Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Knockaround Guys 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. desember 2002

How many friends can you trust with your life?

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 21% Critics
The Movies database einkunn 30
/100

Fjórir synir stórs mafíósa í Brooklyn í New York þurfa að vinna saman til að ná í peningapoka í litlum bæ í Montana, sem er undir stjórn spillts lögreglustjóra. Sagan byrjar þó fyrst þegar Matt Demeret fer að afhenda peninga fyrir föður sinn mafíósann, fyrir orð frænda síns. Hlutirnir fara ekki eins og upphaflega var áætlað ...

Aðalleikarar


Knockaround Guys er mjög góð mynd með úrvalsleikurum. Matty(Berry Pepper) er sonur Benny Chains(Dennis Hopper), Benny vill að sonur hans nái í peninga svo að hann lifi og Matty fer auðvitað til að bjarga föður sínum en fær nokkra í liðs við sig Taylor(Vin Diesel) er hörkutólið í hópnum og hjálpar honum mjög mikið. Seth Green er alltaf jafn vitlaus og týnir peningunum svo að þeir þurfa að finna peningana, því þetta er upp á líf og dauða...... Mjög góð mynd sem engin ætti að láta fram hjá sér fara!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Einföld en stórgóð glæpamynd með Barry Pepper í aðalhlutverki. Hann leikur son glæpaforingja sem reynir hvað hann getur til að þóknast föður sínum, en hefur ekki haft árangur sem erfiði. Hann tekur því að sér einfalt en mikilvægt verkefni fyrir föður sem felst í því að ná í tösku fulla af peningum. Auðvitað klúðrast verkefnið og glatast taskan í hendur lögreglustjóra í litlum smábæ lengst út í rassgati. Smalar stráksi saman vinum sínum fjórum sem ætla að sína sveitalúðunum hver ræður og ná töskunni. Leikaravalið er einstaklega vel valið en þeir sem koma m.a. annars við sögu er Vin Diesel, Dennis Hopper, John Malkovich, Set Green auk Barry Peppers. Þeir standa sig með prýði og enn undraðist ég á persónutöfrunum sem Vin Diesel býr yfir. Maðurinn er bara svo cool.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Knockaround guys gerist á okkar tíma. Þetta er bara flott og einföld mafíósamynd sem fjallar um það að sonur höfuðpaursins í mafíunni í New York vill sína föður sínum að hann geti staðist kröfur hans en svo verður ekki vegna þess að vinur sonsins tínir peningum sem þeir áttu að koma með til baka og verða þeir þá að leita peningana uppi. Semsagt bara venjulega og góð krimma mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Cool mynd sem segir frá sonum tveggja mafíósa og klíku sem að þeir eru saman í sem þeir kalla Knockaround Guys ásamt vinum sínum. Einn þeirra sem vill koma sér áfram í hinum venjulega heimi rekur sig alltaf á það hver pabbi hans er þegar að hann reynir að sækja um vinnu og fyrir vikið vill enginn taka hann í vinnu, af hræðslu við yfirgang og að missa fyrirtækið í hendur mafíósa. Hann gefst upp og fær pabba sinn til þess að gefa sér séns í eitt verkefni, sem er jafnframt hans fyrsta, hann fær sénsinn en það er að koma peningum til skila til föður síns.

Auðvita klúðrast verkefnið, peningarnir glatast í smábæ og það verður uppi fótur og fit þegar að gengið kemur að sækja þá.

Hörku flott mynd með fullt af þekktum leikurum meðal annars Vin Diesel er í einu af aðalhlutverkunum hann er eins og fyrri daginn frekar cool, en fær ekki mikið að njóta sín sem passar þó betur inn í myndina eins og hún er. Dennis Hopper, John Malkovich, Seth green og fleirri.

Óhætt að skella sér á hana í bíó, cool, ekki of mikið, og bara mjög vel heppnuð í alla staði.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn