Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Natural Born Killers 1994

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The Media Made Them Superstars.

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 51% Critics
The Movies database einkunn 74
/100
Oliver Stone tilnefndur til Golden Globe fyrir leikstjórn.

Mynd um drápsferðalag Mickey og Mallory, útlaga, elskenda og fjöldamorðingja. Þau ferðast á þjóðveginum Route 666 í gegnum Bandaríkin, og fremja klikkuð fjöldamorð á leiðinni, ekki útaf peningunum, ekki til að hefna sín, aðeins til gamans. Þau fá á sig hetjuljóma í fjölmiðlum, og verða einskonar alþýðuhetjur, og saga af verkum þeirra er ávallt... Lesa meira

Mynd um drápsferðalag Mickey og Mallory, útlaga, elskenda og fjöldamorðingja. Þau ferðast á þjóðveginum Route 666 í gegnum Bandaríkin, og fremja klikkuð fjöldamorð á leiðinni, ekki útaf peningunum, ekki til að hefna sín, aðeins til gamans. Þau fá á sig hetjuljóma í fjölmiðlum, og verða einskonar alþýðuhetjur, og saga af verkum þeirra er ávallt sögð af einu manneskjunni sem þau skilja eftir á lífi á hverjum stað. ... minna

Aðalleikarar

Ofmetinn en samt ekki léleg mynd
Ég ákvað að leigja þessa mynd um daginn sem allir voru að tala um og nokkrir hafa mælt með og sagt að hún sé ,,solid''. Því bjóst ég við ,,solid'' mynd eftir Oliver Stone.
Myndin er mjög hraðklippt. Það er skipt um liti, gæði og jafnvel í teiknimynd í myndinni og ég fékk bara hausverk á þessu öllu. Það var allt í lagi seinni helminginn en fyrri helminginn er þetta mesta artý mynd sem ég hef séð. Mér fannst klippingin því ekki góð og hræðilega tilgangslaus. Hefði ekki átt að vera svona hræðilega öfgafull eins og hún er. Ofbeldið hefði alveg komið til skila þótt að myndin væri ekki svona klippt.

Nokkrir segja að myndin sé ekki í samhengi en það var allt í lagi. Leikararnir eru góðir og Woody er frekar góður í myndinni en ekkert masterpiece, bara fínn. Juliette Lewis er frekar góð líka og Robert Downey er flottur, aðeins ungur þarna.

Myndin fjallar um Mickey og Maloret (held það) Knox sem eru raðmorðingjar sem ferðast um landið í 3 vikur og drepa 52 manns af handahófi. Þau verða súperstjörnur í gegnum sjónvarpið og myndin sýnir mikið af fjölmiðlunum og að þeir séu að gera morðingjahjónin að þessum stjörnum.

Myndin er ágætlega tekin upp en eins og með klippinguna, mjög öfgafull og intense taka. Öll sjónarhorn á ská, á hvolfi eða hristandi.

Ég skil ekki alveg hæpið yfir myndinni en skil alveg að ofbeldið var umdeild. Fín mynd með ágætum leikurum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

If ever a film deserved to be banned, this is it.


Svona voru viðbrögð dagblaðsins Daily Mail við Natural Born Killers, kvikmynd hins umdeilda leikstjóra Oliver Stone þegar hún kom út árið 1994 ásamt reyndar fleiri, fleiri stórmyndum þetta sama ár. Hún hlaut misjafna dóma, Roger Ebert gaf henni 4 stjörnur (100/100) þegar hún kom út en eins og tilvitnunin bendir til voru ekki allir á sama máli. Þrátt fyrir mikið magn stórmynda sem út komu þetta ár var langmest fjallað um eina mynd… Natural Born Killers. Myndin varð um leið og hún kom út alræmd fyrir hrottalegt ofbeldi og í kjölfar útgáfu myndarinnar hafa 8 morð verið “rakin” til hennar en hún hafði víst mikil áhrif á þá sem sakfelldir voru fyrir morðin. Oliver Stone var til að mynda kærður af ættingjum eins þessa 8 fórnarlamba vegna þess að þeir töldu myndina helstu ástæðu þess að skyldmenni þeirra var myrt. Þó, áður en myndin kom út vildi Oliver Stone að myndin fengi R stimpil (yngri en 17 mega fara í fylgd með fullorðnum) en ekki NC-17 (stranglega b.i. 17) og til þess að þetta gengi eftir þurfti hann að klippa 150 atriði úr myndinni! Þegar hún loks var samþykkt var hún stimpluð sem R vegna: Extreme violence and graphic carnage, for shocking images, and for strong language and sexuality.


Þegar kom að því að gefa myndina út á DVD vildi Stone sýna áhorfendum myndina eins og hún átti upprunalega að vera. Honum fannst að myndin sem sýnd var í bíó ekki vera hin rétta Natural Born Killers. Hann gaf þá út myndina eða eins og sagt er “The Full Uncensored Director’s Cut!”


Eftir að ég hafði séð Natural Born Killers í fyrsta sinn gat ég ekki annað en hugsað með mér: Djöfulsins snilld! Ég hafði aldrei séð mynd sem var jafn sjokkerandi og jafn einstök og einmitt þessi mynd, það gekk einfaldlega allt upp. Myndin var líka ein sú furðulegasta sem sem ég hafði séð, þó á góðan hátt. Hún var ekki innihaldslaus steypa sem maður botnaði hvorki upp niður í heldur einhvern veginn meikaði allt sens á ótrúlegan hátt.


Natural Born Killers segir frá pari að nafni Mickey (Vúddí Harrelson) og Mallory (Juliette Lewis), sem á ferð sinni um Bandaríkin valda miklum usla með hamslausu ofbeldi, morðum og nauðgunum svo eitthvað sé nefnt, í garð allra sem á vegi þeirra vera. Fjölmiðlar eru fljótir að taka upp þráðinn, fjalla um Mickey & Mallory daglega og verður það til þess að þau verða eins konar átrúnaðargoð margra, þau verða celebrity í Bandaríkjunum. Fremstur í fararbroddi er fréttamaðurinn Wayne Gale sem virðist varla hugsa um annað en parið fræga. Það er sjálfur Robert Downey Jr. sem leikur Wayne og það verður að segjast eins og er að hann er frábær í þessu hlutverki. En það er ekki bara Robert Downey sem fer á kostum, það eru í raun allir sem leika í myndinni. Litli, vitlausi “hill-billíinn” úr Cheers, Woody Harrelson, er magnaður. Hann er helmassaður í myndinni og er fullkomin andstaða við þann Woody sem hann lék í Cheers, enda kom það mjög á óvart hversu vel Woody fór með hlutverkið, hann er troðfullur sjálftrausts. Oliver Stone sagði, spurður um valið á Woody, að hann hefði séð ofbeldi í drengnum. Tommy Lee Jones er samt a mínu mati senuþjófurinn sem fangelsisstjórinn Dwaight McCulsky, þvílikur karakter!


Það var enginn annar en Hr. Quentin Tarantino sem skrifaði upphaflega handritið að NBK en áður en tökur hófust ákváðu Oliver Stone og handritshöfundar hans að laga handritið eftir sínu höfði og gera myndina þannig. Þegar QT sá loks myndina varð hann verulega ósáttur við útkomuna og hefur hann nánast afneitað handritinu sem Stone gerði úr hans. Áhersla Stone á hlutverk fjölmiðla í myndinni fór víst mest fyrir brjóstið á Quentin en þrátt fyrir að hann hafi ekki verið sáttur við útkomuna á handritinu held ég að hann geti ekki neitað þvi að Natural Born Killers er útlitslega mögnuð. Þar er helst að þakka klippingunni, tökur stóðu aðeins yfir í 56 daga en það tók tæpt ár að klippa hana til. Til samanburðar er þorri mynda með um 700 skot, NBK er með um 3000! Það er stanslaust klippt yfir í… ja hvað sem er í rauninni, andlit, teiknimyndir og ótal fleira. Reyndar er ekki öll sagan sögð enn því þótt það sé mikið klippt er einnig oft skipt um lýsingu, myndatöku eða gæði myndar.


Þetta allt sýnir í hversu sturluðum heimi Mickey & Mallory lifa. Þau áttu bæði hörmulega æsku og lá leið þeirra æ síðan á braut ofbeldis og glæpa en aðeins er pælt í þessu í myndinni. Er maður Natural Born Killer (fæddur morðingi) eða verður maður morðingi af áföllum og misþyrmingu í æsku? Mickey telur sig vera Natural Born Killer, þ.e. að það séu örlög hans að verða morðingi. Telur hann sig vegna þess vera á hærra plani en við sem ekki erum “Natural Born Killers” Hann er fullkomnaður, við (þ.e. ekki Natural Born Killers.. vonandi) erum frumstæð í hans augum því við einfaldlega skiljum ekki svona verk. Morð er, eins og Mickey orðaði það, hreint (pure).


Mickey: It's just murder. All God's creatures do it. You look in the forests and you see species killing other species, our species killing all species including the forests, and we just call it industry, not murder.


Þetta er smá brot af viðtali Mickey við Wayne Gail í myndinni sem var innblásið af viðtali fjölmiðlamannsins góðkunna Geraldo við fjöldamoringjann Charles Manson en hann stóð bakvið fjölda morðra, margra hrottalegra, á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Frægast er þó þegar Manson-fjölskyldan réðst inn á heimili leikstjórans Roman Polanski árið 1969 meðan hann var erlendis og myrtu ófríska konu Polanski, leikkonuna Saron Tate. Síðan á hátindi “ferilsins” hefur Manson hlotið gríðarlega umfjöllun fjölmiðla (orðið e.k. tákn hins illa) og hafa þónokkrar myndir litið dagsins ljós um manninn en þar ber helst að nefna Helter Skelter frá árinu 1976.


Mickey & Mallory feta í fótspor Manson. Fjölmiðlar beinlínis elska að fjalla um þau og verður það til þess að þau verða að lokum vinsæl! Fólk dáist að þeim og fagnar þeim þrátt fyrir að samkvæmt heilbrigðri skynsemi ættu þau að fyrirlíta þau. Það er auðvitað það sem Oliver Stone er að reyna að segja, fjölmiðlar hafa gífurleg áhrif á líf fólks með því að upphefja ofbeldi og lyfta fjöldamorðingjum á hærra plan en venjulegt fólk er. Svona geðsjúklingar fá alltaf mikla athygli því sumir dást að þeim fyrir að geta það sem venjulegt fólk getum ekki en þótt myndin sé mjög ofbeldisfullt er reynt að halda fegrun á ofbeldi í lágmarki. Engu er haldið aftur.


Natural Born Killers er á efa ein af bestu ádeilum allra tíma. Hvort sem þér finnst myndin vera góð eða léleg held ég að það sé varla hægt að neita því að boðskapurinn er góður, myndin fær mann virkilega til þess að hugsa. Oliver Stone gerir hér mynd sem er á allan hátt frábær. Þótt hann hafi gert hana í óþökk Tarantino þá er mér í raun sama, myndin er sannkallað listaverk. Ég skil eiginlega ekki af hverju hún er svona lág á imdb (6,7) en ætli maður verði ekki að virða skoðanir fólks, sem og hér er hún ekki að skora neitt sérstaklega hátt en þegar allt kemur til alls er Natural Born Killers ein hugrakkasta og besta mynd síðari ára.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bara nokkuð skemmtileg ádeilumynd og ánægjuleg að horfa á. Woody Harrellson og Juliette Lewis eru alveg meiriháttar sem skotglaða parið Mickey & Mallory Knox og leikurinn er mjög sterkur. Tom Sizemore og Tommy Lee Jones eru alltílæ sem lögga og fangelsisstjóri en Robert Downey Jr. finnst mér leika dálítið leiðinlegan karakter. Einhver fréttamaður sem klikkast allt í einu alveg upp úr þurru en róast síðan fljótt aftur...? Já, ég var nærri búinn að gleyma Rodney heitnum Dangerfield sem er að mínu mati fyndnasti leikarinn í myndinni. Synd og skömm að hann kom ekki með svona kolsvartan húmor í öðrum myndum. Grunnt skrifað handritið hindrar Natural born killers í að vera mjög góð en á móti kemur að hún er mjög steikt og stýlísk og myndatakan er ekkert annað en snilld. Það sem ég er semsagt að meina er að handritið hefði mátt vera vandaðra en útlitið er alveg hreint til fyrirmyndar og það ásamt frammistöðunum hjá Woody, Juliette og Rodney gerir myndina tvímælalaust þess virði að sjá. Tvær og hálf stjarna frá mér og jafnvel lausleg meðmæli sértu staddur/stödd úti á leigu og vantar gamla með annarri nýrri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Oliver Stone og Quentin Tarantino skrifuðu handritið að þessari mynd og Oliver leikstýrir.

Ég held að allir geti verið sammála að ég sé á ferðinni mjög sérstök mynd.

Oliver hefur myndatökuna mjög furðulega og framstetningu mjög furðulega svo hún fer örugglega í taugarnar á mörgum en handritið og leikurinn er alveg frábær og persónurnar eru mjög skemmtilegar.

Þetta er góð mynd en það er bara spurning hvort að hún höfði til þín.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Natural Born Killers er ein klikkaðasta mynd sem ég hef séð. Oliver Stone hlýturn að hafa tekið einhverja alvarlega sýru og sama með Quentin Tarantino að skrifa svona morðóða sögu. Myndin sýnir brjálæði í fáranlegu skrítnu ljósi og líka hvernig morðflip getur farið með egoið. Ég get alveg skilið af hverju fólk misskilur hana svo mikið. Það er hægt að skilgreina Natural Born Killers sem tímasóun og lélega sögu um morð og tilgangslausa þvælu. En svo er hægt að taka þessari mynd sem grófa lýsingu á raunveruleikanum. Ég veit ekki hvernig á sklija þessa mynd, hún er hrein klikkun og flipp. En mér finnst fáranlega góð, ein önnur ástæða hví Stone er einn besti leikstjóri allra tíma. Fyrst gerði hann snilldarmyndina Platoon, svo Born on the 4th of July sem var mjög góð en svo ennþá meiri snilldarmynd JFK og á sama tíma Doors sem ég hef ekki séð og á endanum kom þessi. Allt eru þetta frábærar myndir. Það eina sem er kannski að Natural Born Killers er boðskapurinn hef hún hefur einhvern. Það er ekki mikið til þess skilja sýnist mér. Natural Born Killers samt þvílíkt góð með þvílíkt góðann Stone-stíl sem líkist JFK mjög mikið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn