Blade Runner 2049
2017
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 6. október 2017
Hver er eftirlíking?
163 MÍNEnska
88% Critics 81
/100 Óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur og kvikmyndatöku.
Blade Runner 2049 er sjálfstætt framhald myndarinnar Blade Runner frá árinu 1982 og gerist 30 árum síðar þegar menn hafa fullkomnað þá tækni að framleiða nákvæmar eftirlíkingar af fólki. Þessum eftirlíkingum er síðan ætlað það hlutverk að sjá um hættulegustu störfin uns líftími þeirra er á enda. En hvað gerist ef eftirlíking fær sjálfstæðan... Lesa meira
Blade Runner 2049 er sjálfstætt framhald myndarinnar Blade Runner frá árinu 1982 og gerist 30 árum síðar þegar menn hafa fullkomnað þá tækni að framleiða nákvæmar eftirlíkingar af fólki. Þessum eftirlíkingum er síðan ætlað það hlutverk að sjá um hættulegustu störfin uns líftími þeirra er á enda. En hvað gerist ef eftirlíking fær sjálfstæðan lífsvilja?
Fyrri myndin gerðist árið 2019 þegar menn höfðu fundið upp tækni til að framleiða eftirlíkingar af fólki sem síðan voru notaðar sem þrælar á fjarlægum plánetum uns takmörkuðum og fyrirfram gefnum líftíma þeirra lauk. Stundum gerðist það að eftirlíking slapp og þá kom til kasta manna eins og Ricks Deckhart að ná þeim, en hann var einn af sérsveitarmönnunum í lögreglunni sem kölluðust „blade runners“. Nú kemst Officer K, á snoðir um dularfullt mál úr fortíðinni. Til að aðstoða sig við rannsóknina þarf hann að hafa uppi á Rick sem hafði horfið þrjátíu árum fyrr, þ.e. eftir að hafa leyst sitt síðasta verkefni. Leit K ber árangur að lokum, en með ófyrirsjáanlegum afleiðingum ...... minna