Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Proof of Life 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. mars 2001

135 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 39% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Í fjalllendu suður-amerísku landi ræna eiturlyfjasalar og uppreisnarmenn breska verkfræðingnum Peter Bowman, sem vinnur fyrir dótturfélag olíufélags. Fyrirtækið kallar til samningamanninnn Terry Thorne, Ástrala og fyrrum hermann sem er búsettur í London. Þegar dótturfélagið verður gjaldþrota, þá þvær olíufélagið hendur sínar af málinu öllu og hættir... Lesa meira

Í fjalllendu suður-amerísku landi ræna eiturlyfjasalar og uppreisnarmenn breska verkfræðingnum Peter Bowman, sem vinnur fyrir dótturfélag olíufélags. Fyrirtækið kallar til samningamanninnn Terry Thorne, Ástrala og fyrrum hermann sem er búsettur í London. Þegar dótturfélagið verður gjaldþrota, þá þvær olíufélagið hendur sínar af málinu öllu og hættir við að láta Thorne vinna að málinu. Eiginkona Bowman, Alice, þrábiður hann um að vera um kjurrt. Hún og systir Peter safna saman einhverjum peningum, Thorne hefur viðræður um lausnargjald við ræningjana, og Peter, sem er handjárnaður hátt uppi í fjöllum, heldur í vonina með ljósmynd af Alice. Þegar pólitíkin í málinu breytist, þá þarf áætlun Thorne einnig að breytast. Og hvað eiga þau Alice að gera þegar þau fara að renna hýru auga til hvors annars?... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ansi skemmtileg mynd um hluti sem gerast svo til vikulega úti í hinum stóra heimi, þ.e.a.s. að starfsmönnum stórfyrirtækja er rænt og krafist einhvers fáránlegs lausnargjalds.

Myndin fer aldrei út í neina vitleysu og heldur sér einstaklega vel allan tímann, auk þess sem hinn stórgóði, en ávallt vel faldi, aukaleikari David Morse er í sínu besta hlutverki til þessa.

Ber þó að varast að líta á ræmuna sem einhverja últraspennumynd, hún er ekki í neinni samkeppni við Face Off.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vel leikin og spennuatriðin eru í fínasta laginu. Endirinn og byrjunin voru hápunktarnir. Meg Ryan var fín en Russel Crow er bestur eins og alltaf. Helstu gallar myndarinnar eru að Meg Ryan grét mikið og myndin var bæði klisja og líka langdregin, auk þess var ég ósáttur við endirinn. Kíkið endilega á Proof of Life, helst þá á DVD.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sumar myndir eru einfaldlega leiðinlegar og Proof of life er ein af þeim. Þetta er alveg heiladauð mynd um mannrán og það er ekki einu sinni á það reynandi að fara að rija upp þessa vitleysu. Persónurnar eru svo óspennandi að það hálfa væri nóg. Mynd sem að hefði aldrei átt að fara í bíó. Svona mynd má gleymast og Russel Crowe og Meg Ryan geta gert svo miklu betur. Forðist þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Russel Crowe og Meg Ryan hafa oft leikið betur en í þessari mynd en söguþráðurinn er fínn. Eiginmanni Meg Ryan verður rænt af hryðjuverkamönnum en Russel Crowe reynir að bjarga honum aftur. Það fjallar Proof of Life um sem hefði getað verið betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á tvöfalda forsýningu, og þessi mynd var ein þeirra mynda. Ég verð að segja að ég hef ekki séð jafn lélega frammistöðu hjá þeim Russel Crowe og Meg Ryan, en David Caruso er svona ágætur í þessari mynd. Ef þið ætlið í bíó, ekki fara á þessa mynd, ég mæli engan vegin með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn