Þar sem eingöngu strákar hafa skrifað þessa mynd, þá held ég að það sé kominn tími á að verja hana aðeins. Jane verður yfir sig ástfangin af Ray og fyrstu vikurnar eru sæluvíma. Svo þegar hún hefur rétt svo sagt upp íbúðinni sinni til að flytja inn með honum, þá segist hann vera aftur byrjaður með sinni gömlu kærustu. Þetta er grundvöllur þess sem á eftir kemur. Til að reyna að krafsa sig út úr gríðarlegri vanlíðan sem fylgir í kjölfarið á þessum hræðilegu svikum, oj bara, þá setur Jane fram alveg fáránlega kenningu um karlmenn. Ef hún getur gert þá alla að skrímslum, þá er það ekki hún sem er misheppnuð, ekki hún sem er hafnað, heldur karlmenn sem eru gallaðir. Sorrý strákar, en þessa taktík nota mjög margar (en ekki allar) konur til að komast í gegnum fyrstu og þyngstu stigin af ástarsorg. Hér er það tekið skrefinu lengra, reyndar, og íkt til að skapa gamanmynd. Kenningin er kjánaleg, en virkar eins og nýju fötin keisarans, sem er alltaf fyndin og nauðsynleg saga við og við. Jane sumsé þykist vera einhver voða menntaður sálfræðingur og kenningin verður aðalumræðuefnið í öllum kjaftaþáttum og allt þetta wannabe lið þykist trúa henni.
Eddie hefur líka lent í særindum, en tekst á við það með því að stunda mikið af skyndikynnum, eitthvað sem sumir (alls ekki allir) strákar gera til að komast í gegnum ástarsorg.
Jane fær að leigja hjá honum herbergi þegar hún missir íbúðina og hver vill giska á hvað gerist? Fyrirgefiði strákar, en mér fannst augljóst hvernig myndin myndi enda um það bil allan tímann. Engin þruma úr heiðskíru lofti hér.
Sumsé, fyrir stelpur er þessi yfir meðallagi og Hugh Jackman er næg ástæða til að sjá hana ;) Strákar þurfa að passa sig að móðgast ekki, ef þeir ákveða að gefa henni séns. Keisarinn er allsber.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei