Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

There's Something About Mary 1998

Frumsýnd: 6. nóvember 1998

Everyone's talking about Mary...

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 69
/100
Tilnefnd til tveggja Golden Globe verðlauna. Besta mynd, og besta leikkona í aðalhlutverki, Cameron Diaz.

Ted var lúði í menntaskóla, sem ætlaði að fara með vinsælustu stelpunni í skólanum á lokadansleikinn. Stefnumótið varð aldrei að veruleika, því Ted lenti í vægast sagt mjög furðulegu slysi heima hjá sér. Þrettán árum síðar áttar hann sig á að hann er enn ástfanginn af Mary, þannig að hann ræður einkaspæjara til að finna hana. Spæjarinn verður... Lesa meira

Ted var lúði í menntaskóla, sem ætlaði að fara með vinsælustu stelpunni í skólanum á lokadansleikinn. Stefnumótið varð aldrei að veruleika, því Ted lenti í vægast sagt mjög furðulegu slysi heima hjá sér. Þrettán árum síðar áttar hann sig á að hann er enn ástfanginn af Mary, þannig að hann ræður einkaspæjara til að finna hana. Spæjarinn verður þá líka ástfanginn af Mary, þannig að hann lýgur að Ted til að halda honum frá henni. En fljótlega er Ted aftur búinn að tengjast Mary, og hvert ævintýrið rekur annað í framhaldinu.... minna

Aðalleikarar


Ladies og Gentlemen,Farrely's did it again.

Hér er ein fyndnasta mynd allra tíma.

Hún er um að ungur miðskólanemi að nafni Ted(Ben Stiller) er bálskotinn í stúlku að nafni Mary(Cameron Diaz).

Ted er svo hrifinn af henni þegar hún býður honum á lokaball.Allt virðist vera ánægt nema hvað...sjáið bara atriðið,það er eitt fyndnasta í myndinni.

Trettán ár síðar eftir að hafa klúðrað Mary reynir hann að leita að Mary og það eina sem Ted veit er að Mary býr í Miami.

Vinur hans Ted þekkir einn sem fer alltaf í Miami hverri viku.

Ted ræður hann sem einkaspæjara og Spæjarinn verður bálskotinn í henni og lýgur að Ted og flytur til Mary.

og allt fer nátturulega í steik.Þessi mynd er góð og enginn ætti að láta svona gamanmynd fara frá sér.

Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég bjóst eiginlega við meiru af þessari mynd, en ég játa að hún er drepfyndin á köflum. Leikurinn er góður hjá flestum nema fröken Diaz, sem ég hef ekki enn fundið mikla hæfileika hjá. Karlarnir í lífi Mary voru allir mjög vel túlkaðir og myndin er góð skemmtun og hefur þokkalegan söguþráð, en skilur mjög lítið eftir sig. Hinir mörgu góðu brandarar sem erfitt er að toppa, þoka þó There's something about Mary í þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég sá fyrst þessa mynd heillaðist ég gjörsamlega af henni!! Hér er á ferðinni ein skemmtilegast mynd ársins. Og er hún mjög vel leikin af Ben Stiller og Cameron Diaz. Lifa þau sig vel inní hlutverkið. Þessi mynd fjallar raunar um mann (Ben Stiller) sem hefur verið skotin í stelpu síðan í Menntaskóla. hann ræður spæjar til að leita hana uppi og verður spæjarinn ástfangin af hinni fögru Mary eins og skot eins og svo margir aðrir hafa verið. En spurningin er hvern mun Mary velja?? Þetta er rosa góð mynd og ég myndi ekki láta hana fara fram hjá mér!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

There´s Something About Mary var mjög fyndin á sínum tíma en þegar ég sá hana aftur um daginn þá áttaði ég mig á að þessi mynd er rugl. Leiðinlegur söguþráður og það eina sem bætir þessa mynd upp er ágætt kvikmyndataka og leikur Cameron Diaz sem heldur þessari mynd uppi. Mynd sem er vinsælasta mynd sem tekin hefur verið á leigu frá upphafi en í raun og veru er hún ekkert sérstök.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ótrúlega fyndin gamanmynd með Cameron Diaz og Ben stiller. þetta er ein af mínum fimm uppáhalds gmanmyndum, en mín uppáhalds gamanmyndin mín er Dumb and dumber sem er frá sömu gaurum og færðu okkur þessa mynd. Myndin fjallar um það að Ben Stiller er voðalega ástfanginn af draumadísinni sinni síðan úr háskóla. Til að finna hana sendir hann einkaspæjara, en að sjálfsögðu verður einkaspæjarinn einnig ástfanginn af af draumadísinni. Og svo þróast þetta áfram og við fáum að sjá hvernig þetta endar allt á sprenghlægjilegann hátt.


Góða skemmtun,
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn