Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Shining 1980

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The Horror is driving him crazy

146 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 66
/100
Stanley Kubrick tilnefndur fyrir leikstjórn, myndin fyrir besta mynd, og fyrir bestu tónlist á Academy of Science Fiction, Fantasy

Maður, sonur hans og eiginkona ráða sig til vetrardvalar sem húsverði á einangrað hótel þar sem Danny, sonurinn, fer að sjá óhugnanlega hluti úr atburðum sem gerðust á hótelinu í fortíðinni, en hann býr yfir yfirnáttúrulegri náðargáfu sem þekkt er sem "The Shining". Faðirinn, Jack Torrance, er rithöfundur og er með verk í vinnslu, en verður fljótt... Lesa meira

Maður, sonur hans og eiginkona ráða sig til vetrardvalar sem húsverði á einangrað hótel þar sem Danny, sonurinn, fer að sjá óhugnanlega hluti úr atburðum sem gerðust á hótelinu í fortíðinni, en hann býr yfir yfirnáttúrulegri náðargáfu sem þekkt er sem "The Shining". Faðirinn, Jack Torrance, er rithöfundur og er með verk í vinnslu, en verður fljótt geðveikur vegna innilokunarkenndar og af völdum drauga úr fortíð hótelsins. Eftir að hafa verið sannfærður af draugi þjóns, um að það þurfi að "leiðrétta" fjölskylduna, þá gengur Jack gjörsamlega af göflunum. Það eina sem getur nú bjargað Danny og móður hans er "The Shining". ... minna

Aðalleikarar


Var búinn að skrifa pínulítið comment um shining í sumar en það var áður en ég fékk netið og hafði því engan tíma að skrifa en núna er ég komin með nýja og flotta tölvu og internetið og ætla því aftur að skrifa um meistaraverk Kubricks The Shining.

Jack Torrence(Jack Nicholson)er rithöfundur sem gerist umsjónar maður hótels um vetur því þá er hótelið sem er uppí fjöllum lokað.Konan hans Wendy(Shelley DuVall)og sonur þeirra Danny(Danny Lloyd)koma með honum.Danny hefur the shiningsem er einhversskona skyggnigáfa og hann heldur að eitthvað slæmt eigi eftir að gerast.

Kokkur hótelsins hefur líka the shining og varar Danny við.

Hótelið hefur sögu,seinast umsjónar maður brjálaðist og myrti tvíburadætur sínar tvær og eignkonu sínu og svo seinast sjálfan sig.Brátt fara hryllilegir hlutir að gerast,Danny sér stelpurnar,Jack brjálast og fer að sjá undarleg hluti og fer að feta í fótspor gamla umsjónarmannsins,hann ætlar að myrða Danny og Wendy.

Shining er rosalega góð kvikmynd,leikurinn er frábær hjá Jack Nicholson og Danny Lloyd og Shelley DuVall er mjög fín sem Wendy,ég er einfaldlega ekki sammála um að hún hafi verið léleg eins og nær allir gangrýnendur vilja meina.Þetta er því miður eina myndin sem ég hef séð eftir Stanley Kubrick.Hann leykstýrir þessu meistarastykki ólýsanlega vel.Ég hef ekki lesið bók Stephan King en hef heyrt að myndin sé aðeins öðruvísi,en það skiptir ekki máli fyrir mig og ef Kubrick hefði farið alveg eftir bókinni væri Shining öðruvísi og hugsanlega verri.Handrit Shining er gott,myndatakan er GEÐVEIK og andrúmsloftið er geðveikara en Jack.Shining er óhugnanleg en rosalega góð kvikmynd,bara frábær og gallalaus(nema kannski fyrir þá sem elska bókina).Enginn kvikmynda elskandi má missa af meistarastykkinu Shining.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Shining er snilli tveggja manna kominn saman í eina kvikmynd. Annars vegar er það einn sá besti hryllingsrithöfundur sem uppi hefur verið, Stephen King (The Stand, Rita Hayworth and the Shawshank Redemption, Dreamcatcher, The Body, The Dark Tower series, IT). Hins vegar er það hin frábæri leikstjóri Stanley Kubrick sem skilur eftir sig hvert meistarastykkið á eftir öðru (Barry Lyndon, Clockwork Orange, 2001: A Space Oddyssey og margar fleiri). Saman stóðu þeir sterkir!

Stephen King var maðurinn sem bjó til og skrifaði söguna Shining sem seinna átti eftir að verða ein besta hryllingsmynd sem hefur verið gerð.

The Shining fjallar um persónuleg átök aðalpersónurnar, Jack Torrance, við fjölskylduna sína og geðheilsuna.

Jack er rithöfundur sem á í miklu basli með að fá góðar hugmyndir að sögum og leikritum, af sökum þessar hugmyndarskorts er hann atvinnulaus . Hann er því í skýjunum þegar honum býðst gott starf við Overlook hótelið, húsvarðastarf. Hann á að sjá um allt milli himins og jarðar sem tengist hótelinu, hita það, gera við skemmdir, sjá um þrifnað og margt annað. Eini gallinn við starfið er einangrunnin sem fylgir því. Overlook hótelið er staðsett hátt upp í fjöllunum og er því ófært til og frá því yfir hæsta veturinn. Það er einmitt á þessu tímabili sem Jack þarf að sjá um hótelið.

Hótelið á sér líka svarta sögu, einn af fyrri húsvörðum þess Delbert Grady varð brjálaður og drap konu sínar og dætur. Það höfðu líka margir gesti sagt að hótelið væri reimt.

Jack lætur sér ekki bregða enda mikill efasemdarmaður um allt yfirnáttúrulegt. Þetta er kaldhæðnislegt því að hann á strák sem er skyggn, hann býr yfir hæfileika sem er kallaðu “the shining”. Jack ákveður að taka konu sína Wendy( Shelley Duvall) og son sinn Danny (Danny Lloyd) með sér til vistar á Overlook hótelinu. Allt leikur í lyndi til að byrja með en síðan fer Danny að sjá hræðilegar sýnir og Jack byrjar að haga sér undarlega...........

Eins og ég sagði áðan þá er Stanley Kubrick einn af bestu leikstjórum okkar tíma ef ekki sá besti. Hann er mikill perfectionisti og steig hann ekki feilspor í gerð The Shining. Þeir sem ekki hafa séð myndina ættu að sjá sýnishornið úr myndinni. Það er tær snilld og er þetta með betri sýnishornum sem ég hef séð.

Þessi mynd er ótrúlega drungaleg og er undirtónin erfiður að kyngja. Manni finnst alltaf eins og að eitthvað sé að fara gerast. Þegar hryllingsatriðinn koma eru þau enn hræðilegri enn maður hafði undirbúið sig fyrir.

Þótt ótrúlegt megi virðast var þetta fyrsta og eina hryllingsmyndin sem Stanley Kubrick gerði (sumir segja að Clockwork Orange ætti að vera flokkuð undir hryllingsmynd út af yfirdrifnu ofbeldi en ég er ósammála.). Hann hafði þá reglu við kvikmyndir að endurtaka aldrei sjálfan sig.

Þeir sem hafa horft á myndir eftir Stanley ættu að taka eftir því hvernig hann notar litina í myndum sínum. Tvo atriðið þar sem litinir eru vel notaðir er t.d. Delbert Grady atriði, klósettið og sýnishornaatriðið. Hann getur framkallað sterkar tilfinningar með notkun sinni á litum og í þessari mynd beinist það helst að því að gera horfandann heillaðan og hræddan.

Stanley Kubrick er þekktur fyrir það að vera góður að velja í hlutverk, hann ákveður að skarta Jack Nicholson í aðalhlutverki sem Jack Torrance og gat hann ekki fengið betri leikara til að leika þennan hálfgeðbilaða leikara sem fer yfir brúnina, hver man ekki eftir “Here’s Johnny” atriðinu.

The Shining er og verður ein af óhugnalegustu myndum sem hafa verið gerðar.


Ps. Endirinn er algjör snilld þótt að hann sé ekki trúr bókinni.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef aldrey séð lélega mynd ettir hrollvekjusnillingin Stephen king.Þessi mynd er nokkuð mikið scary og mjög svona skemmtileg og ég hvet alla til að fara út á leigu og taka þessa snilldar mynd en munið eitt myndin er í tveim hlutum svo takið báða hlutana
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The shining er í leikstjórn snillingsins Stanley Kubrick og er bygð á sögu Stephens King og er með Jack Nicholson,Shelley Duvall og danny Lloyd í aðalhlutverki.

Myndin fjallar um Jack Torrance(Nicholson) sem á að sjá um risastórt fjallahótel um veturinn á meðan hótelið er autt ásamt eiginkonu sinni Wendy og syni sínum Danny(Lloyd).

En hann er skygn og veit að eiga hræðilegir hlutir að gerast en áður en þau lögðu af stað var Jack látinn vita að húsvörður nokkur sem hafði unnið þar nokkrum árum áður hafði orðið alveg brjálaður og myrt konu sína og dætur............

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stephen King og Stanley Kubrick eru með meistörum kvikmyndasögunnar! Án efa þriðja besta mynd sem ég hef séð. Jack Torrence (Nicholson) fær vinnu á Overlook hótelinu sem er að halda því uppi um veturinn og reyna að fókusa að ritverkum sínum. Eigandi hótelsins Ullman segir honum sögu um mann sem átti að halda húsinu um veturinn nokkrum árum áður en myndin gerist. Hann varð sturlaður og drap konu og systur sína og framdi síðan sjálfsmorð. Jack tekur samt vinnuna og fer með konu og hálf geðveiku barni sínu Danny. Danny fer að sjá óhugnalega hluti að gerast (ekki í alvöru) og maður sem vinnur þar segir honum að hann er með sérstakan hæfileika sem heitir The shining og hann er líka með það. Vinnumaðurinn segir honum að fara alls ekki að fara í eitt herbergi. En Danny er að springa úr forvitni og fer inn. Þegar þau eru búinn að vera þarna eitthvað lengi byrjar skrýtnir hluti að gerast og Jack verður sturlaður og ætlar að drepa þau með exi. Margar frægar setningar og atriði eru í þessari mynd eins og 'Here's Johnny!' og Danny sér fullt af blóði flæða út úr lyftunni og Danny sér stelpurnar sem voru drepnar af hinum sturlaða og þær segja 'Come play with us Danny,forever and forever and forever.'
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.08.2023

Topp 10 hrollvekjur Erlings Óttars Thoroddsen leikstjóra Kulda

Kvikmyndir.is bað hrollvekjuleikstjórann Erling Óttar Thoroddsen sem sendir frá sér myndina Kulda nú í vikunni, að taka saman lista yfir uppáhalds hrollvekjurnar sínar. A Nightmare on Elm Street [movie id=897] Ég á...

19.05.2022

Einn minnislaus, tvær eldheitar og japanskur draugur

Tvær eldheitar kvikmyndir sem byrja á enska orðinu fire, eða eldur, eru annað hvort nýkomnar í bíó eða verða frumsýndar núna á föstudaginn. Önnur heitir Firestarter, eða Kveikjari í lauslegri íslenskri þýðingu, en hin heitir...

15.04.2022

Hefur varla séð neina kvikmynd - nýtt hlaðvarp

Glænýtt kvikmyndahlaðvarp, "Heimabíó", hefur litið dagsins ljós. Margir gætu kannast við þáttastjórnendurna, þá Sigurjón Inga Hilmarsson sem verið hefur útvarpsmaður á KissFM, stjórnað hlaðvarpinu Poppkúltu...

Umfjallanir af öðrum miðlum

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn