Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Messenger: The Story of Joan of Arc 1999

(Joan of Arc, Jeanne d'Arc)

Frumsýnd: 26. desember 1999

Sagan af Jóhönnu af Örk í stórfenglegri kvikmyndaútfærslu

158 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 32% Critics
The Movies database einkunn 54
/100

Sagan hefst árið 1412. Ung stúlka að nafni Jeanne fæðist í Domrémy í Frakklandi. Lífið er erfitt: hundrað ára stríðið við England hefur staðið frá 1337, enskir riddarar og hermenn eru um allt land á ferli. Jeanne verður ung mjög trúuð, og skriftar mörgum sinnum á dag. 13 ára gömul sér hún fyrstu sýnina og finnur sér sverð. Þegar hún kemur heim... Lesa meira

Sagan hefst árið 1412. Ung stúlka að nafni Jeanne fæðist í Domrémy í Frakklandi. Lífið er erfitt: hundrað ára stríðið við England hefur staðið frá 1337, enskir riddarar og hermenn eru um allt land á ferli. Jeanne verður ung mjög trúuð, og skriftar mörgum sinnum á dag. 13 ára gömul sér hún fyrstu sýnina og finnur sér sverð. Þegar hún kemur heim með sverðið, þá eru Englendingar komnir inn í heimabæ hennar. Nokkrum árum síðar, eða árið 1428, þá veit hún að það er hennar heilagt verkefni að losa Frakka undan Englendingum, þannig að hún fer á fund Charles, the Dauphin, konungs Frakklands Hann er í erfiðri hernaðarlegri stöðu, og er þakkátur fyrir alla hjálp sem hann fær, og gefur jómfrúnni ungu tækifæri til að framfylgja köllun sinni. Eftir árangursríka frelsun Orléans og Reims, þá er hægt að krýna konunginn samkvæmt hefð í dómkirkjunni í Reims - og hann þarfnast nú Joanna ekki lengur, þar sem vilji hans hefur ræst. Jeanne d'Arc, eða Jóhanna af Örk, fellur í gildru og lendir í fangelsi hjá Búrgúndarmönnum. Í réttarhöldunum yfir henni, undir enskum lögum, þá er ekki hægt að neyða hana til að segja frá guðlegum sýnum sem hún hefur fengið frá því hún var barn. Hún er sakfelld fyrir galdra og trúvillu, og dæmd til dauða. Hún er síðan brennd lifandi úti á torgi í Rouen þann 30. maí, 1431, aðeins 19 ára gömul.... minna

Aðalleikarar


Mjög góð mynd eftir Luc Besson sem gerði hinar stórgóðu Leon og The Fifth Element. Hér er hann kominn með þvílíkt mikið af góðu leikaraliði með sér til þess að kvikmynda mynd um Jóhönnu af Örk. Milla Jovovich, Dustin Hoffman, John Malkovich og Faye Dunaway eru gott dæmi um gott leikaraúrval. Þetta er mjög vel gerð og leikin mynd. Fær 3 og hálfa hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta var í fyrsta skipti sem ég var í bíó og heyrði vonbrigðarhróp allstaðar úr salnum, bara við að það væri komið hlé!! Ójá, mér fannst hún stórkostleg, góður leikur, gott handrit og frábær leikstjórn. Kímnin blandaðist vel við hörmungarnar, karlmennirnir í kringum hina ungu leikkonu voru hreint út sagt frábærir. Ég gef þessari mynd 3 og hálfa og verð að segja að ég naut hennar til hins ýtrasta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir seinasta verk hans sem var algert afhroð (Fifth Element), að mínu mati, var ég viss um að Luc myndi vera sjálfum sér samkvæmur á ný og skapa góða spennumyndir á borð við Nikita, Leon, og bera einnig aðalmerki hans, sem er að leggja mikla áherslu á útlit myndarinnar. Ástæða einkunnargjafarinnar er að hvergi var staður í myndinni þar sem athyglin fékk að hvíla sig. Eftir kraftmikinn fyrri hluta tók við önnur hlið á myndinni sem fjallaði um Jóhönnu sjálfa og hverjar ástæður gætu legið að baki reynslu hennar. Spennandi, sönn, og flott mynd með húmorinn í lagi sem og er vel þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er meistaraleikstjórinn Luc Besson (The Fifth Element, Leon, Nikita) sem færir okkur þessa stórkostlegu mynd, en hún er hreinræktuð veisla fyrir augu og eyru, meistaralega sviðsett og gerð í alla staði, enda kostaði hún meira en 60 milljónir dollara í framleiðslu. Ekki skemmir fyrir hin magnaða saga, en eins og allir ættu vita er þetta sagan af einni frægustu hetju Frakklands, Jóhönnu af Örk, sem leiddi herdeild sína til ótrúlegs sigurs gegn 'Hernum ósigrandi' í Hundrað ára stríðinu, aðeins 17 ára að aldri. Kvikmyndin hefst árið 1412 þegar Jóhanna fæðist í heimabæ sínum, Domrémy í Frakklandi. Þetta voru hörð ár í sögu Frakklands, stríðið við Englendinga, Hundrað ára stríðið, hafði þá staðið í 75 ár og réðu Englendingar yfir stórum hluta landsins, enda var her þeirra margfalt öflugri en her Frakka. Jóhanna elst upp í strangri trú og áður en hún kemst á unglingsaldur telur hún sig fá skilaboð og sýnir beint frá Drottni. 17 ára gömul fær hún svo sterk skilaboð um að hún muni frelsa land sitt undan oki Englendinga að hún ákveður að fara á fund konungs síns, Karls VII, og biðja hann að ljá sér herdeild til að stýra til sigurs í stríðinu. Þrátt fyrir ungan aldur Jóhönnu ákveður konungur að verða við ósk hennar, enda brann hún af eldmóði og hann hafði engu að tapa. Jóhanna vann sinn fyrsta stórsigur er hún hrakti Englendinga á brott úr borginni Orleans. En svikarar leyndust á meðal manna hennar og hún var að lokum seld í hendur óvinanna sem áttu henni grátt að gjalda. Anda hennar fékk þó enginn bugað og hún var ósigruð í raun til hinstu stundar, hún beið í rauninni ekki endanlegan ósigur, hún hlaut uppreisn æru síðar. Þessi einstaklega gerða kvikmynd skartar í aðalhlutverkinu (hlutverki Jóhönnu af Örk) hinni 25 ára úkraínsku úrvalsleikkonu Millu Jovovich, o vinnur hún hér sannkallaðan leiksigur (hún fór einnig á kostum í "The Fifth Element") en hún er eiginkona leikstjórans Luc Besson. Hér fara einnig á kostum óskarsverðlaunaleikararnir Faye Dunaway (Network) og Dustin Hoffman (Kramer vs. Kramer, Rain Man) og úrvalsleikararnir John Malkovich (Being John Malkovich, Killing Fields, In the Line of Fire) og Tchéky Karyo. Ég mæli semsagt eindregið með því að allir sannir kvikmyndaunnendur sjái þessa kvikmynd um hina ódauðlegu og goðsagnakenndu Jóhönnu af Örk. Sjón er sögu ríkari. Alls ekki missa af henni!! Joan of Arc er mynd sem allir sannir unnendur kvikmynda verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Joan of Arc, eða The Messenger: The Story of Joan of Arc, er ekki mjög góð mynd, en alls ekki slæm. Ég dýrka og dái Luc Besson, einn flottasta leikstjóra samtímans, en skoðanir mínar á þessari ófullkomnu mynd eru mjög svipaðar skoðunum mínum á síðustu mynd hans, hinni einnig-ófullkomnu The Fifth Element. Stóri gallinn við Fifth Element var sá að Bruce Willis og Gary Oldman hittast aldrei (vondi kallinn og góði kallinn VERÐA að hittast a.m.k. einu sinni!) og stóri gallinn við Joan of Arc er sá að stíllinn sem Besson notar er frekar fráhrindandi. Mér fannst eins og hann nennti varla að standa í þessu öllu saman og notaði þess vegna mjög hefðbundar semi-stílhreinar myndatökur sem eru bara alls ekki mjög flottar, sérstaklega ekki miðað við að þetta er Besson. Veisla fyrir augað? Ekki alveg. Bardagaatriðin eru einnig ofsalega léleg miðað við nútíma myndir. Annars er leikurinn til fyrirmyndar, þó að mér finnist Milla Jovovich alls ekki passa í hlutverkið, og fannst mér bæði John Malkovich og Faye Dunaway vera of lítið notuð. Tónlist Eric Serra er einnig í meðallagi, sem er skrítið vegna þess að hann hefur alltaf vakið athygli mína í öðrum myndum Besson. Ef ég á að nota lélega samlíkingu þá finnst mér Joan of Arc fyrir Besson og Serra vera eins og Mars Attacks! fyrir Burton og Elfman; alls ekki lélegt efni, en það vantar einhvern áherslumun. Eitt fannst mér áhugavert og var það hversu hratt var farið yfir sögu þrátt fyrir að myndin væri um 2 og hálfur tími. Tel ég þetta vera galla í bæði handriti og leikstjórn. Myndin nær aldrei að fá áhorfendur á sitt band og þegar hún er búin finnst manni maður hafa verið að fylgjast með henni í gegnum skráargat án þess að hafa séð allt sem sjá átti. En því miður er bara ekkert meira að sjá. Það skal samt tekið fram að mér þótti myndin aldrei leiðinleg og alls ekki langdregin eins og margir hafa sagt en ég get ekki hægt að hugsa um það hversu miklu betri hún hefði verið ef Kathryn Bigelow hefði fengið að leikstýra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn