Vissir þú
Fyrrum lífvörður Díönu prinsessu, Ken Wharfe, horfði á myndina og sagði um leik Kristen Stewart: Af öllum þeim sem hafa leikið Díönu á síðustu tíu árum, þá nær hún henni best. Hún nær að fullkoma alla hennar kæki.
Kristen Stewart æfði enska framburðinn í sex mánuði.
Kristen Stewart horfði á Netflix sjónvarpsþættina The Crown til að búa sig undir hlutverkið.
Kristen Stewart er 1.65 metrar á hæð en Díana var 1.77 metrar.
Atriðið í myndinni þar sem Díana fer með synina William og Harry á KFC eftir að hafa verið í Sandringham House, var að hluta byggt á raunverulegum atburðum. Samkvæmt fyrrum matreiðslumanni hallarinnar, Darren McGrady og brytanum Paul Burrell þá fór Díana stundum með synina á McDonalds.