Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununar

Reindeer Games 2000

Frumsýnd: 28. apríl 2000

The trap is set. The game is on.

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 25% Critics
The Movies database einkunn 37
/100

Eftir að hafa verið í fangelsi í sex ár vegna bílaþjófnaðar, þá eru þeir Rudy Duncan og klefafélagi hans Nick, loksins að losna út á skilorði. Eftir að hafa heyrt endalausar sögur á meðan hann var í fangelsinu af sambandi Nick og konu að nafni Ashley, sem hann hefur aldrei hitt, þá hlakkar Rudy til að snúa aftur heim til fjölskyldunnar og fá rjúkandi... Lesa meira

Eftir að hafa verið í fangelsi í sex ár vegna bílaþjófnaðar, þá eru þeir Rudy Duncan og klefafélagi hans Nick, loksins að losna út á skilorði. Eftir að hafa heyrt endalausar sögur á meðan hann var í fangelsinu af sambandi Nick og konu að nafni Ashley, sem hann hefur aldrei hitt, þá hlakkar Rudy til að snúa aftur heim til fjölskyldunnar og fá rjúkandi heitt súkkulaði. Þegar Nick er drepinn í uppreisn í fangelsinu, þá ákveður Rudy að taka upp persónueinkenni Nick þegar hann losnar úr fangelsinu, og hitta ókunnu konuna. Rudy býr yfir íþyngjandi upplýsingum um fyrra starf Nick í spilavíti, og lendir í því að vera neyddur af bróður Ashley, til að taka þátt í ráni á spilavíti, sem Gabriel og gengi hans var búið að skipuleggja með Nick í huga.... minna

Aðalleikarar


Alveg hroðalegt að sjá Frankenheimer, þann gamla eðalleikstjóra, gera svona froðu eftir að hafa ári áður rifið sig upp úr tveggja áratuga lægð með Ronin. Ekki ætla ég að tíunda söguþráðinn, enda er hann jafn ómerkilegur og titill myndarinnar.

Ben Affleck sýnir og sannar að hann er svo gjörsneyddur leikhæfileikum að leitun er að öðru eins, en Charlize Theron bætir fyrir það og kemur nakin fram. Fyrir það, og ekkert annað, verð ég að gefa ræmunni eina og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Arfaslöpp mynd á flestan hátt, þvert á það sem maður myndi búast við frá svona hæfileikaríku fólki. Myndin segir frá Rudy nokkrum Duncan, smákrimma sem losnar úr fangelsi og tekst að sannfæra pennavinkonu látins klefafélaga að hann sé höfundur bréfanna.. það tekur hann ekki nema 20 mínútur að fá hana í rúmið (og ástaratriðin eru ansi djörf). Því miður fyrir hann er bróðir stúlkunnar siðblindur glæpamaður sem þvingar Rudy til að taka þátt í ráni í spilavíti á jólanótt (þess vegna heitir myndin Reindeer Games; hún átti líka að frumsýnast um síðustu jól en þótti of slöpp..). Gamla kempan John Frankenheimer heldur hér áfram á niðurleið, og handritshöfundurinn Ehren Kruger (Scream 3) skilar af sér holóttu og klisjukenndu verki. Ben Affleck hefur sjarma og einhver snefil af hæfileikum en það fer fyrir lítið hér. Charlize Theron er voða sæt en það er aðallega fáránlegur háraliturinn á henni sem maður tekur eftir (þegar hún er ekki nakin). Meira að segja Gary Sinise getur ekki lappað upp á þessi mistök. Algjör B-mynd. Því miður, þetta hefði getað orðið helvíti sterk mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fyrst Mission to Mars og svo þessi? Nei, ég er ekki að tala um Gary Sinise, heldur um þær myndir sem ég hef valið að sjá undanfarnar helgar. Mission to Mars var algjört rusl; leiðinleg, heimskuleg og fáránlega fyndin. Reindeer Games er allt þetta nema hvað að hún er svo aumkunarverð að það er varla hægt að hlæja að henni, þrátt fyrir ömurlegasta loka-twist sem ég hef séð. Ben Affleck er ekki góður leikari. Það má kannski hafa gaman af honum í aukahlutverkum en þegar hann er á skjánum næstum því alla myndina verður manni óglatt. Charlize Theron er mjög falleg leikkona sem ég hef oft sagt að eigi eftir að "meika-það", en ef hún heldur áfram á þessari braut má Tori Spelling fara að vara sig! Gary Sinise er farinn að taka mjög vitlausar ákvarðanir þegar kemur að kvikmyndum og sportar hann hér hallærislegustu hárkollu kvikmyndasögunnur, auk þess sem persónan hans er algjör klisja frá upphafi til enda. Það versta samt við myndina er að Ehren Kruger, sem gerði hina frábæru Arlington Road, er orðinn svo upptekinn af plot-twistum að hann hefur þá of marga og þegar þeir eru orðnir of margir verða þeir leiðinlegir. Wild Things þjáðist af sama vandamáli, en John McNaughton bjó samt til skemmtilega mynd - John Frankenheimer gerir það ekki. Eftir hina afspyrnuslöppu Ronin gerir hann aðra klisju nema án góðra leikara og án bílaeltingaleikja. Ég varð móðgaður af Reindeer Games vegna þess hversu heimsk hún var og ég ætla að fara að velja betri myndir til að fara á í bíó, en ég vara ykkur lesendur við: EKKI SJÁ REINDEER GAMES!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frekar slöpp spennumynd sem fjallar um fanga nokkurn að nafni Rudy (Ben Affleck). Þar sem sagan hefst eru aðeins tveir dagar í það að hann og klefafélagi og góðvinur hans Nick sleppi úr fangelsi og er Nick búinn að vera að skrifast á við ofurfagra gellu sem heitir Ashley (Charlize Theron) og hyggst ganga beint út úr fangelsinu inn í ástarsamband. Það vill þannig til að Nick sleppur ekki úr fangelsinu og þegar Rudy er sleppt og sér Ashley standandi fyrir utan fangelsið bíðandi eftir ástmanni sínum sem hún hefur aldrei séð finnur hann óbærilega fyrir því að hafa verið kvennmannslaus í nokkur ár og bregður sér í gervi Nicks, en það hefði hann sennilega betur látið ógert. Það er ýmislegt sem ég hef út á þessa mynd að setja, fyrst og fremst er söguþráðurinn svo ótrúlega langsóttur, ólíklegur og á köflum heimskulegur að það er með ólíkindum. Þegar "sannleikurinn" kom í ljós undir lokin vissi ég varla hvort ég átti að hlæja eða gráta. Ef þú ert manneskja sem finnst ekkert athugavert við það að illmenni eyði 10 mínútum í að útskýra allt masterplanið sitt fyrir náunga sem hann er í þann mund að fara að drepa geturðu sennilega skemmt þér vel á þessari, annars ættirðu að leita annað. Slíkt væri kannski skiljanlegt ef það væri hefnd eða eitthvað slíkt í spilinu en svo er ekki tilfellið hér. Hasarinn í myndinni er reyndar allt í lagi og það tekst að byggja upp smá spennu hér og þar en hún endist stutt. Leikararnir gera flestir sitt besta úr því takmarkaða efni sem þeir hafa í höndunum. Gary Sinise er hér í hlutverki illmennis en efniviðurinn býður ekki upp á að hann sýni nein tilþrif. Það eina sem dregur myndina upp er vel unnin hljóðrás og auðvitað Charlize Theron sem sýnir hérna á sér "nýjar hliðar". Það hefði verið hægt að gera eitthvað gott hérna með betra handriti en eins og hún stendur er Reindeer Games en vitlausasta spennumynd sem ég hef séð lengi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn