Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég heyri alltaf röddina í Arnold Schwarzenegger þegar ég les titilinn á þessari mynd, veit ekki af hverju. Allavega, eftir að episode 1 hafði ollið mörgum vonbrigðum voru margir tortryggnir út í episode 2. Það verður samt að segjast eins og er, Clones er miklu betri en Menace. Í fyrsta lagi sást Jar Jar varla svo að það vandamál var næstum því úr sögunni. Í öðru lagi var litli pirrandi krakkinn sem átti að verða svarthöfði farinn. Nýtt vandamál var auðvitað stóri pirrandi krakkinnn sem átti að verða svarthöfði, Hayden Christensen. Ég verð að segja það beint út að hann er lélegur leikari. Góðu fréttirnar eru að við erum með hinn magnaða Christopher Lee á svæðinu sem hinn dularfulli Count Dooku. Mér finnst ansi magnað hvað kallinn gat miðað við að hann var 78 ára við tökur á þessari mynd. Það sem kom mest á óvart var Yoda. Hann var frekar daufur í fyrstu myndinni en þeir hafa greinilega lagt mikið í að blása lífi í litla græna kallinn. Vélmennin 3CPO og R2D2 fá stærra hlutverk sem comic relief, það heppnast ágætlega en 3CPO verður fljótt þreyttur.
Attack of the Clones er létt ævintýramynd. Andrúmsloftið er ekki mjög alvarlegt þó svo að alvarlegir hlutir séu að gerast. Það eru liðin 10 ár síðan við sáum gengið síðast og Anakin er orðinn hrokafullur jedi unglingur. Hann tekur sín fyrstu skref í átt að the dark side í þessari mynd þegar hann fer að bjarga móður sinni á Tatooine. Palpatine er smá saman að bæta við sig valdi og Obi-Wan er að reyna að leysa ráðgátu. Sú rannsókn leiðir til að hann finnur klóna her sem er búið að rækta í leyni og á að vera fyrir jediana. Það er fullt af skemmtilegum hasar atriðum, þ.e. eltingaleikurinn á Coruscant, Obi-Wan vs. Jango Fett, hringleikahúsið, klóna orustan og geislasverðs bardaginn í lokin þar sem Dooku berst við Anakin, Obi-Wan og Yoda. Þessi mynd er ansi skemmtileg ef maður lítur framhjá daufu ástarsambandi Padmé og Anakin. Það eru ekki margar myndir sem eru eins útlitslega flottar og þessar fyrstu þrjár, bara það er nóg til að sjá hana aftur.
“Why do I get the feeling you're going to be the death of me?”
Mér finnst pínu fyndið að Jar Jar er látinn leggja tillögu fyrir þingið sem færir Palpatine næstum ótakmarkað vald. Jar Jar er s.s. ábyrgur að hluta til fyrir upprisu Darth Sidious. Eins og að hann sé ekki nóg hataður.
Þessi mynd er helvíti skárri en mynd númer 1. Hayden Christensen er ekki samt eins góður og hann er í revange of the sith og hann er í þessari mynd en Ewan mcgregor leikur bara ok í þessari mynd ekkert verr en í revange of the sith en star wars myndirnar eru ekkert þekktar fyrir góðan leik nema hjá Harrison ford þótt margir aðrir séugóðir líka góðir. Christhoper Lee sem leikur Count Dooku nýjanm skósvein Siths og leikur hann bara nokkuð vel Þennan greifa....., og Samuel Jackson leikur miklu meira í þessari mynd heldur enn í mynd númer 1 og er það bara nokkuð gott. Og svo í þessari mynd leikur Natalie Portman Líka nokkuð mikið, svo er Frank Oz allatf góður sem Yoda hvort sem myndinn er léleg eður ei........
Þvílíkt stórvirki tæknibrellur hreint stórkostlegar skil ekki afhverju hún fékk ekki Óskarsverðlaun fyrir bestu tæknibrellur.
Þessi mynd er tvímælalaust betri en Episode I, þar eru nokkur eftirminnileg atriði úr myndinni eins og þegar Palpatine segir við Anakin að hann eigi eftir að vera besti Jedi í heiminum og í lokinn þegar Darth Vader theme spilast er klónarnir labba í stjörnuspillana. Allir leikarar fara með mjög góðan leik sérstaklega Samuel sem Mace Windu.
Lélegt handrit, afleit klipping og gróðamarkmið (í stað gæðamarkmiða) standa upp úr eftir að hafa horft á myndina. Vélrænt leikin í flestum atriðum og þar sem leikurunum tekst bærilega upp (Ewan McGregor helst) skemmir texti eða klipping fyrir. Hræðilega órökrétt atriði skemma mikið í myndinni, og þá á ég ekki við beygð eðlisfræðilögmál eða mikil afrek (að gefa því lausan tauminn er krafa sem gera má til bíógesta á sci-fi mynd) heldur eru viðbrögð persóna hver við öðrum, ályktanir og hugsun vægast satt út í hött, og það er ekki hægt að fyrirgefa. Aftur er það hinu ægilélega handriti um að kenna auðvitað. Sem sagt, myndin er full af ótrúverðugum persónum, kjánalegum og samhengislausum senum sem eiga að vera mikilfenglegar en vegna umgjarðarinnar verða þær afkáralegir tölvuleikjatrailerar. Skammsýni og skilningsleysi Lucas & co. má segja að kristallist í nafni myndarinnar, en árás klónanna er algerlega afleitt heiti á myndina, og skilur það hver sem á hana horfir og nær að skilja söguþráðinn og plottið (sem er á brauðfótum). Ég nenni eiginlega ekki að eyða fleiri orðum á þessa mynd, hún er ekki þess virði. Ég gef myndinni hálfa stjörnu fyrir fallegt tölvugert umhverfi og hljóð sem nær nokkrum sinnum að láta mann finnast að maður sé á staðnum (vanalega þar til söguþráðurinn tranar sér fram og minnir mann á að George Lucas situr við stjórnvölinn, ólíkt því sem var í gömlu trílógíunni). Því miður er sennilega of seint að segja það, en aðdáendur fyrstu myndanna þriggja ættu ALLS EKKI að fara á þessa mynd frekar en Phantom Menace. Þessi er mun verri.
Afturför frá Episode I, Hayden Christensen med lélegan leik, manni fannst Mark Hamil ekkert spe í gömlu þrennunni þó hann passaði vel sem Luke, Hamil er snilld við hliðina á Hayden. Mér finnst þessi mynd hafa haft alla möguleika á að verða góð en einhvern veginn klúðrast þetta á marga vegu hjá George Lucas. Viðurkenni að það er ógerlegt að gera eins góða þrennu og gömlu, en tel að Lucas hefði átt að afhenda Spielberg þessa þrennu og láta hann alfarið sjá um að kvikmynda hana.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
20th Century Fox
Vefsíða:
Aldur USA:
PG