Detroit Rock City er bara fín mynd, hún fjallar um fjóra vini sem dýrka hljómsveitina Kiss og gera allt til þess að komast á tónleika með þeim. Einn daginn þegar þeir eru í eðlisfræði tíma þá heyra þeir í útvarpinu að sá sem er fyrstur að hringja inn á útvarpsstöðina fær 4 miða á Kiss tónleikana í Detroit. Einn af þeim stelst úr tímanum og nær að hringja inn og fær miðana það eina sem þeir þurfa að gera er að fara til Detroit og ná í miðana. ATH þeir sem hafa ekki séð þessa mynd og ætla að sjá hana HÆTTIÐI AÐ LESA NÚNA. Þannig að þeir fara til Detroit og ná í miðana og þá komast þeir að því að sá sem hringdi inn sagði bara fyrra nafnið sitt í flýri því hann var svo spenntur. Það þíðir að þeir fá ekki miðanna og á endanum berja þeir hvorn annan og segja að einhverjir gaurar hafi barið þá og stolið af þeim miðunum. Þannig að þeir komust inná tónleikana útaf því að miðarnir voru teknir af hinum útaf því að öryggisverðirnir trúðu því sem vinirnir 4 sögðu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei