Náðu í appið
Öllum leyfð

Tarzan 1999

Frumsýnd: 19. nóvember 1999

An immortal legend. As you've only imagined.

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 79
/100

Myndin fjallar um líf Tarzan apafóstra. Tarzan var munaðarlaus lítill drengur sem var alinn upp af apa að nafni Kala. Hann hélt að aparnir væru fjölskylda sín, þar til hann bjargar Jane Porter sem er í rannsóknarleiðangri í skóginum. Hann kemst þá að því að hann er maður. Núna þarf Tarzan að taka ákvörðun um það hvorri fjölskyldunni hann tilheyrir ...

Aðalleikarar

Soldið týpísk, en ekki slæm
Ég er frekar ánægður með að Tarzan sé síðasta myndin sem kom út á endurkomutímabilinu og Disney fór aðeins að breyta næstu myndum. Samanborið við aðrar myndir tímabilsins, þá hefur Tarzan marga svipaði kosti. Hún lítur mjög vel út, töluð vel og hefur ágæta sögu. En þetta er líka galli við hana. Hún er aðeins of týpísk fyrir tímabilið.

Myndin hefur fullmikið af klisjum sem einkenna tímabilið og ólíkt Hunchback of Notre Dame og Mulan, sem reyndu að koma með eitthvað nýtt eða áhættu eftir að Pocahontas var gagnrýnd fyrir að vera of týpísk, þá kemur Tarzan með næstum ekkert. Myndin er samt ekki slæm. Hún er ágætlega vel gerð, en alls ekkert meistaraverk.

Karakterarnir eru flestir fínir. Tarzan heldur myndinni uppi. Hann er skemmtilegur, karlmannlegur en hefur líka skammt af forvitni, allavega eftir að hitt mannfólkið hittir hann. Hann að halda á Sabor rétt eftir að hann drap hana er áreiðanlega íkonikasta atriðið í myndinni. Kala er líka góður karakter, sú eina í byrjun myndarinnar sem styður Tarzan. Sambandið á milli þeirra er mjög náttúrulegt, en því miður er það ekkert rosalega mikið í myndinni. Terk (sem ég taldi alltaf að væri töluð af svertingja; síðan uppgötvaði ég að þetta var Rosie O'Donnel) og Tantor (Wayne Knight, sem talaði í Toy Story 2 sama ár) eru fín comic-relief, sérstaklega Tantor í einu ákveðnu atriði sem ég held að allir viti hvað er (eitt orð: skip). Kerchak kom og fór, en átti sín augnablik.

Jane fannst mér ekki vera roslega áhugaverður karakter. Hvað er málið með Disney að hafa breska karaktera skrítna? Pabbi hennar er ekkert skárri. En samt sem áður er samband hennar við Tarzan með því besta frá fyrirtækinu, aðallega vegna þess að maður finnur fyrir "chemistry" á milli þeirra, og líka að maður getur dæmt hversu lengi myndin er eftir að þau hittast, vegna góðrar notkunar á montage. Jafnvel þótt Clayton sé mjög dæmigerður og ekkert sérstaklega gott ilmenni, þá fannst mér frábært að Brian Blessed talaði fyrir hann (sum ættu kannski að þekkja hann sem Richard IV í Black-Adder).

Tónlistin frá Phil Collins er fín, en það er eitthvað við röddina hans sem ég fíla ekki. Svo ekki talað um að lögin eru frekar einhæf. Samt gott að karakterarnir fengu ekki að syngja (fyrsta sinn í Disney-mynd í 9 ár). Hreyfimyndagerðin er góð, sérstaklega þegar Tarzan er að leika sér á greinunum eins og hann sé með hjólabretti/línuskauta (enda byggt á þeim íþróttum).

Það er lítið sem ég get kvartað yfir myndinni. Hún hefur smá vott að myrkum söguþræði, hefur fína sögu og ágæta karaktera, en hún helst ekki eins mikið uppi og hún gerði þegar ég horfði á hana þegar ég var yngri. Hún er frekar týpísk fyrir tímabilið. Sem betur fer breyttust myndirnar á næsta áratugi, þó að gæðin hafa ekki endilega verið jafngóð.

Yfir heild var þetta tímabil hjá Disney mjög öflugt. Fyrir utan tvær myndir komu bara góðar myndir, stöku sinum frábærar myndir. En ég kýs frekar gullaldartímabilið. Hreyfimyndagerðin þar er betri miðað við tímann, myndirnar eru fjölbreytilegri, tímabilið hefur enga lélega mynd (þeirri lægstu gaf ég 7) og það sést að myndirnar séu persónulegri. Endurkomutímabilið er samt sem áður gott og Tarzan er ágæt mynd til að enda það.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tarsan er enn eitt meistaraverkið frá Walt Disney, með svakalega flottum teikningum, flottri tónlist og að vanda góðum húmor.

Allir kunna söguna um Tarsan en hann var einmitt alinn upp af öpum eftir að hafa tínst í frumskógum afríku, Tarsan hefur aldrei séð mannfólk en hvað gerist þegar að hann rekst svo loks á það.

Þessi mynd er eins og aðrar Walt Disney myndir, ofboðslega flott og góð afþreying.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tarzan er skemmtileg mynd ef þú ert 30 ára og eldri. Myndin er alltof þung fyrir yngri kynslóðina og hreint út sagt leiðinleg (heimild frá 7 ára frænda). Myndin er listræn og söguþráður mjög góður. Teikningar og tölvuvinnsla öll er hreint frábær og er meira komin út í gömlu aðferðirnar og blærinn yfir myndinni er skemmtilegur, en hálf þungur á köflum. Mynd sem foreldrarnir hafa meira gaman af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér finnst hún góð. Ég hló allavega mikið þegar ég fór á hana. Hún er vel teiknuð og er mjög góð, allavega er ég til að sjá hana aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sannkallað meistaraverk frá Disney-fyrirtækinu sem á að baki virtan og glæsilegan feril og er án nokkurs vafa það kvikmyndafyrirtæki sem á í sínu safni bestu teiknimyndir kvikmyndasögunnar. Og þessi er svo sannarlega ein af þeim. Tarzan hefur alls staðar fengið bestu dóma gagnrýnenda og það er óhætt að lofa kvikmyndaáhugafólki á öllum aldri að það verður enginn svikinn af þessari stórkostlegu mynd, klassískri sögunni og persónum hennar sem Disney hefur gætt alveg nýju og einstöku lífi. Hin ódauðlega skáldsaga Edgar Rice Burroughs, Tarzan apabróðir, er önnur mest kvikmyndaða saga sem komið hefur út, en almennt er talið að alls 47 kvikmyndir hafi áður verið gerðar eftir sögunni um Tarzan (einungis sagan af Drakúlu greifa hefur oftar verið kvikmynduð). Samt sem áður er þetta í fyrsta skipti sem sagan er sett upp sem teiknimynd í fullri lengd. Myndin fylgir hinni klassísku sögu Burroughs um Tarzan allt frá því að foreldrar hans verða strandaglópar á eyðiströnd þegar hann er kornabarn. Þegar foreldrar hans deyja tekur apynjan Kala hann að sér og elur hann upp sem sitt eigið afkvæmi á meðal dýranna í skóginum. Þegar Tarzan eldist kemst hann síðan að því smátt og smátt að hann er einn sinnar tegundar í skóginum og þegar hann hittir mannfólk í fyrsta skipti tekur ævintýrið alveg nýja stefnu. Þess ber að geta að myndin hlaut Óskarsverðlaunin fyrir besta kvikmyndalagið, en það var samið og flutt af Phil Collins. Hann á fimm lög í myndinni og eru þau hvert öðru betra. Þó leikur enginn vafi á því að best þeirra er smellurinn einstaki You´ll Be In My Heart (hreint stórkostlegt og eftirminnilegt lag sem gleymist seint). Það hlaut enda óskarinn eins og fyrr sagði sem besta lagið í kvikmynd á árinu 1999, og kom það svo sannarlega ekki á óvart, enda er þetta lag með svipmiklu og hugljúfu lagi og undurfögrum og heillandi texta. Hér er því á ferðinni stórfengleg teiknimynd með öllum höfuðeinkennum teiknimynda Disney-fyrirtækisins og skartar eins og venjulega góðri tónlist. Ég mæli því eindregið með að allir sjái þessa mynd. Hún er úrvals fjölskyldumynd og er ekki síður fyrir unga kvikmyndauennendur en hina eldri sem hafa alist upp með ógleymanlegum teiknimyndaævintýrum Disney-fyrirtækisins. Alls ekki missa af þessari úrvalsteiknimynd!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.06.2020

Nándarbann vegna COVID-19

Samkvæmt fréttum í breska blaðinu The Daily Mail, sem vitnar í frétt í The Sun, þá segir í nýrri skýrslu frá stéttarfélagi klippara í kvikmyndaiðnaðinum, að atriði þar sem fólk á í nánum samskiptum, þurfi að vera endurs...

16.04.2020

Óviðeigandi skilaboð í söluvörum Disney: Tarzan á fullu og fiskistangir frá Ariel

Stórrisarnir hjá Disney sérhæfa sig í fjölskyldumarkaðnum og hafa gert alla tíð, augljóslega. Annað er yfirleitt undantekning eða óvænt frávik. Þess vegna telst það til mikils klúðurs þegar toppmennirnir hj...

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn