Smith hjónin eru hamingjusamlega gift þangað til þau komast að því að tæknilega séð eru þau ekki gift vegna þess að giftingin var ólögleg og þau þurfa því að giftast að nýju en þá koma brestir í sambandið. Hér er á ferðinni rómantísk gamanmynd og eftir því sem ég best veit, eina gamanmynd meistara Hitchcock og hún er bara nokkuð fyndin á köflum enda fara þau Robert Montgomery og Carole Lombard á kostum sem Smith hjónin en það er samt dálítið einkennilegt að horfa á gamanmynd eftir Hitchcock, það bara einhvern veginn passar ekki en myndin fer vel af stað en missir dálítið flugið undir lokin og þótt um gamanmynd sé að ræða þá má sjá nokkur týpísk Hitchcock skot sem gleðja augað en í heildina litið þá er hér á ferðinni ágætis gamanmynd en sennilega hefur meistaranum dauðleiðst fyrst hann gerði ekki aðra gamanmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei