Keanu Reeves leikur Thomas Anderson sem vinnur hjá stóru tölvu fyrirtæki og er einning þekktur sem tölvuhakkarinn Neo.Hann kynnist hóp sem kemur úr framtíðinni og halda því fram að hann sé the one sem getur bjargað framtíðinni.Neo kemst af því að við lifum ekki í raunveruleikanum heldur í tölvugerði eftirlíkingu raunveruleikans eins og Helgi Páll sagði.
Matrix er ein frægasta mynd nútímans og hefur hvarvetna fengið frábæra dóma og á þá alla sannarlega skilið.Þetta er virkilega góð mynd og inniheldur myrka framtíðarsýn og mikla heimspeki.Útlit myndarinnar er geðveikt, myrkt,hrátt og svalt.
Tæknibrellurnar eru með þeim bestu sem sést hefur í kvikmynd og fékk líka óskar fyrir þær.Myndin er með því svalsta sem gengur og gerist og myndin er bara frábærlega vel gerð.Leikstjórn Wachowski bræðranna mjög góð.Handritið er meistaralega skrifað.Keanu Reeves,Laurence Fishburne,Carrie Ann Moss og Hugo Weaving eru fín í aðalhlutverkunum en ekki meira en það.Aukaleikararnir eru þó verri.Weaving fer á kostum sem agent Smith.Helsti gallinn er sá að myndin er mjög langdreginFramhöld Matrix heita Matrix Reloaded og Matrix Revolutions eru ekta svona Hollywood stórmyndir,innihalda aðeins frábærar tæknibrellur og hasar og eru bara gerðar til að græða en þessi er öðruvísi hún er ekki bara sumar hasarmynd,hún hefur magnað handrit og góða leikstjórn og er bara virkilega góð kvikmynd.
Þegar er litið á heildina er Matrix mögnuð vísindaskáldsögu meistaraverk sem ég get mælt með fyrir þá sem hafa ennþá ekki séð hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei