Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Wedding Singer 1998

Frumsýnd: 29. maí 1998

Before the internet, Before cell phones, Before roller-blades, There was a time... 1985. Don't pretend you don't remember.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 72% Critics
The Movies database einkunn 59
/100
Drew Barrymore og Adam Sandler voru bæði valin fyndnustu leikarar í aðalhlutverkum á American Comic Awards. Þau fengu einnig verðlaun á MTV verðlaunahátíðinni fyrir besta kossinn í bíómynd.

Robbie Hart sérhæfir sig í að syngja smelli frá áttunda áratug síðustu aldar, svokallað eightie´s tónlist, við giftingar og aðra mannfagnaði. Hann er hress og kann að hleypa fjöri í gott partí. Hann veit hvað þarf að segja og hvenær. Julia er gengilbeina á þeim viðburðum þar sem Robbie kemur fram. Þegar þau finna sér bæði félaga sem þau ætla að... Lesa meira

Robbie Hart sérhæfir sig í að syngja smelli frá áttunda áratug síðustu aldar, svokallað eightie´s tónlist, við giftingar og aðra mannfagnaði. Hann er hress og kann að hleypa fjöri í gott partí. Hann veit hvað þarf að segja og hvenær. Julia er gengilbeina á þeim viðburðum þar sem Robbie kemur fram. Þegar þau finna sér bæði félaga sem þau ætla að giftast, og hefja undirbúninginn að giftingunni, þá gera þau sér grein fyrir að þau hafi valið rangan maka. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Mjög góð mynd þar sem Adam Sandler fer á kostum, þar leikur hann söngvara sem er ekki alveg að meika það en stendur fyrir sínu í brúðkaupum og er mjög vinsæl þar og spinnist þetta uppí rómantíska gamanmynd (sem ég er ekkert rosa fan á) og þar spilar skemmtileg tónlist inní og mæli ég eindregið á það að ef að þið eruð ekki búinn að sjá hana þá drífið ykkur uppá leigu eða bara í einhverja búð og kaupið hana því að þetta er mynd sem þið viljið sjá aftur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd fyndinn adam sandler er geðveigt góður leikari og sýnir það í þessari mynd. besta rómantýska gaman mynd sem ég hef séð

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær rómatísk gamanmynd, og ein af mínum uppáhalds myndum. Sandler leikur brúðkaupssöngvaran Robbie sem er að fara gifta sig bráðlega ástinni sinni lindu sem ákveður í brúðkaupinu að mæta ekki þar sem hún getur ekki hugsað sér að giftst brúðkaupssöngvara, hún var ástfangin af robbie í rokksveit og leðurbuxum en það var 5 árum fyrr. Robbie kynnist Juliu í einu af brúðkaupinu en hún er gengilbeina, hún fer að giftast ástinni sinni bráðlega en hann heldur stöðugt framhjá henni, og að venju verða þau ástfangin af hvor öðru en allt kemur fyrir ekki og alltaf eikkað sem eyðileggur fyrir þeim en á endanum endar auðvita allt vel. Frábær mynd og sto´rskemmtileg fyrir alla
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Því miður gott fólk. Ég sá ekki eitt einasta fyndið atriði í þessari mynd. En flestir sem ég þekki eru ósammála mér. Þeir sögðu mér alltaf að drífa mig að sjá þessa mynd, að þetta væri bara fyndnasta mynd í heimi. En hún er ótrúlega ófyndin. En hún fær samt tvær stjörnur fyrir góðan leik og einnig er handritið sjálft ekki slæmt en ef maður ætlar að horfa á hana til að hlæja þá verður maður fyrir miklum vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Æðisleg mynd sem kemur manni í gott skap frá fyrstu mínútu. Tónlistin er ágæt og söguþráðurinn góður. Þótt endirinn sé fremur óraunsær er þetta mjög vel skrifuð gamanmynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn