Borg - McEnroe
2017
(Borg vs McEnroe)
Frumsýnd: 13. október 2017
Some stars shine forever
100 MÍNEnska
84% Critics
74% Audience
63
/100 Úrslitaleikurinn á Wimbledon-tennismótinu í London 5. júlí
1980 er án nokkurs vafa einhver merkilegasti og mest spennandi
íþróttaviðburður sögunnar en í honum mættust hinn
rólyndi Svíi og fjórfaldi Wimbledon-meistari Björn Borg og
hinn bráði og skapstóri Bandaríkjamaður John McEnroe sem
hafði aldrei áður leikið til úrslita á Wimbledon. Hér er sögð... Lesa meira
Úrslitaleikurinn á Wimbledon-tennismótinu í London 5. júlí
1980 er án nokkurs vafa einhver merkilegasti og mest spennandi
íþróttaviðburður sögunnar en í honum mættust hinn
rólyndi Svíi og fjórfaldi Wimbledon-meistari Björn Borg og
hinn bráði og skapstóri Bandaríkjamaður John McEnroe sem
hafði aldrei áður leikið til úrslita á Wimbledon. Hér er sögð forsagan
að þessum magnaða leik. Um leið er skyggnst á bak við tjöldin í lífi beggja keppenda
og hvað þeir þurftu að leggja á sig til að ná upp á toppinn í
tennisheiminum, en þeir þóttu eins ólíkar manngerðir og hugsast
gat.... minna