Þessari hafði ég beðið eftir, með þónokkurri eftirvæntingu. Ekki vegna þess að ég héldi að um eitthvert meistarverk væri að ræða, heldur er ég mikill aðdáandi Davids (frá X-files). Hann var góður í Kalifornia, og alltaf hefur hann staðið sig vel í X-files. Svo ég skellti mér út í búð og keypti mér bara DVD diskinn, áður en ég sá myndina (sem gerist ekki oft, þar sem ég vill einungis eiga myndir sem maður getur horft á aftur og aftur). Og það skrítna gerðist, að mér fannst þó nokkuð gaman að henni við fyrstu áhorfun, en leiddist hún við aðra áhorfun. Það eru fáir brandarar í myndinni, og enginn atriði þar sem maður skellir upp úr, nema kannski þegar feitu strákarnir tveir voru að fíflast. Það er góður andi á milli leikaranna og fannst mér það svona bjarga myndinni. Ég hreinlega held að myndin hefði átt að vera aðeins lengri, með minni skrímslum og meira af gamansömum atriðum. Evolution reynir of mikið að vera alvörugefinn gamanmynd, en á sama tíma er með fíflalæti og óraunveruleika. Bæði mundi virka eitt sér, en ekki saman í einni mynd. Þetta er meðalskemmtun, sem hefði getað verið svo miklu meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei