Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Dead Again 1991

Fannst ekki á veitum á Íslandi

A Mystery About True Love...And Certain Death. / How many times can you die for love?

107 MÍNEnska

Mike Church er einkaspæjari í Los Angeles, sem sérhæfir sig í að finna týnt fólk. Hann tekur að sér mál dularfullrar konu sem kallast Grace. Hún þjáist af minnisleysi og á sér engar eigin minningar. Hún hefur sífelldar martraðir, meðal annars um morð á píanóleikara, Margaret, þar sem eiginmaður hennar Roman Strauss myrðir hana snemma á fimmta áratug... Lesa meira

Mike Church er einkaspæjari í Los Angeles, sem sérhæfir sig í að finna týnt fólk. Hann tekur að sér mál dularfullrar konu sem kallast Grace. Hún þjáist af minnisleysi og á sér engar eigin minningar. Hún hefur sífelldar martraðir, meðal annars um morð á píanóleikara, Margaret, þar sem eiginmaður hennar Roman Strauss myrðir hana snemma á fimmta áratug síðustu aldar. Til að reyna að ráða gátuna um martraðirnar, þá leitar Church hjálpar hjá fornsalanum Madson, sem býr yfir hæfileika til að dáleiða fólk. Dáleiðslurnar leiða fljótlega ýmislegt óvænt í ljós. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þessi líka ljómandi skemmtilega endurholdgunarpæling, örugglega besta mynd sem ég hef séð um það efni. Emma Thompson leikur konu sem ráfar inn í nunnuklaustur algjörlega minnislaus, svo prestur einn kemur henni í samband við einkaspæjarann Mike Church, leikinn af Kenneth Branagh. Við dáleiðslu byrjar hún að tala um líf löngu látinna hjóna og virðist sem hún tengist þeim á einn eða annan hátt. Fín ræma og ein af þessum möst-sí.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef Hitchcock hefði gert mynd á tíunda áratugnum hefði hann líklegast gert þessa. Dead Again er yndislega frábær mynd sem blandar saman film noir, rómantík, spennu og óhugnaði svo útkoman verður ein af áhugaverðustu sálfræðitryllum síðari ára. Branagh leikur Mike Church, einkaspæjara sem einsetur sér að hjálpa minnislausri konu, Grace (Emma Thompson). Dularfullur dáleiðari býður hjálp sína og í dáleiðslu segir Grace frá því þegar hún var gift evrópsku tónskáldi. Eini gallinn við frásögnina er að hún var gift honum fyrir rúmum 40 árum – þ.e. áður en hún fæddist. Scott Frank, handritshöfundur myndarinnar, skapar hér eftirminnilega og frumlega fléttu og nær Branagh að færa söguna fullkomlega á tjaldið og úr verður ein áhugaverðasta spennumynd sem ég man eftir. Frábær, drungaleg tónlist, myrkar sviðsmyndir, stílísk kvikmyndataka, gott handrit, frábær leikur og leikstjórn gera þessa mynd að módern-klassík sem enginn ætti að missa af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn