Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Pi 1998

(π)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. september 1999

There will be no order, only chaos

84 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
Rotten tomatoes einkunn 85% Audience
The Movies database einkunn 72
/100

Stærðfræðingurinn Maximillian Cohen hefur þjáðst af slæmu mígreni síðan hann var strákur, og tekur inn margar töflur til að hemja sársaukafullan höfuðverk. Hann er einmana, ov eini vinur hans er fyrrum kennari hans, Sol Robeson. Cohen hefur byggt ofurtölvu heima hjá sér sem birtir nokkuð sem hægt er að skilja sem lykil að skilningi okkar á heiminum. Max... Lesa meira

Stærðfræðingurinn Maximillian Cohen hefur þjáðst af slæmu mígreni síðan hann var strákur, og tekur inn margar töflur til að hemja sársaukafullan höfuðverk. Hann er einmana, ov eini vinur hans er fyrrum kennari hans, Sol Robeson. Cohen hefur byggt ofurtölvu heima hjá sér sem birtir nokkuð sem hægt er að skilja sem lykil að skilningi okkar á heiminum. Max hefur þrjár kenningar, sem stjórna lífi hans: 1. Stærðfræði er tungumál náttúrunnar. 2. Allt í kringum okkur er hægt að skilja og skilgreina með tölum. 3. Ef þú setur tölur upp grafískt í hvaða kerfi sem er, þá birtist mynstur. Þessvegna eru mynstur alls staðar í náttúrunni. Max notar þessar grunnhugmyndir til að uppgötva kerfi ti að spá fyrir um gegi hlutabréf. Vegna rannsókna sinna þá fer fyrirtæki á Wall Street að sýna honum mikinn áhuga, sem og Chasidic Torah, skólamaður, sem trúir því að talnaruna hans sé kóði frá Guði.... minna

Aðalleikarar


Pí er mögnuð mynd. Darren Aronofsky er mjög athyglisverður leikstjóri og alltaf spennandi að sjá hvað hann mun taka fyrir sér. Það sem er best við myndir hans er efnið sem hann fjallar um og hve djúpt hann fer í það. Pí er einkennileg mynd og sérstök í leiðinni. Ætla ekkert í söguna, því hún er nógu skrýtin til útskýringar. Bara segi þetta: Ef þið fílið Requiem for a Dream, þá mæli ég með að þið tékkið á Pí. Hún hentar ekki öllum, en samt athyglisverð mynd sem fær toppdóma frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Maður verður hálf ruglaður á að horfa á þessa mynd. Fer þess vegna hálfpartinn í flokk með 12 monkeys og einmitt seinni og betri mynd Aronofskys, Requiem for a dream. Myndin er svarthvít og segir frá manni sem er að reyna að finna mynstur á verðbréfamarkaðnum. Ég ætla ekki að segja meira frá söguþræðinum en hann er mjög áhugaverður og þetta er mikil pælingamynd.

Mjög flókin en mjög góð mynd. Skylda fyrir kvikmyndaunnendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög svo áhugaverð mynd sem segir frá stærðfræðing nokkrum í New York sem er sannfærður um að alls staðar í heiminum sé að finna stærðfræðileg mynstur sem náttúran fylgir. Til þess að prófa kenningu sína (og ef til vill verða ríkur um leið) setur hann fram kenningu um að verðbréfamarkaður Wall Street fylgi líka slíkum mynstrum og reynir að sanna hana með því að finna þessi mynstur, en þau myndu gera honum kleyft að spá fyrir um gengi hlutabréfa ásamt fleiru. Hann kemst á snoðir um dularfullt fyrirbæri, eins konar töfratölu sem virðist geta lýst öllum kerfum, og fyrir vikið er hann ofsóttur af stórfyrirtækjum og hópi strangtrúaðra gyðinga sem bæði vilja eignast uppgötvun hans. Fyrir þá sem hafa áhuga á stærðfræðilegum pælingum er þetta mjög andlega örvandi mynd en hún fellur reyndar stundum í þá gryfju að reyna um of að vera listræn. Nokkur atriði eru svo furðuleg að það er engin leið til að túlka þau í neinu samhengi við söguna. Það er rétt að taka fram að myndin er öll svarthvít en það venst reyndar fljótt og skapar henni ákveðið útlit sem er alls ekki slæmt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.03.2023

Leyniskyttan tekst á við öflugri óvini

Í fjórðu myndinni um leyniskyttuna John Wick sem leikin er af Keanu Reeves, og kemur í bíó í dag, tekst söguhetjan á við hættulegustu andstæðinga sína til þessa. Hann hefur fundið leið til að sigra háborðið, ...

22.03.2023

Ofurhetja beint á toppinn

Skemmtilega ofurhetjan Shazam í kvikmyndinni Shazam! Fury of the Gods gerði sér lítið fyrir og ruddi toppmynd síðustu viku, hrollvekjunni Scream 6, niður í annað sæti íslenska bíóaðsóknarlistans á sinni fyrstu viku á...

19.03.2023

Fastur á miðlífsöld í 65 - heillaður af heimunum

Adam Driver, aðalleikari vísindatryllisins 65 sem komin er í bíó segir í samtali við vefsíðuna Looper, spurður að því hvað heilli hann við vísindaskáldsögur, eins og 65 og Star Wars: The Force Awakens frá árinu 2015 þar s...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn