Rosalega sérstök blanda af hasar, stunt atriðum og offbeat húmor. Þegar ég reyni að hugsa mér einhverja mynd sem líkist þessari dettur mér ekkert í hug. Myndin fjallar um nokkra leigumorðingja og hvernig þeir lenda í vandræðum með hálfmisheppnað mannrán. Þessi mynd gengur miklu betur upp sem grínmynd heldur en hasarmynd en þannig er hún líka hugsuð. Leikararnir standa sig allir vel og söguþráðurinn sem slíkur er líka góður. Fín skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei