The Legend of Bagger Vance
2000
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 1. janúar 2001
Some Things Can't Be Learned. They Must Be Remembered.
126 MÍNEnska
43% Critics
65% Audience
47
/100 Rannulph Junnah er besti golfleikarinn í Savannah. Hann hefur það gott og á kærustu, Adele Invergordon, sem er dóttir auðugs landeiganda. Þá hefst fyrri heimsstyrjöldin og Junnah fer til Evrópu til að berjast. Junnah verður sá eini sem lifir af úr hættuferð, og snýr til baka til Savannah 15 árum síðar, árið 1930. Þá hefur faðir Adele framið sjálfsmorð... Lesa meira
Rannulph Junnah er besti golfleikarinn í Savannah. Hann hefur það gott og á kærustu, Adele Invergordon, sem er dóttir auðugs landeiganda. Þá hefst fyrri heimsstyrjöldin og Junnah fer til Evrópu til að berjast. Junnah verður sá eini sem lifir af úr hættuferð, og snýr til baka til Savannah 15 árum síðar, árið 1930. Þá hefur faðir Adele framið sjálfsmorð mitt í kreppunni miklu í Bandaríkjunum. Adela er nú undir pressu frá skattayfirvöldum um að selja golfvöllinn sem faðir hennar byggði, til að greiða niður skuldir, en heitir sér því í staðinn að halda mesta golfmót sem nokkru sinni hefur verið spilað á vellinum. Hún fær tvo bestu golfleikara heims um þessar mundir til að koma, Bobby Jones og Walter Hagen, sem taka 10 þúsund Bandaríkjadali fyrir viðvikið. Fólkið í bænum vill að einhver af þeim, keppi einnig, og Rannulp Junnah er valinn til þess að spila. Junnah er nú kominn í ræsið, hangir með rónum og er alkóhólisti, og löngu búinn að týna niður golfsveiflunni sem hann hafði fyrir 15 árum síðan. Í fyrstu hafnar hann boðinu, en fær svo gömlu kylfurnar sínar og byrjar að æfa sig. Hann sér fljótt að hann er búinn að tapa niður golfhæfninni, en þá birtist Bagger Vance. Hann býðst til að vera kylfusveinn fyrir Junnah og hjálpa honum að finna aftur sveifluna sína. Þetta gengur eftir og Junnah samþykkir að keppa í stóra mótinu.... minna