Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Insider 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. febrúar 2000

Warning: Exposing the Truth May Be Hazardous

157 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 84
/100
Tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna og fimm Golden Globe verðlauna.

Myndin segir frá Jeffrey Wigand, fyrrum yfirmanni í tóbaksfyrirtæki, sem ákveður að koma fram á sjónvarpsstöðinni CBS-TV í sjónvarpsþættinum 60 Minutes. Að hluta til gerir hann þetta vegna samviskubits og að hluta að áeggjan framleiðanda þáttarins Lowell Bergman, en hann upplýsir í þættinum að tóbaksiðnaðurinn hafi ekki einungis vitað að sígarettur... Lesa meira

Myndin segir frá Jeffrey Wigand, fyrrum yfirmanni í tóbaksfyrirtæki, sem ákveður að koma fram á sjónvarpsstöðinni CBS-TV í sjónvarpsþættinum 60 Minutes. Að hluta til gerir hann þetta vegna samviskubits og að hluta að áeggjan framleiðanda þáttarins Lowell Bergman, en hann upplýsir í þættinum að tóbaksiðnaðurinn hafi ekki einungis vitað að sígarettur væru ávanabindandi og skaðlegar, heldur hefðu unnið skipulega að því að auka ávanabindandi virkni þeirra. Til allrar óhamingju, þá læra söguhetjurnar að það að segja sannleikann er ekki svo einfalt þar sem stóru tóbaksfyrirtækin gera hvað þau geta til að þagga niður í þeim, og sjónvarpsstöðin ákveður í heigulsskap sínum að hugsa frekar um peningana heldur en sannleikann.... minna

Aðalleikarar


Vel heppnuð Michael Mann mynd sem tilnefnd var til margra óskarsverðlauna. Al Pacino leikur fréttamann hjá CBS sem fær eina sínu stærstu frétt hjá nýlega sagt upp heilsufræðingi hjá tóbakkofyrirtæki sem er leikinn af Russel Crowe. Það var furðulegt að sjá Crowe leika svona gamlann mann miðað við raunverulega aldur sinn en hann var gallalaus í hlutverki sínu. Í raun voru allir gallalausir. Handiritð og stíllinn á myndatökunni er líka afar sérstakt. Insider er mjög góð mynd sem er alveg þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er frábær og ég segi það að einn besti leikstjórinn í dag sé Michael Mann, þó svo að þessa sé aðeins önnur mynd hans ( allavegna sem ég veit um ). Ég spái því að eftir nokkur ár eigi fleirri menn eftir að vera sammála mér í því að hann sé álíka góður og snillingurinn James Cameron. Svo er það leikurinn í þessari mynd hjá Þeim Al Pacino, Russell Crow og Christopher Plummer sem er frábær og það er synd að Russell Crow skyldi ekki hafa hlotið Óskarinn fyrir þessa mynd. Michael Mann nær gífulegri spennu út úr ótrúlegustu stundum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Gífurlega sterk mynd sem heldur manni hugföngnum allan tímann þrátt fyrir að vera hæg. Ég verð að segja að eftir að ég sá Russell Crowe í LA Confidential þá leist ansi hreint vel á hann en nú er ég hreinlega farinn að halda upp á þennan stórbrotna leikara. Crowe túlkar hér aðalhlutverkið af þvílíkri snilld að ég átti varla til orð. Al Pacino er einfaldlega gulltrygging fyrir góðri frammistöðu og Christopher Plummer er feiknar góður sem fréttaskýrandi frækni Mike Wallace. Michael Mann leikstjóri sem áður hefur gert Síðasta móhíkanann og Heat lýsir hér vel djúpstæðum persónum og nær vel að halda myndinni við efnið í söguþræði sem auðvelt er að missa úr greipum sér. The Insider er týpisk mynd til að hljóta margar óskarstilnefningar en fá síðan ekki einn einasta óskar. Svipað dæmi og með Shawshank Redemption hér um árið. Þetta er ekki réttlátt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Árið 1995 gerði Michael Mann frábæra mynd sem kallaðist Heat með tveimur fremstu leikurum heims, þeim Al Pacino og Robert De Niro þar sem Pacino var lögga og De Niro var þjófur og var sú mynd um sálræna baráttu þessara tveggja manna við hvorn annan. The Insider er jafnvel betri og er hún frábær ádeila á tóbaksiðnaðinn og ábyrgðarlausa fréttaumfjöllun. Jeffrey Wigand (Russell Crowe) er háttsettur maður innan tóbaksiðnaðarins. Hann heldur að hann geti látið gott af sér leiða en þegar hann gerir athugasemdir við notkun á ákveðnu efni í tóbakinu er hann umsvifalaust rekinn og hótað öllu illu (þar með talið morði) ef að hann segir einhverjum eitthvað. Hann hefur samband við hinn róttæka fjölmiðlamann Lowell Bergman (Al Pacino) og samstarfsmenn hans á 60 mínútum Mike Wallace (Christopher Plummer) og Dan Hewitt (Philip Baker Hall). Þeir byrja þegar að kafa ofan í málið en á meðan er Jeffrey kærður fyrir samningsrof. Það er allt tekið frá honum, þar með talin sjúkratryggingin fyrir dóttur hans sem er astmasjúklingur. Á sama tíma hyggst hið illræmda tóbaksfyrirtæki fara í málaferli við 60 mínútur ef þeir gefa út eitthvað efni sem varðar Jeffrey. Lowell verður því að velja um það að bjarga sínum fréttamannsferli eða berjast og hjálpa Jeffrey. Þessi mynd er eins og John Grisham saga að mörgu leyti. Munurinn er sá að þetta er raunverulegt fólk þarna á ferð, allt með sína galla í staðinn fyrir yfirborðskenndu glanstýpurnar sem eru hjá Grisham. Myndin er löng en maður finnur samt ekkert fyrir því af því að Michael Mann lætur hlutina hreyfast áfram á eldingarhraða og skapar þar af leiðandi mjög raunverulegt andrúmsloft, svipað því sem maður getur ímyndað sér að sé hjá fréttamönnum. Kvikmyndataka Dante Spinetti er mjög áhrifamikil í þessu samhengi þar sem að myndin er oft tekin á handhelda myndavél. Handrit Eric Roths og Michael Manns er gífurlega kröftugt en gleymir samt ekki að sýna hina mannlegu eiginleika í öllum persónunum. Varðandi leikarana þá standa þeir sig allir frábærlega. Al Pacino hefur alltaf staðið undir mínum væntingum og gott betur og bregst ekki hér frekar en venjulega. Það gneistar af þessum stórkostlega leikara í þessu bitastæða hlutverki. Jafnvel betri er samt Russell Crowe sem er að verða einn af bestu leikurunum í bransanum. Hann var frábær í L.A. Confidential og er eiginlega betri hérna. Hann túlkar Jeffrey sem venjulegan mann sem lendir í hræðilegum kringumstæðum en reynir samt að gera hið rétta þrátt fyrir allt. Christopher Plummer er síðan stórfínn í hlutverki aðalfréttamannsins á 60 mínútum og á nokkrar dásamlegar senur sem krauma af kaldhæðni og hlýju. En það sem fær myndina samt sem áður til þess að virka endanlega er að maður fær að vita að þetta er byggt á sönnum atburðum. Frábær mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Insider er frábær mynd verð ég að segja. Myndin er vel skrifuð, frábærlega leikin, vel leikstýrð og allt það en hún er aðeins of hæg, það er það versta við hana. Á allan annan hátt fannst mér hún mjög góð þess og vegna fær hún 3 og 1/2 stjörnu!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn