Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Universal Soldier: The Return 1999

(Universal Soldier 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. júlí 1999

Prepare to become obsolete

82 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 5% Critics
The Movies database einkunn 24
/100

Luc Deveraux er eini eftirlifandi meðlimur hins upprunalega Universal Soldier úrvalshóps. Hann vinnur núna með Dylan Cotner að verkefni við að búa til og bæta nýja Universal Soldier hermenn. Áætlun þeirra gengur út á að láta Universal Soldier, eða UNISOLS, vera stjórnað af tölvu sem kallast SETH. Þegar ríkisstjórnin ákveður að hætta við verkefnið,... Lesa meira

Luc Deveraux er eini eftirlifandi meðlimur hins upprunalega Universal Soldier úrvalshóps. Hann vinnur núna með Dylan Cotner að verkefni við að búa til og bæta nýja Universal Soldier hermenn. Áætlun þeirra gengur út á að láta Universal Soldier, eða UNISOLS, vera stjórnað af tölvu sem kallast SETH. Þegar ríkisstjórnin ákveður að hætta við verkefnið, þýðir það að SETH verður einnig lögð til hliðar. SETH er ekki mjög ánægð með þetta, og reynir að koma í veg fyrir þessar fyrirætlanir. Fyrst drepur hún Dylan. Þá kemur hún sjálfri sér inn í líkama. Næst á dagskrá er að reyna að ná í Luc Devereaux, en hann er eina manneskjan sem veit leyniorðið sem getur komið í veg fyrir að verkefninu sé eytt. Hún ákveður því að senda alla UNISOLS á eftir honum. Luc þarf núna að reyna að sleppa undan þessu þar til SETH verkefninu hefur verið gereytt. En SETH er með spil uppi í erminni, hún ætlar sé að nota dóttur Luc til að ná fram markmiði sínu. ... minna

Aðalleikarar


Bíddu hvað er fólk eiginlega að segja hérna?? Þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum!


Þetta er tvímælalaust konungur þeirra B-mynda sem ég hef séð um ævina, one-linerarnir eiga að vera kúl en eru einfaldlega hlægilega skrýtnir og leikararnir hafa greinilega ákveðið að vera ekkert að leggja of mikið á sig, enda algjör óþarfi.

Það er augljóst að mesta vinnan hefur verið sett í slagsmálin hérna og jæja... aksjónið á alveg sínar stundir, maður stendur sig að því að finnast þetta flott öðruhvoru.


Bill Goldberg stendur upp úr, skemmtilega misheppnaður leikari að öllu leyti, en stór og mikill gaur sem er býsna góður í að berja á fólki á svalan hátt. Hefði verið flottur B-myndaleikari fyrir 15 árum en á tæpast eftir að meika það í dag vegna ósanngjarnra krafna nútímafólks um að leikarar geti farið með línur á sannfærandi hátt.


Ef maður hefur húmor fyrir svona myndum þá er þessi hin besta skemmtun, en fyrir alla muni vertu búinn að fá þér 1-2 bjóra fyrst =)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Van Damme er sífellt í gegnum árin að fara vitlausu megin í lífinu. Honum hlítur að finnast gaman af að þurfa gjörsamlega ekkert að undirbúa leik sinn fyrir myndir annað en það að fara í ræktina. Universal Soldier the Return er algjörlega tilgangslaus mynd og sínir hina leiðinlegu hlið á Hollywood enn einu sinni. Að menn eru bara að hugsa um að græða í stað þess að hugsa aðeins skynsamlega og vanda sig við það sem þeir eru að gera. Alls ekki góð mynd fyrir fólk eldri en 16 ára ( í mesta lagi )
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þvílík hörmung þessi mynd. Van Damme er alveg skelfilega lélegur leikari og vesnar með hverri mynd og meðleikarar hans, Guð minn góður, þeir geta ekki leikið frekar en símastaurar. Persónusköpun er lítil sem engin, enda er manni skítsama hver er drepinn og hver ekki. Van Damme gerðu heimsbyggðinni stórgreiða, farðu í langt langt frí.....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn