristoffer til Rómar á Ítalíu, þar sem Gerda var eitt sinn upprennandi listanemi. En þegar hún rekst á fyrrverandi kennara sinn og elskhuga, Johannes, breytist allt og Gerda er minnt á lífið sem hún eitt sinn átti.