Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Myrkrahöfðinginn 1999

(Witchcraft)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. nóvember 1999

118 MÍNÍslenska

Kynngimögnuð saga sem byggð er á píslasögu Jóns Magnússonar frá 17. öld. Íslensk náttúra í sinni hrikalegustu mynd rammar fullkomlega af þessa frásögn af skelfilegum atburðum aftan úr fortíðinni. Brugðið er upp ógleymanlegum ímyndum sem lýsa á einstakan hátt hugarþeli og skelfingu mannfólksins sem lifði við harðneskjuleg skilyrði á Íslandi sem... Lesa meira

Kynngimögnuð saga sem byggð er á píslasögu Jóns Magnússonar frá 17. öld. Íslensk náttúra í sinni hrikalegustu mynd rammar fullkomlega af þessa frásögn af skelfilegum atburðum aftan úr fortíðinni. Brugðið er upp ógleymanlegum ímyndum sem lýsa á einstakan hátt hugarþeli og skelfingu mannfólksins sem lifði við harðneskjuleg skilyrði á Íslandi sem er nú blessunarlega horfið inn í fortíðina.... minna

Aðalleikarar


Myrkrahöfðinginn er snilld. Að mínu mati hefur Hrafn Gunnlaugsson aðeins gert tvær góðar bíómyndir. Þessa og svo gömlu góðu Óðal feðrana. Myndir eins og "Hrafninn flýgur" og "Í skugga Hrafnsins" eru að mínu mati skelfilegar.Vægast sagt mjög vondar. Í Myrkrahöfðingjanum sýnir Hrafn á sér nýja hlið. Hann er vonandi búinn að átta sig á að Víkingamyndirnar hans voru engan vegin að virka. Hilmir Snær sýnir afbragðsleik í myndinni. Hvað ofleik varðar, þá eru allar Íslenskar myndir sem innihalda allavega smávegis ofleik. Eða allavega finnst okkur Íslendingum það sjálfum. Ég mæli algjörlega með Myrkrahöfðingjanum. Þetta er meistaraverk sem mér finnst að hefði átt að vera framlag okkar Íslendinga til Óskarsins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef gaman af kvikmyndum. Og það sem meira er, ég hef gaman að fara í bíó. Upplifunin að sitja í myrkruðum sal og berja augum nýja (eða gamla) kvikmynd er einstök og sjaldnast líður mér jafnvel og þegar byrjunarkreditarnir rúlla og ljós og skuggar flytja mig inn í undraheima bíómyndanna. Það þarf frekar mikið til að ég sjái eftir bíóferð, því hversu slæm sem myndir ná að verða má oftast finna einhvern jákvæðan flöt á þeim og ef ekki, þá eru slæmheitin oft jafngott umræðuefni. En Myrkrahöfðinginn.... Eftir fyrstu 15 mínúturnar hugsaði ég svipað og varðliðarnir í þýsku birgjunum við Normandý ströndina er þeir sáu fyrstu herskip bandamanna nálgast, "Þetta á eftir að versna áður en það batnar". Og viti menn, það var rétt. Myndin er hörmung, fyrir þá sem eru í tímaþröng og nenna ekki að lesa lengra. Öll uppbygging miðar að því að svala þeirri undarlegu fornmiðaldarfíkn sem Hrafn hefur ekki getað losað sig við í gegnum árin. Manntetrið virðist byrja með það að leiðarljósi að hafa nóg af nektaratriðum og subbulegum blóðsúthellingum, og seint og síðar meir hendir hann inn einhverju sögulíki. Píslarsaga séra Jóns hefði kannski orðið öðrum og betri leikstjóra betra yrkisefni en Hrafn er ennþá fastur í Böðlinum og Skækjunni, og hver veit, kannski vinnur hann útfrá einhverri patent formúlu til að tryggja myndum sínum sýningar í sænska ríkissjónvarpinu. Það sem hryggir mann mest við allt heila klabbið er það að fyrir hvern Hrafn sem að tekst að narra nokkrar millur út úr Kvikmyndasjóði, eru fjölmargir leikstjórar með ágætis handrit sem þurfa frá að hverfa. Hrafninn fer með kvartmilljarð króna í bull og vityleysu og sauðsvartur almúginn situr eftir með sárt ennið og auma sál. Myndin fær mína hálfu stjörnu fyrir fallegar og vel teknar útisenur, og hinn helminginn fær Hilmir Snær fyrir ágætis viðleitni. Eitt mun ég þó aldrei skilja en það er ákvörðun Hrafns að láta peningabuddu Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Gunnarsson, leika Brynjólf Biskup. Hrafn hefði nú að minnsta kosti getað fengið leikara með snefil af hæfileikum til að leika þúsundkallinn...... Það sem situr í manni eftir að hafa séð ósköpin er sú tilfinning að maður hafi verið rændur af frekar subbulegum ættingja, sem eitt sinn þótti nokkuð efnilegur en er núna sokkinn í tóma vitleysu. PS: Ég vill 900 kallinn minn aftur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Krummi slær ekki slöku við í nýjasta meistarastykki sínu. Myrkrahöfðinginn er full af sóðalegum klámyrðum, blóti, brendu fólki, dauðum hundi, djöfullegum klámmyndum, spikáti og öðru góðgæti. Það er fátt sem þessum hugmyndaríka leikstjóra er heilagt. Kvikmyndataka, hljóð, búningar o.fl. eru til fyrirmyndar og tæknilega séð er myndin vel gerð, allavega miðað við íslenska staðla. Þeir sem höfðu gaman af Hvíta Víkinginum fá hér eitthvað við sitt hæfi og ættu að skemmta sér vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst myrkrahöfðinginn góð mynd og mjög svo í anda fyrri mynda Hrafns. Hér segir hann frá síra Jóni Magnússyni og Kirkjubólsfeðgamálinu (1656) á mjög skemmtilegan hátt. Ekkert er dregið úr eymdini og hrikalegri veðráttu 17. aldar og umhverfi myndarinnar nokkuð raunverulegt. Hilmir Snær fer að kostum eins og hans er von og vísa og aðrir leikarar verða ekki ávítaðir af mér að svo stöddu. Myndin er samt ALLS ekki fyrir viðkvæmar sálir. Hrafn er einn af fáum leikstjórum sem bæta góðum myndum við íslensku kvimyndaflóruna. Myndir eins og Hrafnin flýgur, Í skugga hrafnsins og Myrkrahöfðinginn eru tvímælalaust einhverjar bestu kvimyndir sem komið hafa frá Fróni. Ekki Hvíti víkingurinn samt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.01.2015

Mills og myrkrahöfðinginn í nýjum Myndum mánaðarins

Janúarhefti, og fyrsta eintak ársins 2015,  kvikmynda - og DVD/Blu-ray/VOD tímaritsins Myndir mánaðarins, 252. tölublað, er komið út, en eins og ávallt er blaðið sneisafullt af áhugaverðu efni í bland við kynningar...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn