Þessi myndi kom mér þægilega á óvart, eftir að ég hafði lesið suma dóma hér á síðunni. Eiginkonan var búinn að óska eftir henni þessari þó nokkrum sinnum og alltaf þráaðist ég við. Ég er nefnilega enginn áhugamaður á ‘bregðu-myndum’, þar sem söguþráður víkur fyrir það eitt takmark að bregða áhorfendum (sem er oft misskilin leið til að búa til spennu). The Glass House er ekki þessháttar mynd, og mig grunar að kannski sé það þessvegna sem margur hér á kvikmyndum.is hafur gefið henni slaka dóma. Hér er reynt að fara aðra leið en oft áður, með því að halda sig í við raunveruleikann í alla staði og gera ekki söguhetjuna að einhverjum hálfvita sem bregst bjánalega við í aðstæðum sem þessum. Það góða við myndina var að stelpan var frá upphafi með það á hreinu að ekki væri allt með felldu, og gerði eitthvað í því. Yfirvöldin voru líka strax hluti af dæminu, í staðinn fyrir að það sé einhver vondur kall hjá yfirvaldinu sem trúir ekki fórnarlambinu! Það var líka gaman að fylgjast með Glass hjónunum, en þau voru svona mátulega óvenjuleg, og sést vel hvernig þau hafa smátt og smátt tapað áttum. Sérstaklega fannst mér vel gert atriði þar sem Mr. Glass er að biðja um lán í banka nokkrum, sem sýnir rosa vel að hér er um venjulegan mann að ræða. Þannig að í heildina fannst mér ég fá svona mátulegan skammt af spennu, í frekar raunsæju umhverfi og með góðum leikurum í hverju horni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei