Nýjar myndir á leigunum. Þú getur líka leitað að mynd eftir tegund
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Toby Genkel, Florian Westermann
Leikarar: Hugh Laurie, Emilia Clarke, David Thewlis, Himesh Patel, Gemma Arterton, Hugh Bonneville, Ariyon Bakare, Julie Atherton, David Tennant, Joe Sugg, Peter Serafinowicz, Rob Brydon, Jerry Hoffmann, Murali Perumal
Magnús er rauður högni sem kann að bjarga sér á strætum borgarinnar. Hann setur upp fjárplógsstarfsemi í félagi við hóp af talandi rottum. Þegar Magnús og nagdýrin hitta bókaorminn Malicia þá fer litla svindlstarfsemin þeirra öll út um þúfur.
Gaman
Leikstjórn Hella Joof
Leikarar: Sofie Torp, Thomas Hwan, Lotte Andersen, Bodil Jørgensen, Bjarne Henriksen, Christian Tafdrup, Anders Agger, Jens Jørn Spottag, Maria Rossing, Christine Gjerulff, Rikke Bilde
Líf Marie umturnast þegar ástin í lífi hennar, Rasmus, fær vinnu sem kennari í skóla í Velling. Marie fylgir Rasmus með trega og á meðan Rasmus smellur inn í bæjarlífið, verður Marie fyrir menningaráfalli. Með tímanum lærir hún að hlusta meira og tala minna og áttar sig á að mögulega þarf hún jafn mikið á Velling að halda og Velling þarf á henni að halda.
GamanGlæpaTónlist
Leikstjórn Eric Appel
Leikarar: Daniel Radcliffe, Evan Rachel Wood, Rainn Wilson, Toby Huss, Spencer Treat Clark, Arturo Castro, Julianne Nicholson, Diedrich Bader, Lin-Manuel Miranda, Richard Aaron Anderson, David Bloom, Keanush Tafreshi, Scott Aukerman, Johnny Pemberton, Eric Appel, Patton Oswalt, Julie Chang, Josh Groban, Seth Green, Panuvat Anthony Nanakornpanom, David Dastmalchian, Jack Black, Will Forte, Jonah Ray, 'Weird Al' Yankovic
Hér er fjallað um allar hliðar á lífi "Weird Al" Yankovic, allt frá því að hann skaust upp á stjörnuhimininn með smellum eins og "Eat It" og "Like a Surgeon" að ástríðufullum samböndum hans og úrkynjuðum lífsstíl. Hér er farið með áhorfendum í ótrúlegt ferðalag í gegnum líf og feril listamannsins, sem var hæfileikarík barnastjarna og endaði sem ein mesta "goðsögn" tónlistarsögunnar.
GamanDrama
Leikstjórn Katarina Launing
Leikarar: Anders Baasmo, Janne Formoe, Ravdeep Singh Bajwa, Alexandra Joner, Håvard Bakke, Kåre Magnus Bergh, Ragnar Dyresen, Anne-Kat. Hærland
Eftir slæman skilnað verður líf Lindu flókið. Fyrrverandi maðurinn hennar hefur kynnst fallegri fyrirsætu sem verður hægt og rólega meiri móðurímynd fyrir 10 ára dóttir Lindu ásamt því sem þau gera upp húsið saman. Besta vinkona Lindu er meira að segja orðin besta vinkona hennar.
DramaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Bryan Woods, Scott Beck
Geimfari brotlendir á dularfullri plánetu og kemst að því að hann er ekki einn. Nú þarf hann, ásamt þeim eina sem lifði af ásamt honum, Koa, og einum möguleika á björgun, að ferðast yfir ókunn landsvæði þar sem stórhættulegar forsögulegar skepnur berjast um yfirráðin.
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn Edward Drake
Leikarar: Timothy V. Murphy, Bruce Willis, Anna Hindman, Rob Gough, Johnny Messner, Cullen G. Chambers, Johann Urb, Trevor Gretzky, Janet Jones, Robert Laenen, Sarah May Sommers
Fyrrum lögreglumaður frá New York sem orðinn er lögreglustjóri í litlum bæ í Georgíu, þarf að ráða niðurlögum þjófagengis sem tekið hefur auðugan lækni í gíslingu.
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Will Merrick, Nicholas D. Johnson
Leikarar: Storm Reid, Joaquim de Almeida, Ken Leung, Amy Landecker, Daniel Henney, Nia Long, Megan Suri, Tim Griffin, Rick Chambers, Tracy Vilar, Kimberly Cheng, Lisa Yamada, Sharar Ali-Speakes, Jameel Shivji, Ava Zaria Lee, Roy Abramsohn, Briana McLean, Danielle Nottingham, Thomas Barbusca, Sean O'Bryan
Eftir að móðir hennar týnist í fríi í Kólumbíu, ásamt nýja kærastanum, leitar dóttir hennar June að henni heiman að frá sér, í Los Angeles. Í leitina notar hún þau tól og tæki sem netið býður upp á og vonast til að finna móður sína áður en það verður um seinan. Leitin leiðir í ljós fleiri spurningar en svör ... og þegar June kemst að leyndarmálum um mömmuna, sér June að hún þekkti móður sína í raun ekki neitt.
DramaRáðgáta
Leikstjórn Thomas Hardiman
Leikarar: Clare Perkins, Anita-Joy Uwajeh, Kae Alexander, Lilit Lesser, Harriet Webb, Darrell D'Silva, Kayla Meikle, Debris Stevenson
Myndin er morðgáta sem gerist í hárgreiðslukeppni. Óhóf og bruðl spila saman þegar dauðinn gerir sig heimankominn í veröld þar sem ástríðan fyrir hári nálgast þráhyggju.
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn Sophia Banks
Leikarar: Jason Clarke, Michelle Monaghan, Jai Courtney, Pallavi Sharda, Fayssal Bazzi, Uli Latukefu, Logan Huffman, Phoenix Raei, Todd Lasance, Lincoln Lewis, Pacharo Mzembe, Simon Elrahi, Kenny Low, Joey Vieira
Hópur löggæslumanna í hámarks öryggisfangelsi þarf að berjast fyrir lífi sínu gegn Hatchet, bráðsnjöllum og alræmdum fanga. Þegar hann sleppur úr haldi hefur dularfullt og stórhættulegt ráðabrugg hans yfirgripsmiklar og ógnþrungnar afleiðingar.
SpennaGlæpaÆvintýri
Leikstjórn Tom DeNucci
Leikarar: Avan Jogia, Ajani Russell, Megan Fox, Tyson Ritter, Bai Ling, Vanessa Angel, Armen Garo, Robert LaSardo, Nick Principe, Sean Ringgold, Charles W Harris III, Brett Azar, Sydney Jenkins
Raðmorðingjarnir Johnny og Clyde eru brjálæðislega ástfangin og á endalausri glæpavegferð. Alana er sjálfsörugg og útsmoginn eigandi spilavítis sem veltir milljónum dala á ári hverju. Johnny og Clyde ákveða að setja saman skrautlegt glæpagengi til að ráðast inn í spilavítið og fremja rán aldarinnar. Til allrar óhamingju fyrir Johnny og Clyde og gengi þeirra býr Alana yfir stórhættulegu vopni - hinni hræðilegu drápsmaskínu Bakwas.
GamanDramaÍslensk mynd
Leikstjórn Elsa María Jakobsdóttir
Leikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Hilmir Snær Guðnason, Hilmar Guðjónsson , Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Jónmundur Grétarsson, Snædís Petra Sölvadóttir, Anita Briem
Í matarboði í Vesturbænum ákveða sjö vinir að fara í stórhættulegan samkvæmisleik. Viðstaddir leggja símana á borðið og fallast á að öll símtöl og skilaboð sem berast verði deilt með samkomunni til að sanna að ekkert þeirra hafi nokkuð að fela.
Drama
Leikstjórn Florian Zeller
Leikarar: Hugh Jackman, Zen McGrath, Harry Waters, Jr., Vanessa Kirby, Anthony Hopkins, William Hope, William Hope, Akie Kotabe, Julia Westcott-Hutton, Hugh Quarshie, Rachel Handshaw
Líf Peter með nýju eiginkonunni Beth og ungu barni þeirra fer allt á annan endann þegar fyrrverandi eiginkona hans Kate birtist með unglingsson þeirra, Nicholas.
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Toby Genkel, Sean McCormack
Leikarar: Max Carolan, Dermot Magennis, Tara Flynn, Ava Connolly, Mary Murray, Brendan McDonald, Carly Kane, Alan Stanford, Aileen Mythen, Paul Tylak, Luke Griffin, Alisha Weir
Örkina hans Nóa rekur úti á opnu úthafinu og um borð eru aldavinirnir Finny og Leah. En eftir að hafa ekki séð til lands í margar vikur þá eru matarbirgðir bráðum á þrotum. Friðurinn á milli kjötætanna og grasbítanna gæti brostið á hverri sekúndu. Eftir nokkur óhöpp detta þau útbyrðis ásamt síðustu matarbitunum. Leah og Jelly eru föst á eyðieyju. Finny vaknar í skrýtinni nýlendu þar sem undarlegar verur búa saman í sátt og samlyndi í nágrenni við ógnandi eldfjall!
Nú hefst mikið kapphlaup við tímann og Finny þarf að bjarga vinum sínum, sameina fjölskylduna og bjarga nýlendunni frá algjörri eyðileggingu.
Drama
Leikstjórn Charlotte Wells
Leikarar: Paul Mescal, Frankie Corio, Celia Rowlson-Hall, Sally Messham, Ayse Parlak, Sophia Lamanova, Brooklyn Toulson, Spike Fearn, Harry Perdios
Myndin fjallar um Sophie og ferðalag sem hún fór í með föður sínum fyrir tuttugu árum síðan, þar sem minningar og tilfinningar spila aðalhlutverkið í sambandi þeirra feðgina.
GamanDrama
Leikstjórn Cédric Klapisch
Leikarar: Marion Barbeau, Pio Marmaï, Denis Podalydès, François Civil, Muriel Robin, Hofesh Shechter, Souheila Yacoub, Alexia Giordano, Mehdi Baki, Marion Gautier de Charnacé, Robinson Cassarino, Marilou Aussilloux
Élise hélt að hún ætti fullkomið líf: Frábæran kærasta og upprennandi feril sem ballettdansari. En allt breytist þegar hún kemst að því að kærastinn heldur framhjá henni og hún meiðist í sýningu, sem þýðir að hún getur líklega aldrei dansað á ný. Bataferlið leiðir hana frá París til Brittany þar sem vinir hennar, nýr kærasti og frelsi nútímadansins, hjálpar henni að kynnast föður sínum á ný og sjálfri sér.
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Ira Carpelan
Leikarar: Alma Pöysti
Þegar múmínsnáðinn er stunginn af vespu og þarf að vera í rúminu vill múmínpabbi hressa hann við með ævintýralegum sögum úr æsku sinni. Hann segir frá því hvernig hann var misskilinn sem ungur múmínsnáði, þegar hann flýði af munaðarleysingjahæli og frá sögulegum kynnum af uppfinningamanninum Hodgkins. Þá segir hann frá hressilegri siglingu á bátnum Oshun Oxtra, hvernig hann vingaðist við draug og bjargaði múmínmömmu úr sjávarháska.
RómantíkDrama
Leikstjórn Mia Hansen-Løve
Leikarar: Léa Seydoux, Pascal Greggory, Melvil Poupaud, Nicole Garcia, Camille Leban Martins, Sarah Le Picard, Pierre Meunier, Fejria Deliba, Jacqueline Hansen-Løve, Catherine Vinatier
Ung móðir sem býr með átta ára dóttur sinni er á tímamótum þar sem hún þarf að sinna föður sínum sem er með taugahrörnunarsjúkdóm. Hún er í miðjum klíðum að reyna koma honum á hjúkrunarheimili þegar hún rekst á vin sinn sem hún hefur samband við, en hann er þó fyrir í öðru sambandi.
GamanDrama
Leikstjórn Marc Forster
Leikarar: Tom Hanks, Mariana Treviño, Rachel Keller, Manuel Garcia-Rulfo, Cameron Britton, Wolf Albach-Retty, Kailey Hyman, Gina Jun, Juanita Jennings, Kelly Lamor Wilson, Spenser Granese, Christiana Montoya, Elle Chapman
Fúllyndur maður á eftirlaunum vingast óvænt við fjörugan nýjan nágranna sinn. Hinn önugi Otto hefur gefist upp á lífinu eftir að eiginkonan dó og vill að þessu ljúki helst öllu sem fyrst. Þegar ung fjölskylda flytur í næsta hús, hjón með tvær fjörugar stelpur, þá leiðir það til ólíklegs vinskapar sem mun breyta öllu.
GamanDrama
Leikstjórn Marc Forster
Leikarar: Tom Hanks, Mariana Treviño, Rachel Keller, Manuel Garcia-Rulfo, Cameron Britton, Wolf Albach-Retty, Kailey Hyman, Gina Jun, Juanita Jennings, Kelly Lamor Wilson, Spenser Granese, Christiana Montoya, Elle Chapman
Fúllyndur maður á eftirlaunum vingast óvænt við fjörugan nýjan nágranna sinn. Hinn önugi Otto hefur gefist upp á lífinu eftir að eiginkonan dó og vill að þessu ljúki helst öllu sem fyrst. Þegar ung fjölskylda flytur í næsta hús, hjón með tvær fjörugar stelpur, þá leiðir það til ólíklegs vinskapar sem mun breyta öllu.
SpennutryllirGlæpaRáðgáta
Leikstjórn Neil Jordan
Leikarar: Liam Neeson, Diane Kruger, Jessica Lange, Danny Huston, Alan Cumming, Ian Hart, Adewale Akinnuoye-Agbaje, Daniela Melchior, Patrick Muldoon, Colm Meaney, François Arnaud, Kim DeLonghi, Darrell D'Silva, Scott Halberstadt, Mark Schardan
Í Bay City seint á fjórða áratug tuttugustu aldarinnar er hinn fremur ólánssami rannsóknarlögreglumaður Philip Marlowe ráðinn til að finna fyrrum ástmann fagurrar ljósku sem kemur á hans fund. Málið reynist aðeins vera brot af mun stærri ráðgátu.