Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununarÍ myndinni er ljótt orðbragð

Teaching Mrs. Tingle 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 24. september 1999

Before school lets out, Mrs. Tingle's class is going to need a substitute teacher.

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 19% Critics
The Movies database einkunn 35
/100

Hin einlæga og klára Leigh Ann Watson er nemandi á lokaári sem er einu stigi frá því að dúxa í árganginum og að fá styrk til að nema við Harvard háskólann. Það eina sem stendur í vegi fyrir þessu er hinn slóttugi enskukennari hennar, Frú Eve Tingle. Frú Tingle er kröfuhörð og Leigh Ann fær C í einkunn hjá henni. Luke Charner, sem er hornreka í skólanum,... Lesa meira

Hin einlæga og klára Leigh Ann Watson er nemandi á lokaári sem er einu stigi frá því að dúxa í árganginum og að fá styrk til að nema við Harvard háskólann. Það eina sem stendur í vegi fyrir þessu er hinn slóttugi enskukennari hennar, Frú Eve Tingle. Frú Tingle er kröfuhörð og Leigh Ann fær C í einkunn hjá henni. Luke Charner, sem er hornreka í skólanum, stelur svörum úr prófi sem Tingle ætlar að leggja fyrir bekkinn, og lætur Leigh Ann fá þau. Frú Tingle finnur svörin í töskunni hjá Leigh Ann og ætlar að láta skólastjórann vita, en til allrar hamingju er hann ekki við á skrifstofu sinni. Þetta sama kvöld fara Leigh Ann, vinkona hennar "Jo Lynn" og Luke heim til frú Tingle til að rökræða við hana og ræða málin. Samtalið endar með hörmulegu slysi. Leigh Ann og vinirnir hreinsa upp eftir sig og bera frú Tingle meðvitundarlausa í rúmið hennar og binda hana. Hún vaknar upp og nemendurnir þrír reyna að komast að samkomulagi , en er frú Tingle að blekkja þau, til að láta svo til skarar skríða síðar...... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er alveg þokkalegasta skemmtun, engin stórmynd svosem en allt í lagi. Leikarar standa sig flestir vel sérstaklega ljóshærða stúlkan, þrælefnileg. Senuþjófur myndarinnar er hinsvegar stórleikkonan Helen Mirren, alveg stórkostleg leikkona, það sést aldrei ofleikur hjá henni bara pottþéttur leikur. Hún lyftir þessari mynd upp um eina stjörnu. En í fáum orðum, þokkalegasta afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis unglingaþriller þar sem húmorinn er aldrei langt undan. Myndin gerist í menntaskóla þar sem einn hataðasti kennarinn er ákaflega ógeðfelld kona að nafni Tingle og atburðarásin hefst þegar hún sakar Leigh Ann (Katie Holmes), nemanda af fátækum ættum, um svindl á lokaprófi. Afleiðingar ásökunarinnar stofna framtíðaráætlunum Leigh Ann í mikla hættu þar sem hún treystir á að fá styrk til að komast áfram í háskóla og því fer hún með tveim vinum sínum heim til Tingle í von um að fá hana til að skipta um skoðun. Hlutirnir fara verulega úr böndunum og það hefst hættulegur leikur milli Tingle og krakkanna. Það er Helen Mirren sem leikur frú Tingle og skilar jafnframt minnistæðustu leikframmistöðunni. Persóna hennar er gjörsamlega rotin inn að kjarnanum og lifir fyrir að kvelja annað fólk. Katie Holmes er hvorki fugl né fiskur í hinu aðalhlutverkinu og senuþjófur myndarinnar er vinkona hennar sem leikin er nýliðanum Marisu Coughlan og tekur meðal annars eftirminnilega stælingu af The Exorcist í myndinni. Það má skjóta nokkur smávægileg göt í handritið eins og til dæmis hvernig manneskja eins og Tingle gæti hafa starfað í 20 ár sem kennari án þess að vera rekin eða verra. Aftur á móti er afþreyingargildi myndarinnar óneitanlegt og ég skemmti mér afar vel þó að þetta sé ekki kvikmynd sem skilur mikið eftir sig. Annars er fólk í yngri kantinum er líklegra til að hafa gaman af en aðrir, enda er verið að miða á þann markað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn