Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Claim 2000

(Kingdom Come)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Everything has a price.

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 62% Critics
The Movies database einkunn 62
/100

Myndin segir sögu Daniel Dillon sem skipti á eiginkonu og nýfæddri dóttur sinni og gullnámu. 20 árum síðar þá er maðurinn orðinn auðugur og á megnið af gömlum bæ sem kallast Kingdom Come. En breytingar eru í nánd og fortíðin bankar á dyrnar til að ásækja hann. Skipulagsgengi finnst bærinn vera ákjósanlegur staður til að leggja yfir járnbrautarlínu,... Lesa meira

Myndin segir sögu Daniel Dillon sem skipti á eiginkonu og nýfæddri dóttur sinni og gullnámu. 20 árum síðar þá er maðurinn orðinn auðugur og á megnið af gömlum bæ sem kallast Kingdom Come. En breytingar eru í nánd og fortíðin bankar á dyrnar til að ásækja hann. Skipulagsgengi finnst bærinn vera ákjósanlegur staður til að leggja yfir járnbrautarlínu, og skyndilega birtist ung stúlka í bænum sem reynist vera dóttir mannsins. ... minna

Aðalleikarar


Ágætt drama sem nær sér aldrei fyllilega á strik. Maður nær engri tilfinningalegri tengingu við persónurnar sem veldur því að hún verður ekki eins öflug og hún gæti orðið. Margt gott er við myndina þó, t. d. er leikur almennt góður, tónlist Michaels Nymans og kvikmyndataka er góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Claim er gott dæmi um mynd þar sem umbúðirnar eru mun flottari en innihaldið. Breski leikstjórinn Michael Winterbottom er þekktur fyrir að taka að sér erfið umfjöllunarefni (Jude, Welcome to Sarajevo, Wonderland), og hér tekst hann á við sögu sem er fráhrindandi bæði í innihaldi og útliti. Myndin gerist í kringum árið 1900 og segir frá litlum bæ í N-Kaliforníu sem heitir Kingdom Come. Í bæinn koma verkfræðingar á vegum járnbrautanna sem eiga að ákveða hvort leggja eigi teinana í gegnum bæinn eða ekki. Bæjarstjóranum (Peter Mullan) er mikið í mun að fá járnbrautina í gegnum bæinn og gerir vel við aðalverkfræðinginn (Wes Bentley) í von um að hafa áhrif á ákvörðunina. Á meðan verður verkfræðingurinn ástfanginn af ungri stúlku (Sarah Polley) sem kom með honum í bæinn ásamt móður sinni (Nastassja Kinski), þrátt fyrir að ástkona bæjarstjórans (Milla Jovovich) sé líka að gefa honum undir fótinn. Ap sjálfsögðu koma í ljós dulin tengsl úr fortíðinni sem hafa áhrif á alla. Myndin gerist um hávetur og allt er á kafi í djúpum snjó, sem er lítið heillandi umhverfi. Jafnframt eru margir karakterarnir mjög óviðkunnanlegir þó þeir eigi sennilega frekar að vera brjóstumkennanlegir. Hver getur vorkennt fyllibyttu sem selur konu sína og dóttur til annars manns af því hann er orðinn leiður á þeim? Winterbottom er heppinn að hafa svo góðan hóp leikara til að draga athyglina frá kuldanum og öðrum miður skemmtilegum aðstæðum í myndinni. The Claim er ágætis mynd á margan hátt, t. D. er kvikmyndatakan oft mjög falleg. Því miður er of mikið niðurdrepandi og mannskemmandi við myndina til að hún nái sér fullkomlega á flug.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn