Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Scrooged 1988

Aðgengilegt á Íslandi

The spirits will move you in odd and hysterical ways.

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 69% Critics
Rotten tomatoes einkunn 71% Audience
The Movies database einkunn 38
/100

Frank Cross rekur sjónvarpsstöð sem ætlar að setja á svið hina sígildu jólasögu Charles Dickens. Æska Frank var ekkert sérstaklega ánægjuleg, og hann er því sjálfur ekkert sérstaklega hrifinn af Jólunum. En með hjáp drauga Jóla fortíðar, nútíðar og framtíðar, þá áttar Frank sig á að hann verður að breyta hugarfari sínu.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)

Put a Little Love in Your Heart
Útgáfa leikstjórans Richard Donner á jólaævintýri Charles Dickens er bara fín skemmtun. Scrooged fjallar um yfirmann sjónvarpsstöðvar(Bill Murray) sem sökum rangs jólaviðhorfs fær heimsóknir frá þremur draugum á aðfangadagskvöld og öll vitum við hvernig þetta endar. Myndin breytir ýmsu úr ævintýrinu og færir það í eighties búning(myndin er jú frá 1988) en í heild er myndin svona 90% kópía af ævinýrinu. Bill Murray er alveg kjörinn í hlutverkið en einhvern veginn þá nær hann ekki alveg að sannfæra mann. Scrooged er fyndin á köflum og draugarnir þrír eru ánægjulegir að horfa á en eftir á að hyggja þá finnst mér eins og það hafi verið hægt að gera þessa mynd ennþá betur. Ágætis jólamynd sem fær þrjár stjörnur.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eina gamanmyndin sem að hinn stórgóði leikstjóri Richard Donner hefur gert á sínum ferli, þó Lethal Weapon myndirnar teljist vera grín/spennumyndir. Scrooged er alveg einstaklega fyndin mynd þar sem Bill Murray er í fantaformi, og kemur með eina skemmtilegustu frammistöðu sem ég hef séð frá honum, að frátöldu Groundhog Day. Það kemur mér á óvart af hverju Richard Donner gerði ekki fl. gamanmyndir á sínum ferli, miðað við hvað Scrooged er frábær mynd. Ef þið fílið Bill Murray yfir höfuð, verðið þið að sjá Scrooged. Ég ábyrgist það að þið eigið eftir að skemmta ykkur konunglega yfir myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn