Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Someone Like You... 2001

Frumsýnd: 25. maí 2001

The story about the one that got away and the one she never saw coming.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 42% Critics
The Movies database einkunn 32
/100

Jane Goodale, leikin af Ashley Judd (úr Double Jeopardy) gengur allt í haginn. Hún er framleiðandi á vinsælum sjónvarpsþætti og stendur í heitu rómantísku ástarsambandi við myndarlegan aðalframleiðanda þáttarins sem leikinn er af Greg Kinnear (úr As Good As It Gets). Þegar hún er við það að flytja inn með honum hættir hann við og segir henni upp! Þá... Lesa meira

Jane Goodale, leikin af Ashley Judd (úr Double Jeopardy) gengur allt í haginn. Hún er framleiðandi á vinsælum sjónvarpsþætti og stendur í heitu rómantísku ástarsambandi við myndarlegan aðalframleiðanda þáttarins sem leikinn er af Greg Kinnear (úr As Good As It Gets). Þegar hún er við það að flytja inn með honum hættir hann við og segir henni upp! Þá byrjar hún að stúdera hegðun karlmanna til að komast að því hvað kemur mönnum til. Hún notar herbergisfélaga sinn, (leikinn af Hugh Jackman úr X-Men) sem er mikil karlremba og jafnframt kvennagull sem nokkurs konar tilraunadýr en það fer á annan veg en hún reiknaði með! ... minna

Aðalleikarar


Þar sem eingöngu strákar hafa skrifað þessa mynd, þá held ég að það sé kominn tími á að verja hana aðeins. Jane verður yfir sig ástfangin af Ray og fyrstu vikurnar eru sæluvíma. Svo þegar hún hefur rétt svo sagt upp íbúðinni sinni til að flytja inn með honum, þá segist hann vera aftur byrjaður með sinni gömlu kærustu. Þetta er grundvöllur þess sem á eftir kemur. Til að reyna að krafsa sig út úr gríðarlegri vanlíðan sem fylgir í kjölfarið á þessum hræðilegu svikum, oj bara, þá setur Jane fram alveg fáránlega kenningu um karlmenn. Ef hún getur gert þá alla að skrímslum, þá er það ekki hún sem er misheppnuð, ekki hún sem er hafnað, heldur karlmenn sem eru gallaðir. Sorrý strákar, en þessa taktík nota mjög margar (en ekki allar) konur til að komast í gegnum fyrstu og þyngstu stigin af ástarsorg. Hér er það tekið skrefinu lengra, reyndar, og íkt til að skapa gamanmynd. Kenningin er kjánaleg, en virkar eins og nýju fötin keisarans, sem er alltaf fyndin og nauðsynleg saga við og við. Jane sumsé þykist vera einhver voða menntaður sálfræðingur og kenningin verður aðalumræðuefnið í öllum kjaftaþáttum og allt þetta wannabe lið þykist trúa henni.

Eddie hefur líka lent í særindum, en tekst á við það með því að stunda mikið af skyndikynnum, eitthvað sem sumir (alls ekki allir) strákar gera til að komast í gegnum ástarsorg.

Jane fær að leigja hjá honum herbergi þegar hún missir íbúðina og hver vill giska á hvað gerist? Fyrirgefiði strákar, en mér fannst augljóst hvernig myndin myndi enda um það bil allan tímann. Engin þruma úr heiðskíru lofti hér.

Sumsé, fyrir stelpur er þessi yfir meðallagi og Hugh Jackman er næg ástæða til að sjá hana ;) Strákar þurfa að passa sig að móðgast ekki, ef þeir ákveða að gefa henni séns. Keisarinn er allsber.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd var um konu sem fer í ástarsorg eftir að henni var sagt upp af kærastanum. Hún býr þá til kenningar um að karlmenn séu eins og naut. Þ.e. ríði bara sömu konunni einu sinni. Svolítið ýktar persónur en myndin er þó ágæt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Far slök rómantísk gamanmynd um konu nokkra sem fer illa út úr ástarsambandi og finnur upp kenningu um að karlmenn hafi innbyggða þörf fyrir að sofa hjá eins mörgum konum og þeir geta og helst aldrei þeirri sömu tvisvar. Einhversstaðar í bakgrunninum þróast ástarsamband milli hennar og kvennsama meðleigjandans og það þarf ekki að hafa mörg orð um hvernig þetta endar allt. Ashley Judd og Greg Kinnear eru frekar litlaus en Hugh Jackman og Marisa Tomei eru aftur á móti eitt af því fáa sem gerir þessa mynd þess virði að sjá. Mér fannst þessar kenningar sem koma fram um karlmenn mjög yfirborðskenndar og þrátt fyrir að þessi boðskapur sé meira eða minna dreginn til baka áður en yfir lýkur þá eru þeir karlmenn sem sjá þessa mynd í raun að borga fyrir að láta móðga sig. Rómantíski söguþráðurinn er einnig útþynntur og endirinn kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ef til vill er þetta ágætis saumaklúbbamynd, en að öðru leiti get ég ekki mælt með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn