Náðu í appið
113
Bönnuð innan 16 ára

I Know What You Did Last Summer 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. febrúar 1998

He's got a hook on them...

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 46% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Kvikmyndaútgáfa af spennutrylli Lois Duncan, um fjóra unglinga sem reyna að fela slys, þar sem þau keyrðu á mann og flúðu af vettvangi. Julie, menntaskólamær, fer í ferðalag með vinum sínum og keyrir á sjómann. Þau halda að hann sé látinn, og henda honum í nálægt stöðuvatn. Seinna fá þau sent skrýtið bréf þar sem stendur; "Ég veit hvað þið gerðuð... Lesa meira

Kvikmyndaútgáfa af spennutrylli Lois Duncan, um fjóra unglinga sem reyna að fela slys, þar sem þau keyrðu á mann og flúðu af vettvangi. Julie, menntaskólamær, fer í ferðalag með vinum sínum og keyrir á sjómann. Þau halda að hann sé látinn, og henda honum í nálægt stöðuvatn. Seinna fá þau sent skrýtið bréf þar sem stendur; "Ég veit hvað þið gerðuð síðasta sumar" ("I know what you did last summer")... minna

Aðalleikarar


IKWYDLS er hin týpíska unglinga hrollvekjumynd. Creepy kringumstæður, ungir leikarar í hverju hlutverki, vondur kall, nóg af blóði og allt sem einkennir svona myndir. En samt, af einhverri ástæðu, var þessi mynd ekki að heilla mig. Hún hefur sína kosti, en mér fannst gallarnir mun fleiri. Nenni ekki að nefna þá hér. Og sú staðreynd að Kevin Williamson, sem er hvað frægastur fyrir handrit sín að Scream myndunum og The Faculty, skuli ekki ná að gera jafn ferskt handrit hér og í hinum myndunum er lélegt. Svo fannst mér leikararnir ekkert gefa neitt mikið frá sér hvað varðar leik. Það eru sumir sem fíla þessa mynd, en aðrir ekki. Ég fíla hana ekki og mæli með að þið sjáið aðra mynd en þessa, því það eru til mun betri hrollvekjur en þessi ræma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg sallafín unglingamynd um fjóra vini(Jennifer Love Hewitt, Sarah Michelle Gellar, Freddie Prinze JR, Ryan Phillipie)sem keyra niður mann af slysni á þjóðveginum. Til að fyrirbyggja frekari vandræði losa þau sig við líkið og reyna síðan að gleyma öllu saman. Aftur á móti tærir þetta vináttuna upp og einu ári seinna kemur upp mál sem titillinn útskýrir. Umgjörðin byggir upp talsverða spennu sem stefnir að góðri fléttu þó að seinustu mínúturnar hefðu mátt vera betur skrifaðar. Tónlistin er vel valin og Where did you sleep last night eftir Huddie Ledbetter stendur upp úr. Leikararnir í þessari mynd eru misjafnir en Jennifer er án alls efa langbest með sínu glæsilega útliti og framkomu. Sarah er líka fín en stendur Jennifer soldið að baki. Ryan er alltílæ en Freddie er allt að því leiðinlegur og er sá leikari í myndinni sem stendur sig verst. Anne Heche er þarna líka í litlu hlutverki sem einsetukona og fílar sig vel. Þessi mynd I know what you did last summer spilar alveg meistaralega úr þessum efnivið(þrátt fyrir slöpp endalok eins og áður sagði) og sem unglingamynd er hún skotheld þriggja stjörnu skemmtun sem eldist vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kevin Williamson er einn af betri handritshöfundum unglingahryllingsmynda og hefur sannað það með myndum á borð við Scream,Scream2,I know what you did last summer og the faculity eftir Robert Rodriques(Sin City). I know kom út sama árið og Scream2 og urðu þær báðar smellir í miðasölum en I know hinsvegar er ekki nærri því eins þekkt og eftirminnileg eins og Scream myndirnar enda þær heimsfrægar. Handritð er sæmilegt og sömuleiðis leikstjórnin,Leikarar myndarinnar eru mjög þekktir í Hollywood í dag Sarah Michelle Gellar, Ryan Phillippe,Jennifer Love Hewitt og Freddie Prinze,jr en leikur þeirra síðarnefndu er langt frá því að vera góður.Myndin er ekkert meistaraverk en þó alveg ágæt. I know what you did last summer er hinsvegar góð hrollvekja spennandi og umhverfi myndarinnar sjávarþorp er flott og morðingi myndarinnar the fisherman mikið óhugnanlegri heldur en ghostface úr Scream. Myndin gerist á þjóðhátíðar dag Ameríkana 4 júlí þar sem fjórir unglingar Julie,Helen,Barry og Ray fara á fyllerí og í bíltúr á ströndina og verða fyrir því áhappi að keyra á mann og í örvæntingu henda þau líkinu fram af bryggju og gera þann samning að fara með þetta í gröfina. Ár síðan kemur Julie(Hewitt)heim úr háskóla þjökuð af sektarkennd og þunglyndi fær miða sem á stendurÉG VEIT HVAÐ ÞÚ GERÐIR Í FYRRA SUMAR. í hræðslu sinni fer Julie til Helenar(Gellar)og Barry(Phillippe)og segir þeim frá og í leiðinni hitta þau Ray(Prinze,jr)sem segja að hljóti að vera einhver sjúkurhúmor en þegar keyrt er á Barry komast þau að því að það er langt frá því og einhver veit hvað þau gerðu. Mæli með i know fyrir þá sem fíla unglingahrollvekjur þeir mega alls ekki missa af henni en gleymið framhaldinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kevin Williamson er einn af betri handritshöfundum unglingahryllingsmynda og hefur sannað það með myndum á borð við Scream,Scream2,I know what you did last summer og the faculity eftir Robert Rodriques(Sin City).

I know kom út sama árið og Scream2 og urðu þær báðar smellir í miðasölum en

I know hinsvegar er ekki nærri því eins þekkt og eftirminnileg eins og Scream myndirnar enda þær heimsfrægar.

Leikarar myndarinnar eru mjög þekktir í Hollywood í dag Sarah Michelle Gellar,

Ryan Phillippe,Jennifer Love Hewitt og Freddie Prinze,jr en leikur þeirra síðarnefndu er langt frá því að vera góður og Gellar og Phillippe mun betri og myndin ekkert meistaraverk.

I know what you did last summer er hinsvegar góð hrollvekja spennandi og umhverfi myndarinnar sjávarþorp er flott og morðingi myndarinnar the fisherman mikið óhugnanlegri heldur en ghostface úr Scream.

Myndin gerist á þjóðhátíðar dag Ameríkana 4 júlí þar sem fjórir unglingar Julie,Helen,Barry og Ray fara á fyllerí og í bíltúr á ströndina og verða fyrir því áhappi að keyra á mann og í örvæntingu henda þau líkinu fram af bryggju og gera þann samning að fara með þetta í gröfina.

Ár síðan kemur Julie(Hewitt)heim úr háskóla þjökuð af sektarkennd og þunglyndi fær miða sem á stendurÉG VEIT HVAÐ ÞÚ GERÐIR Í FYRRA SUMAR.

í hræðslu sinni fer Julie til Helenar(Gellar)og Barry(Phillippe)og segir þeim frá og í leiðinni hitta þau Ray(Prinze,jr)sem segja að hljóti að vera einhver sjúkurhúmor en þegar keyrt er á Barry komast þau að því að það er langt frá því og einhver veit hvað þau gerðu.

Mæli með i know fyrir þá sem fíla unglingahrollvekjur þeir mega alls ekki missa af henni en gleymið framhaldinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er mynd sem er varla hægta að segja að sé leiðinleg en hún fjallar um fjögur ungmenni sem eru að keyra og keyra á eitthvað sem ég vill ekki segja því ég ætla ekki að eiðinleggja fyrir einhverju sem ætlar að taka myndina þetta er spennutryllir/hrollvekja af bestu gerð góða skemmtun
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn