Náðu í appið
143
Bönnuð innan 12 ára

Planet of the Apes 2001

Frumsýnd: 31. ágúst 2001

You'll be sorry you were ever born human

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 44% Critics
The Movies database einkunn 50
/100

Það er árið 2029. Geimfarinn Leo Davidson fer um borð í geimskutlu í geimstöð, til að fara í hefðbundinn könnunarleiðangur. En óvæntur krókur verður á ferð hans þegar hann lendir í tímaferðalagi þegar hann fer í gegnum ormagöng, og hann endar á ókunnri plánetu þar sem talandi apar ráða yfir mannkyninu. Með hjálp viðkunnalegs simpansa apa og aðgerðarsinna,... Lesa meira

Það er árið 2029. Geimfarinn Leo Davidson fer um borð í geimskutlu í geimstöð, til að fara í hefðbundinn könnunarleiðangur. En óvæntur krókur verður á ferð hans þegar hann lendir í tímaferðalagi þegar hann fer í gegnum ormagöng, og hann endar á ókunnri plánetu þar sem talandi apar ráða yfir mannkyninu. Með hjálp viðkunnalegs simpansa apa og aðgerðarsinna, Ari, og litlum hóp uppreisnarmanna úr röðum manna, þá leiðir Leo flokkinn til að komast undan górillu hernum sem er undir stjórn Thade hershöfðingja, og hans mesta stríðsmanns Attar. Nú þarf flokkurinn að komast í heilagt musteri á forboðnu svæði plánetunnar tli að komast að sláandi leyndarmálum er varða fortíð mannkyns, og lyklinum að framtíð þess.... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er ágætis skemmtun. Samt fannst mér hún ekkert sérstök. Tim Burton(sem er langbesti leikstjóri í heimi) hafði bara leikstýrt frábærum myndum til þessa. Td. Edward Scissorhands,Ed wood, Batman og Sleepy Hollow. En einkalíf hans var í miklu uppnámi þegar hann var að leikstýra Planet of the apes. Mér hefur aldrei líkað við endurgerðir, þó einstöku sinnum, en mjög sjaldan. Hvergi er sjáanlegur stíllinn hans Burtons. Ef maður horfir á þessa mynd og hefur séð fyrri myndir Burtons er ómögulegt að sjá að þetta er Burton-mynd. Svo er hún allsekki lík þeirri gömlu. Byrjun myndarinnar gerist árið 2029 í geimstöð. Ungur vísindamaður að nafni Leo Davidson( Mark Wahlberg) vinnur við það að þjálfa apa og reynir að kenna þeim að stjórna geimskipum. Þegar einn apinn stingur af í flóttafari hverfur hann inní stjörnuþoku. Leo fer því með öðru flóttafari beint inní stjörnuþokuna. Hann brotlendir á plánetu þar sem villimenn eru á flótta undan öpum. Aparnir eru í mannstærð og tala en það gera mennirnir ekki. Aparnir læsa mennina í búri og koma fram við þá ens og menn gera við apa. Einn kvenkyns api sem heitir Ari(Helena Bonham Carter) lýður ekki þessa framkomu og vill sýna mönnunum tillitsemi. Leo er strandaglópur á þessarri plánetu og þarf að komast aftur til jarðar. Eftir allt þá er þetta fínasta mynd, það vantar bara smá Burton-stíl og betri leikara því ekkert af þessum leikurum hafa áður unnið með Tim. Flestir leikararnir leika illa fyrir utan Helenu Bonham Carter. Því gef ég myndinni sæmilega dóma fyrir góða leikstjórn Burtons, góðan leik Helenu og frábæra tónlist Danny Elfmans.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nokkuð góð endurgerð gömlu Apaplánetan. Mark Wahlberg leikur geimfara sem vinnur á stöð út í geim og þar gera þeir tilraunir á öpum. Einn apinn er sendur út í geim á geimskipi en týnist í annari vídd. Þá fer Mark að finna hann og brotlendir á plánetu þar sem apar ráða ríkjum og apinn er orðinn goðsögn. Góðar tæknibrellur og plottið á endinum gott.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Endurgerð gömlu myndarinnar Planet of the apes. Mark Wahlberg (Three kings)er geimfari sem er í geimstöð og þar gera þeir tilraunir á öpum. Einn api er sendur út í geim til að gá hvort apar eru hæfir til að stjórna geimfari. En apinn fer í aðra vídd og þeir sjá hann ekki aftur. En Marker staðráðinn í að bjarga honum og reynir að finna þessa vídd og brotlendir þar. Það kemur í ljós að apinn er orðinn goðsögn þarna og allir aparnir hata menn. Alveg ágætur leikur og tæknibrellur gera myndina ágæta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Afskaplega dapurleg ræma. Æ, come on. Tim Burton að endurgera Planet of the apes? Það er eins og James Cameron færi að endurgera Sound of music. Burton misstígur sig hér hrapallega með því að rústa gjörsamlega hinni myndinni(sem var nú svona í meðallagi og kannski eitthvað aðeins rúmlega það)í þessari fáranlegu útfærslu. Jafnvel David Warner og Helena Bonham Carter(en ég held upp á þau bæði)ná ekki að gera neitt fyrir myndina og er ég bara feginn að þau eru nánast óþekkjanleg.(eðlilega eru þau óþekkjanleg þau leika apa)Þessi mynd er þó horfanleg á köflum og er stjörnugjöfin samkvæmt því.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tim hefur vanalega gert mjög góðar myndir t.d Batman,Beetlejuice og sleepy hollow en þetta er að mínu mati ein sú lélegasta sem hann hefur gert.

Gerfin eru alveg ofboslega flott en þau ná ekki að redda myndinni, leikurinn er góður en söguþráðurinn er klúður.

Ég er búinn að sjá upprunalegu myndina og að mínu mati er hú miklu betri.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.05.2024

Apar taka sér stöðu á toppinum

Aparnir í kvikmyndinni Kingdom of the Planet of the Apes, sem gerist 300 árum eftir atburði síðustu myndar í flokknum, fóru rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi þegar rúmlega tvö þúsund ...

07.05.2024

Margir bjuggust við mynd um son Caesars

Þegar tilkynnt var um gerð kvikmyndarinnar Kingdom of the Planet of the Apes, nýjustu myndarinnar í hinni vinsælu Apaplánetuseríu, sem kemur í bíó í dag hér á Íslandi, þá bjuggust flestir við að þar yrði sögð saga ...

05.11.2023

Apar ráða öllu - Fyrsta kitla úr Kingdom of the Planet of the Apes

Fyrsta kitla og plakat er komin út fyrir spennumyndina Kingdom of the Planet of the Apes, en myndin kemur í bíó á Íslandi 24. maí næstkomandi. Myndin, sem leikstýrt er af Wes Ball eftir handriti Josh Friedman, Rick Jaffa, Amanda Silver og Patrick Aison, er fr...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn