Náðu í appið
Öllum leyfð

Manhattan 1979

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Woody Allen's New Comedy Hit

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 83
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir handrit, og Mariel Hemingway fyrir leik í aukahlutverki.

Isaac, 42 ára, er skilinn við Jill. Hún býr nú með annarri konu, Connie, og er að skrifa bók þar sem hún mun segja frá mjög persónulegum hlutum í sambandi þeirra Isaac. Isaac á í ástarsambandi við Tracy, 17 ára, þegar hann hittir Mary, hjákonu besta vinar síns Yale. Yale er kvæntur Emily.

Aðalleikarar


Ein af allra bestu kvikmyndum snillingsins Woody Allen er tvítug á þessu ári og er enn jafngóð sem fyrr. Hér er sögð saga af grínhöfundinum Isaac Davis í New York sem á í sambandi við þrjár konur í einu. Tracy, hina ungu, Mary, sem passar honum betur og Jill sem er gallhörð eiginkona. Manhattan sameinar alla aðalkosti Woody Allens sem kvikmyndagerðarmanns í elskulega kómískri úttekt á kvennamálum söguhetjunnar. Hún er glæsilega tekin í svart-hvítu af Gordon Willis og rétta andrúmsloftið kórónað eins og svo oft áður með tónlist snillingsins George Gershwin. Að Annie Hall frátaldri er Manhattan besta kvikmynd Allens. Svo einfalt er það. Allen fer á kostum í hlutverki Davis og þær stöllur Diane Keaton, Meryl Streep og Mariel Hemingway fara stórkostlega vel með hlutverk ástkvenna hans. Ómótstæðileg og yndisleg kvikmynd sem fær fjórar stjörnur, hvorki meira né minna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.10.2022

Rómantísk og skemmtileg

Í rómantísku gamanmyndinni Bros sem kemur í bíó núna á föstudaginn kynnumst við Bobby Leiter sem er að gera enn einn hlaðvarpsþáttinn um New York borg. Hann er líka með útvarpsþátt og ræðir við hlustendur um ...

05.05.2022

Hræðir og tryllir áhorfendur á víxl

Nærri tuttugu árum eftir að Sam Raimi leikstýrði sinni fyrstu Marvel ofurhetjumynd, Spider-Man frá 2002, og 15 árum eftir að hann leikstýrði síðast ofurhetjumynd, sem var Spider-Man 3 árið 2007, þá er leikstjórinn n...

01.01.2022

Ástir og dramatík, söngur og dans

Söngleikjamyndin West Side Story í leikstjórn Steven Spielberg kemur í bíó í dag en um er að ræða aðra kvikmyndaútgáfu í fullri lengd af þessum vinsæla söngleik frá árinu 1957. Hér er bæði drama og róman...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn