Náðu í appið
Öllum leyfð

Spy Kids 2001

Frumsýnd: 1. júní 2001

Real Spies... only smaller

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 71
/100

Gregorio og Ingrid eru bestu spæjarar sem heimurinn hefur nokkru sinni eignast. Þau eru meistarar dulargervanna, snillingar hvað varðar uppfinningar á ýmsum spæjaratólum og tækjum og þau geta stöðvað stríð á milli landa áður en þau byrja. Þau vinna fyrir sitt hvort landið, og eru send til að eyða hættulegasta óvini sínum... hvoru öðru. En þegar þau... Lesa meira

Gregorio og Ingrid eru bestu spæjarar sem heimurinn hefur nokkru sinni eignast. Þau eru meistarar dulargervanna, snillingar hvað varðar uppfinningar á ýmsum spæjaratólum og tækjum og þau geta stöðvað stríð á milli landa áður en þau byrja. Þau vinna fyrir sitt hvort landið, og eru send til að eyða hættulegasta óvini sínum... hvoru öðru. En þegar þau hittast þá verða þau umsvifalaust ástfangin og fara í hættulegasta verkefni sitt til þessa, að stofna fjölskyldu. Nú eru níu ár liðin, og þau eru sest í helgan stein. Þau hafa skipt út æsilegu lífi spæjarans fyrir fjölskyldulífið. Gregorio og Ingrid eru nú kölluð inn aftur til að leysa nýtt verkefni. Þegar fyrrum félagar þeirra, fara að hverfa einn af öðrum, þá neyðast Cortez hjónin til að rísa upp og berjast við tæknisnillinginn Fegan Floop og hans illa aðstoðarmann Minion. En þegar það óhugsandi gerist, og þau hverfa líka, þá eru bara tvær manneskjur sem geta bjargað þeim, og það eru börnin þeirra. ... minna

Aðalleikarar


Mynd þessi fjallar um hjón sem eru spæjarar sem vinna fyrir leynilega stofnun. Þegar þau eru send í verkefni, eru þau rænd. Og í allri örvæntingu, veltur það á krökkum þeirra að bjarga foreldrum sínum. Þessi mynd er virkilega skemmtileg og kemur verulega á óvart. Robert Rodriguez kemur hér með ræmu sem að hentar öllum og er mikil skemmtun fyrir alla. Hún er virkilega flott og vel gerð mynd, með ágætis húmor. Ef þið eruð fyrir myndir sem að eru með svona fantasy look og mikið fyrir ævintýramyndir, mæli ég fyrir alla að sjá hana. Annars ættuð þið að sleppa henni. Allavega besta myndin í Spy Kids seríunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já, ég skil ekki alveg hvert leikstjórinn hæfileikaríki Robert Rodriguez (El Mariachi, Desperado) er að fara í sínum ferli, en með Spy Kids virðist hann algerlega hafa verið að vinna sér inn fyrir húsaleigunni. Ekki misskilja mig, Spy Kids er bráðskemmtileg mynd fyrir alla aldurshópa, ég er bara svolítið vonsvikinn með Robert. Jæja, Spy Kids. Fjallar mömmu og pabba, sem er rænt af stjórnanda barnaþáttar í sjónvarpinu (ó, mamma og pabbi eru ofurnjósnarar). Krakkarnir taka sig til og reyna að bjarga þeim. Góð skemmtun, margar aulalegar tæknibrellur, en hefur að geyma góðan húmór og auðþekkjanlegan stíl Rodriguez sem hjálpa til við að gera þetta að aðeins meira en barnamynd. Niðurstaða: Ef þið eigið 700 kall og megið við að missa hann, farið á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Robert Rodriguez virðist vera tölvuleikjanörd og hans reynsla og geta virðist vera á takmörkuðu sviði. Myndir hans virðast allar vera frá áhrifum tölvuleikja (persónuleikja) eins og t. D. From dust to dawn minnti á tölvuleikinn Dom. En ég ætla ekki að eyða meiri tíma í að skrifa um Spykids en ég eyddi í að horfa á hana. Ég sem sagt gafst upp og kláraði hana ekki. Það kom mér á óvart hversu ódýrar tæknibrellur voru notaðar í henni. Gengur kannski í þrjúbíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Spy Kids er alveg þokkalegasta fjölskyldumynd. Hún höfðar að vísu bara til krakka en það má samt sem áður hafa gaman af henni. Að vísu er þetta algjör vitleysa en það er fyrir öllu að börnin hafa gaman af þessari dellu. Þokkaleg mynd sem virkar klukkan 15:00 á sunnudegi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var pínd á myndina með yngri bræðrum á aldrinum 9-6 ára :( Ég verð bara að segja að þessi mynd er EKKI fyrir 14 ára unglinga, en er fín fyrir krakka á aldri bræðra minna. Brellurnar eru frekar asnalegar og þessar fáránlegu stökkbreytingamonster sucka feitt. En Antonio Banderas er alltaf jafn hot og sexý og eins George Clooney þótt hann sé farinn að gamlast. Mamman í myndinni er undarlega lík Juliu Roberts (í alvöru!). Og já, ég verð bara að segja þetta áður en ég bind enda á þessa umfjöllun, hvers vegna í andsk.... var fjölskyldubíllinn (og fleira drasl inni í húsi fjölskyldunnar) hannaður sem megadjeimsbondnjósnasúpergræja ef foreldrarnir höfðu verið í helgum steini í tíu ár? Ég bara spyr.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn