Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Jay and Silent Bob Strike Back 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 5. október 2001

Someone is making their life story into a movie, and they haven't been paid. So they're on their way to Hollywood to get even.

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

Þegar félagarnir Jay og þögli Bob komast að því að það á að fara að gera kvikmynd um þá án þess að þeir fái krónu fyrir ákveða þeir að fara til Hollywood og gera eitthvað í málinu.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Mér er alveg sama hvað fólk segir, þessi mynd er góð. Fyndinn og fullt af Jay and Silent bob. Þeir eru loksins í aðalhlutverki. Spila nú reyndar stórt hlutverk í Dogma, sama sem ekkert í chasing amy, smá svo í mallrats og clerks, ekkert í Jersey Girl.


Allavega, mér fannst myndin góð, kanski samt síðsta myndin hans fyrir utan Jersey girl.


En ágætis skepptun, gaman hvernig hann kevin smith púslar þessu öllu saman, úr fyrri myndum, og ég held að fólk sem hafa séð allar hans myndir, og eru miklir aðdáandur hans eiga eftir að hafa meira gaman af þessari mynd heldur en hinir. Því það er mikið verið að vitna í fyrri myndir hans, eins og hann gerir oft í bíómyndum sínum.. Eins og t.d í chasing amy þá vitnar hann mikið í fyrstu mynd sína, Clerks.


Myndin er lauslega um það að það er verið að gera Bluntman and Chronic bíómynd, Sem Jay ands Silent Bob vita ekkert um, fyrr en einhver krakki segir þeim frá því.. Þeir fara að rannsaka málið og komast að því að krakkar séu búnir að tala illa um þá á netinu, segjandi að Jay and silent bob séu ömurlegir og Buntman and Chronic myndin eigi eftir að vera hræðileg.

Svo þeir grípa til þess ráð að fara til Holliwood og koma í veg fyrir að myndin verður gerð. Og leggja þeir af stað í langt og strangt ferðalag, og lenda þeir í ýmsum ævintírum á leiðinni.


Gaman að segja frá því að Bluntman and Chronic er teiknimyndasaga sem einmitt Holden og Banky skrifa, sem eru aðalpersónunar í Chasing amy.


Þessi mynd gefur svo mikinn skít í Hoolliwod að það er ekki eðlilegt.


Samt þó svo að hún gefur mikinn skít í hoolliwod held ég að þetta sé lang mesta holliwod mynd sem Kevin Smith hefur gert.


En allavega í heild sinni bara góð mynd, með slæmu orðabragði og findnum cock and fart bröndurum. Mæli eindregið með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er frábær, Kevin Smith er algjör snillingur þessi mynd samanstendur af óttalegum aulahúmor sem er að mínu skapi. Í myndinni þurfa Jay og Silent Bob að fara til Hollywood að stöðva kvikmynd sem er verið að gera um þá án þeirra leyfis. Á leiðinni hitta þeir margar skemmtilegar og undarlegar persónur og í aukahlutverkum eru m.a. Ben Affleck, Carrie Fisher, James van der Beek, Jason Biggs, Chris Rock og margir fleiri. Frábær mynd og alveg skelfilega fyndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Við hverju bíst fólk við, ?. Þessi mynd er byggð á tvem stónerum sem hanga utan við sjoppu allan daginn freðnir að rífa kjaft við yngri krakka. Svo vill til að gefið hefði verið út teiknimyndablöð um þá. Og þaðan á að koma bíómynd og þeir vita ekkert af því. Þeir komast af því fljótlega og vilja fá sinn hluta af peningnum sem verður úr myndinni. Þá fara þeir heim til gaurs sem þeir þekkja sem átti hluta af bíómyndafyrirtækinu... Hann hafði selt sinn hlut af fyrirtækinu og sýndi þeim internetið. Þá komast þeir af því að allir eru að gefa skít í þá gegnum internetið og vilja stoppa að myndin sé gerð. Þeir leggja á stað á puttanum til Hollywood, á leiðinni hitta eir þessar svaka gellur og lenda í miklu klandri útaf þeim og sitja uppi með stolin apa og lögreglan á eftir þeim... Þessi mynd er allveg fín.. Cr4cKeD
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Algjör Klósetthúmors mynd þar sem orðið ''fuck'' kemur fyrir 228 sinnum fyrir.Jay og Silent Bob (Mewes og Smith) eru á leiðinni til Hollywood til að stöðva framleiðslu á mynd sem eru byggðar á tveim persónum sem eiga að vera Jay og Silent Bob.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er einn af þeim sem hef lítið sem ekkert fylgst með þessum köppum, Jay og Silent Bob og því ákvað ég að prófa þessa mynd og sjá það sem allir eru að tala um. Ég vil byrja á því að segja að mér finnst þetta ein leiðinlegasta mynd sem ég hef séð. Í stuttu máli sagt fjallar myndin um tvo félaga sem komast að því að það er verið að gera bíómynd sem er byggð á persónum þeirra. Þeir ákveða að fara til Hollyood og fá eitthvað fyrir sinn snúð. Ég ætla ekkert að vera tíunda meira um þessa mynd. Þeir sem hafa gaman af þessum vitleysingum hafa kannski einhverja skemmtun af þessari mynd en að mínu mati er þetta rusl.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.04.2013

Topp 20 leikstjórar á Twitter

Vefsíðan TheWrap.com tók saman á dögunum lista yfir 20 kvikmyndaleikstjóra sem þeir segja að sé þess virði að fylgja ( follow ) á Twitter samskiptavefnum. Eins og þeir benda á þá er það ákveðin list að skrifa áhug...

16.06.2001

Jay and Silent Bob Strike Back

Kevin Smith hefur nú lokið við nýjustu mynd sína, Jay and Silent Bob Strike Back og er búið að halda tvær prufusýningar á henni í kvikmyndahúsum vestra. Báðar hafa gengið svo vel, og áhorfendur hafa verið svo hrifnir af h...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn