Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Shadow 1994

The Shadow Knows! / Who knows what evil lurks in the hearts of men?

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 37% Critics
The Movies database einkunn 50
/100

Myndin er byggð á reifara og útvarpsþáttaseríu, og fjallar um aðalhetjuna Skugga, sem berst gegn erkióvini sínum Shiwan Khan, sem ætlar að ná heimsyfirráðum með því að halda borginni í gíslingu með kjarnorkusprengjuógn. Hetjan okkar notar hæfileika sína til að gera sig ósýnilegan og til að gera menn óskýra í hugsun, og kemur borginni til bjargar.

Aðalleikarar


Ágætis mynd og stýlísk. Örlítið í anda Indiana Jones en samt nokkuð frábrugðin þeim myndum. Segir í stuttu máli frá titilpersónunni(Alec Baldwin)sem þarf að kljást við síðasta afkomanda Genghis Khan(John Lone). Afkomandinn sem einfaldlega heitir Shiwan getur dáleitt fólk líkt og hetjan okkar og upphefst nú hin klassíska barátta milli góðs og ills. Tim Curry kemur þarna sterkur inn sem aðstoðarmaður Shiwan´s og Ian Mckellen leikur viðutan prófessor sem undir dáleiðslu frá Shiwan smíðar eina heljarins sprengju. Alec Baldwin er góður leikari en hláturinn hans í þessari mynd er alveg hræðilega pirrandi. Sviðsmyndin af tímabilinu sem myndin á að gerast á er mjög flott enda er ég alltaf lúmskt hrifinn af þessum tíma. The Shadow fær tvær og hálfa stjörnu fyrir þokkalegt skemmtanagildi en eins og Gunnar hér fyrir ofan segir þá skilur myndin ekki mikið eftir sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Persónulega er ég mikill aðdáendi hasarmyndjahetjamynda (Vá langt orð), en verð vanalegast fyrir miklumm vonbrigðum þegar á hólminn er komið. En The Shadow finnst mér hin ágætis skemmtun. Alec fínn sem Skugginn, þó svo að hann hafi aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér. John Lone er líka góður sem vondikarlinn og vonar maður innilega að hann lendi í miklum og kvarfullum dauðdaga þegar hann deyr. En helsti kostur myndarinnar er sá að hún er hröð, ekki er verið að teygja lobann með miklum og löngum bakruns söguþræði. Helsti ókostur þessara myndar er hinsvegar hún Penelope Ann Miller, þessi leikkona getur ekki leikið fyrir fimmaura og er ég glaður að ferill hennar er sokkinn eins og Titanic. Það er enginn þörf á að hafa lesið teiknimyndablöðinn (gæti samt trúað því að þeir sem þekkja til blaðana séu hundfúlir með myndina) og eftir stendur stutt hasarmynd, sem kannski skilur ekki mikið eftir, en ágætis skemmtun engu að síður
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Undirritaður var í æsku mikill aðdáandi Shadow-teiknimyndasagnanna og á enn dágott safn. Myndin nær hinsvegar illa að grípa þann sjarma sem hasarblöðin hafa, enda oft sem ofbeldið og viðbjóðurinn keyrir um þverbak þar á bæ.

Baldwin er þó ágætur sem Skugginn, hvar hann reynir að koma í veg fyrir að einhver útlendingur sprengi heimabæ hans í loft upp með heimatilbúinni kjarnorkusprengju.

Mynd í meðallagi, ekkert meir en þó ekkert minna heldur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.10.2021

Ómissandi hrollvekjur af öllum gerðum

Október er byrjaður sem þýðir að nú er frábær tími til þess að byrja að horfa á skuggalegar (e. „spooky“) myndir. Listinn fyrir neðan inniheldur 31 fjölbreytta mynd sem allar hafa það sameiginlegt að vera...

10.09.2020

Bíómyndir sem mætti gjarnan endurgera

Ef litið er yfir vinsældalista undanfarin ár og þeir miðaðir við vinsældalista t.d. fyrir 20-30 árum þá virðist Hollywood í dag mun duglegra að gera endurgerðir, framhöld og aðlagaganir en áður. Það mætti jafnvel ha...

15.05.2020

Hlustaðu á „íslenska“ lagið úr Eurovision-myndinni frá Netflix

Glænýtt lag úr Eurovision-kvikmyndinni frá Will Ferrell hefur verið afhjúpað og ber hið kostulega heiti Volcano Man. Þykir ekki ólíklegt að þetta eigi að vera framlag Íslands til keppninnar í söguþræði myndarinn...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn