Náðu í appið
Öllum leyfð

Johnny Dangerously 1984

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Organized crime has never been this disorganized

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 44% Critics
The Movies database einkunn 54
/100

Myndin er skopstæling á gangsteramyndum fjórða áratugs síðustu aldar. Heiðarlegur og góðhjartaður maður neyðist til að gerast glæpamaður til að fjármagna fjallháan læknakostnað taugasjúkrar móður sinnar, og til að fjármagna laganám bróður síns. Johnny Dangerously er mikill mömmustrákur og þegar mamma hans veikist neyðist hann til að vinna fyrir... Lesa meira

Myndin er skopstæling á gangsteramyndum fjórða áratugs síðustu aldar. Heiðarlegur og góðhjartaður maður neyðist til að gerast glæpamaður til að fjármagna fjallháan læknakostnað taugasjúkrar móður sinnar, og til að fjármagna laganám bróður síns. Johnny Dangerously er mikill mömmustrákur og þegar mamma hans veikist neyðist hann til að vinna fyrir síhækkandi sjúkrakostnaði. Í hverfinu þar sem hann býr er mikið um glæpaklíkur og því eru hæg heimatökin að sækja þar um vinnu. Hann byrjar að vinna fyrir Dundee, góðhartaða Guðföðurs týpu. Hann leynir þessari nýju vinnu sinni fyrir yngri bróður sínum Tommy, og fjármagnar laganám hans, allt þar til hann hefur útskrifast og byrjar að vinna á skrifstofu saksóknarans. Þegar Johnny hefur störf hjá Dundee þá lendir honum saman við hinn illa Vermin, og samband þeirra fer síversnandi. Þegar Dundee ákveður að setjast í helgan stein sækist Johnny eftir að verða eftirmaður hans, en Vermin mun ekki taka því þegjandi og hljóðalaust. ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er algjör snilld. Ég og Tinni leigðum hana örugglega fimm sinnum sem krakkar. Hún hefur elst illa á köflum en ég gat samt hlegið mikið af henni. Myndin gerir grín af gömlu gangster myndunum, t.d. James Cagney myndunum. Michael Keaton leikur Johnny og segir söguna af því hvernig hann fór frá því að vera heiðarlegur í það að verða gangster og svo aftur heiðarlegur. Það er fullt af fyndnum aukapersónum og silly bröndurum. Ég mæli með þessi fyrir þá sem vilja smá pottþétta nostalgíu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hreint ljómandi fyndin ræma um Johnny, sem er stálheiðarlegur ungur maður. Hann neyðist til að fara út í glæpi til að borga fyrir sífelldar mjaðmaliðs- og brjósklosaðgerðir stórskrýtinnar mömmu sinnar, sem hann elskar meira en lífið sjálft.

Hann, sökum snilli sinnar, verður fljótt einn aðalglæpón Chicago og þarf að verjast sífelldum árásum keppinautarins, Roman Morone og undirtyllu sinnar, Danny Vermin. Þess utan er bróðir hans kominn í vinnu hjá saksóknara svæðisins og vill koma honum í fangelsi - án þess að hafa hugmynd um hver hann er.

Bráðfyndin ræma og eldist vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórskemmtileg og ofsa fyndin mynd. Mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur. Michael Keaton sýnir stórleik, persónulega finnst mér hann aldrei klikka. Alltof vanmetinn leikari. Frábær mynd sem gerir grín af mafíumyndum. Mæli sterklega með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn