Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Indian Runner 1991

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
127 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
Rotten tomatoes einkunn 80% Audience
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 56
/100

Sorgarsaga af tveimur bræðrum sem eiga erfitt með að sætta sig við ólíka sýn hvors annars á lífið. Annar sér hið illa í öllu og öllum, og er ofbeldisfullur, félagsfælinn og ófær um að meta eða njóta góðra hluta, eins og bróðir hans reynir í örvæntingu að benda honum á. Frank lítur á grimmdina í lífinu eins og stóra mynd; Joe gerir það ekki.... Lesa meira

Sorgarsaga af tveimur bræðrum sem eiga erfitt með að sætta sig við ólíka sýn hvors annars á lífið. Annar sér hið illa í öllu og öllum, og er ofbeldisfullur, félagsfælinn og ófær um að meta eða njóta góðra hluta, eins og bróðir hans reynir í örvæntingu að benda honum á. Frank lítur á grimmdina í lífinu eins og stóra mynd; Joe gerir það ekki. Joe er ánægður með lífið og kann að meta litlu daglegu hlutina: börn, fjölskyldu og rútínu. Joe heldur ranglega að hann geti bjargað bróður sínum og sannfært hann um að lífið sé gott. Frank hefur á sér bölvun. Það togast á í honum ást hans á bróður sínum, og andúð á eigin duttlungum. Úr verður sorgleg saga um hjartasár, vonbrigði, örvæntingu, og hina harmrænu hlið ástarinnar. ... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Myndin segir fra tveimur olikum bræðrum og tengslum þeirra við hvorn annan. Annar er lögreglumaður i smábæ i Nebraska en hinn er nýkominn til baka frá Víetnam og er með talsverð vandamál. Vel skrifað handrit hjá Penn og örugg leikstjórn gera þetta að feiknasterku drama. Leikurinn er virkilega góður og þá sérstaklega hjá Viggo Mortensen sem annar bræðranna. Charles Bronson er einnig hreint út sagt frábær sem faðir bræðranna og sannar það að hann sé góður leikari fyrir þeim sem voru vantrúaðir á það. Benicio Del Toro bregður rétt fyrir í litlu hlutverki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn