Unbreakable
2000
Frumsýnd: 26. desember 2000
Are You Ready For The Truth?
106 MÍNEnska
70% Critics
77% Audience
62
/100 Öryggisvörðurinn David Dunn lifir á ótrúlegan hátt af þegar hann lendir í miklu lestarslysi rétt fyrir utan Fíladelfíu. Ekki aðeins er hann eini eftirlifandinn af 132 farþegum, heldur er hann algjörlega óslasaður. Stuttu seinna hefur teiknimyndasögusérfræðingurinn Elijah Price samband við hann til að segja honum magnaða kenningu: Elija, sem alltaf hefur verið... Lesa meira
Öryggisvörðurinn David Dunn lifir á ótrúlegan hátt af þegar hann lendir í miklu lestarslysi rétt fyrir utan Fíladelfíu. Ekki aðeins er hann eini eftirlifandinn af 132 farþegum, heldur er hann algjörlega óslasaður. Stuttu seinna hefur teiknimyndasögusérfræðingurinn Elijah Price samband við hann til að segja honum magnaða kenningu: Elija, sem alltaf hefur verið uppnefndur Hr. Gler, af því að hann er með svo brothætt bein, telur að David hafi allt sem hann vanti. Þessir tveir virðast tengjast á ákveðnu rófi, en á sitthvorum enda þess. Í fyrstu trúir Dave ekki manninum, en allt sem hann segir reynist rétt: David hefur aldrei meiðst eða veikst allt sitt líf, og hann er sterkari en flestir menn og hann býr yfir eiginleikum sem aðrir hafa ekki. Smátt og smátt, þá fer David að komast að ótrúlegum sannleikanum á bakvið kenningar Hr. Price. En þegar allt kemur til alls þá eru örlög Dave ekki bara að finna sig í veröldinni, heldur að sanna kenningu Elija um hans eigin tilveru. ... minna