A Dog's Journey
2019
(A Dog´s Journey)
Frumsýnd: 20. september 2019
Some friendships transcend lifetimes.
109 MÍNEnska
51% Critics
91% Audience
43
/100 A Dog’s Journey er ný mynd um hundinn Bailey sem við kynntumst
í myndinni A Dog’s Purpose, en hún var frumsýnd árið
2017 og bræddi hjörtu margra, ekki síst hunda- og dýravina.
Við förum hér aftur í heimsókn til Ethans, eiganda Baileys, og eiginkonu hans, Hönnu, sem nú
búa með ekkju sonar síns, Gloriu, og dóttur hennar, Kathryn. Ólíkt
tengdaforeldrum sínum... Lesa meira
A Dog’s Journey er ný mynd um hundinn Bailey sem við kynntumst
í myndinni A Dog’s Purpose, en hún var frumsýnd árið
2017 og bræddi hjörtu margra, ekki síst hunda- og dýravina.
Við förum hér aftur í heimsókn til Ethans, eiganda Baileys, og eiginkonu hans, Hönnu, sem nú
búa með ekkju sonar síns, Gloriu, og dóttur hennar, Kathryn. Ólíkt
tengdaforeldrum sínum og dóttur er Gloriu ekki vel við hunda og
ákveður að flytja burt, þeim Ethan og Hönnu til mikillar mæðu og
ekki bætir úr skák að Gloria lætur í veðri vaka að þau muni ekki fá að
hitta Kathryn á ný. Þegar Bailey veikist af ólæknandi sjúkdómi biður
Ethan hann um að koma aftur í öðrum hundalíkama eins og hann
hefur alltaf gert, en í þetta sinn til að passa Kathryn í uppvextinum.
Við því á Bailey eftir að verða og þar með hefst ævintýrið á ný með
öllum þeim húmor og hlýju sem fylgir sambandi manna og hunda ...... minna