Náðu í appið
Öllum leyfð

Coco 2017

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 24. nóvember 2017

Velkomin í heim hinna dauðu

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
Rotten tomatoes einkunn 94% Audience
The Movies database einkunn 81
/100
Óskarsverðlaun sem besta teiknimynd.

Coco segir frá hinum músíkalska Miguel sem þráir að verða tónlistarmaður eins og Ernesto de la Cruz sem var álitinn stórkostlegasti gítarleikari og söngvari Mexíkó á sínum tíma. Vandamálið er að fjölskylda Miguels lítur á tónlist sem bölvun á ættinni og bannar hana alfarið í sínum húsum. Ástæðan er sú að langalangafa Miguels hafði líka dreymt... Lesa meira

Coco segir frá hinum músíkalska Miguel sem þráir að verða tónlistarmaður eins og Ernesto de la Cruz sem var álitinn stórkostlegasti gítarleikari og söngvari Mexíkó á sínum tíma. Vandamálið er að fjölskylda Miguels lítur á tónlist sem bölvun á ættinni og bannar hana alfarið í sínum húsum. Ástæðan er sú að langalangafa Miguels hafði líka dreymt um að verða tónlistarmaður á sínum tíma. Dag einn yfirgaf hann fjölskylduna, hvarf sporlaust, og spurðist aldrei til hans framar. Síðan hefur enginn í ættinni viljað heyra neina tónlist og er meinilla við öll hljóðfæri, Miguel til mikillar mæðu. Dag einn rekast Miguel og besti vinur hans, hundurinn Dante, inn á dularfullan stað þar sem gamall og rykfallinn gítar hangir uppi á vegg. Miguel ákveður að prófa að spila á hann en um leið og hann slær fyrsta hljóminn er hann fyrir töfra fluttur inn í heim hinna dauðu þar sem hann á síðan eftir að hitta löngu liðna ættingja sem nú eru gangandi beinagrindur. Eftir að hafa jafnað sig á undruninni og óttanum ákveður Miguel að finna Ernesto og leysa í leiðinni gátuna miklu um hvað orðið hafi um langalangafa sinn ...... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.09.2023

Fólk með sterkar taugar hvatt til að sjá

Nýjasta kvikmynd íslenska leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Norðlæg þægindi eða á ensku Northern Comfort, fær þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum í gagnrýni í Morgunblaðinu í dag. Gagnrýnandinn, Jóna Gréta Hilmarsdóttir, lýs...

14.01.2021

Ókeypis myndir á RVK Feminist Film Festival

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RVK Feminist Film Festival er hafin og stendur til 17. janúar. Í tilkynningu frá hátíðinni, sem haldin er nú annað skiptið, segir að áfram verði lögð áhersla á kvenleikstýrur, sjóndeildarhringurinn víkkaður og nýju þema bætt við. H...

26.03.2020

Grætur þú yfir þessum teiknimyndum?

Teiknimyndir sem listform eru ekki eingöngu barnaefni og er það með ólíkindum hvernig teiknimyndir úr æskunni geta mótað fullorðinsárin.  Sumir fella tár yfir bíómyndum, aðrir (því miður) ekki, en í Facebook-h...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn