Náðu í appið
83
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Dr. Dolittle 2 2001

(Doctor Dolittle 2)

Frumsýnd: 22. júní 2001

Dolittle Is Back

87 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 42% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Dr. John Dolittle, eða Dagfinnur dýralæknir, er mættur aftur, og í þetta sinn er hann að reyna að láta tvö bjarndýr verða ástfangin, sirkusbjörninn Archie, og Ava. Dr. Dolittle þarf að hjálpa hópi skógardýra að bjarga skóginum, og fær hjálp hjá þeim einnig við að kenna Archie hvernig á að heilla kvenþjóðina, en hann má í raun engan tíma missa... Lesa meira

Dr. John Dolittle, eða Dagfinnur dýralæknir, er mættur aftur, og í þetta sinn er hann að reyna að láta tvö bjarndýr verða ástfangin, sirkusbjörninn Archie, og Ava. Dr. Dolittle þarf að hjálpa hópi skógardýra að bjarga skóginum, og fær hjálp hjá þeim einnig við að kenna Archie hvernig á að heilla kvenþjóðina, en hann má í raun engan tíma missa þar sem tegundin er í útrýmingarhættu, og heimkynni bjarnanna sömuleiðis. John heldur fund með öllum dýrunum í skóginum um mikilvægi þess að berjast fyrir skóginum og gefast ekki upp, sama hvað gerist!... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ég ákvað að leigja þessa mynd þó svo að ég hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum með fyrri myndina. Hér er saman komið að stórum hluta sama lið og gerði fyrri myndina, en þó er nýr leikstjóri við stjórnvölinn hér. Og það er kannski einmitt það sem reddar þessari mynd fyrir horn. Eddie Murphy er í aðalhlutverki eins og í fyrri myndinni sem Dr. Dolittle. Eddie Murphy skilar hlutverki sínu vel en áreynslulaust. Það sem heldur myndinni uppi eru skemmtilegar senur dýranna í myndinni, Michael Rapaport sem er í einu aðaldýrahlutverkinu er nokkuð góður, ásamt aðalröddum Steve Zahn og Lisa Kudrow. Ótrúleg vinna liggur á baki myndarinnar, því taka þurfti upp hvert dýr fyrir sig í hverri senu, meira að segja þar sem 10-20 dýr voru saman í senu, þá var hvert þeirra tekið upp sér og síðan var þessu öllu saman splæst saman í eina senu. T.a.m. kom Eddie Murphy aldrei nálægt birninum Archie við gerð myndarinnar, þessu var öllu splæst saman eftir á! Vondu karlarnir sem Jeffrey jones og Kevin Pollak léku voru full-máttlausir, Kevin Pollak var t.a.m. alveg laus við góða karaktersköpun, og mætti halda að hann hafi verið með flensu þegar hann lék í myndinni (svolítið annað en þegar hann lék Janni Gogolak í Whole Nine Yards, þar var hann frábær).

Í heildina er þetta nokkuð betri mynd en fyrri myndin. Myndin hefur sæmilegt afþreyingargildi, er ágætis skemmtun og þá eru það senurnar og húmorinn í kringum dýrin sem halda myndinni á floti.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hvernig í fjandanum gat Murphy játað að leika í svona leiðinlegri og barnalegri mynd um dýralækninn fræga. Myndin hefur margar frægar raddir sem allir gætu þekkt en það er bara ekki nóg. Ég fór á myndina with my spirit high um góða skemmtun 24. júní síðastliðinn en ég var næstum búinn að flýja bygginguna fullur af vonbrigðum og hugsaði með mér hvað ég var að hugsa í að eyða 800 krónum í þetta. Bara ung börn myndu finnast hún góð. Hún hefur bara einn staðfestan söguþráð en allt hitt er hent í ruslið, leikararnir gera góðan leik en ekkert af því lagar vitleysuna. Hún hefur engann sameiginlegan spotta (töfra) eins og fyrri myndin en eins og ég sagði þessi vitleysa er ekki þess virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd í suma staði. Tæknibrellurnar eru fáséðar og leikurinn ágætur. Mun betri og fyndnari en fyrri myndin, það vantaði þó meiri húmor. Eddie Murphy er tvímælalust besti gamanleikarinn í dag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skref upp, en samt ekkert sérstök
Ég fékk meira en nóg af talandi dýrum þegar ég horfði á Cats & Dogs núna í sumar, þannig að ég vonaðist til þess að sjá eitthvað töluvert skárra hérna. Bjartsýni var að vísu ekki í hámarki þar sem að fyrri Dr. Dolittle-myndin var frekar slöpp. Þessi mynd er sem betur fer skárri (ath. ekki betri, heldur "skárri"), en það er varla nóg til að réttlæta það að fólk fari að borga fullt verð fyrir að sjá hana. Kannski fínt að horfa á hana á Laugardegi ef hún er sýnd í barnatímanum, en ef menn ætla að leigja sér hana og hafa það notalegt með helling af nammi þá er kvöldinu heldur betur sóað.

Eddie Murphy er ágætur þótt það sjáist að hann reynir ekki mikið á sig. Það er eins og að hann hafi samþykkt að gera þessa mynd með þau skilyrði að gera sem minnst og fá slatta af peningum fyrir það. Sama gildir um alla aðra leikara, þá sem sjá um raddirnar (nema Steve Zahn, sem var furðu hress en helvíti pirrandi) og meira að segja leikstjórann og handritshöfundinn. Brandararnir eru ótrúlega latir og alveg jafn barnalegir og í fyrri myndinni. Ég held að ég hafi hlegið einu sinni eða mesta lagi tvisvar yfir allri myndinni, og þótt að það muni seint kallast jákvætt, þá var það oftar en ég hló yfir fyrri myndinni.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér finnst þetta fín mynd Eddie Murphy fer á kostum. Mjög fyndin mynd og að mínu skapi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir

Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn