Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Made 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 22. febrúar 2002

Welcome to disorganized crime

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 62
/100

Bobby er boxari sem á í basli með að koma sér áfram, og vinnur einnig sem lífvörður kærustu sinnar sem er nektardansmær. Hann hatar vinnuna sína og vill komast lengra í lífinu. Hann samþykkir því að fara til New York fyrir yfirmann sinn til að hjálpa til við að flytja peninga í peningaþvætti. Félagi hans í verkinu er besti vinur hans Ricky, óþolandi... Lesa meira

Bobby er boxari sem á í basli með að koma sér áfram, og vinnur einnig sem lífvörður kærustu sinnar sem er nektardansmær. Hann hatar vinnuna sína og vill komast lengra í lífinu. Hann samþykkir því að fara til New York fyrir yfirmann sinn til að hjálpa til við að flytja peninga í peningaþvætti. Félagi hans í verkinu er besti vinur hans Ricky, óþolandi kjaftaskur sem er búinn að sjá einum of margar mafíumyndir. Bobby reynir að láta sem ekkert sé og ljúka verkinu, en skrípalæti Ricky gætu eyðilagt allt fyrir þeim.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ótrúlega svöl mynd. Vince Vaughn fer þarna á kostum sem óþolandi og skrýtin persóna sem að fær mann samt til ða fýla sig. Hef ekki séð Swingers en er alltaf að leita að henni þegar ég fer og leigi spólu. Atriðið þar sem að svertinginn er að tala í símann og þeir þurfa að nota hann er snilld. Vince gjörsamlega lúber gaurinn. Ótrúlega fyndið atriði. En já þessi mynd kom mér mjög mikið á óvart enda vissi ég ekki við hverju mátti búast. Skemmtilegt að sjá am Rockwell þarna í hlutverki bellboy.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Made er snilld og gefur Swingers ekkert eftir. Þeir John og Vince eru ógleymanlegir saman í þessari mynd og passa mun betur saman heldur en í Swingers. Leikararnir eru frábærir, og sérstaklega Vaugn, sem nær að kitla mann með hlátri endalaust. Ég mæli sterklega með Made því að hún er fyndin og bara rosalega góð...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Á árinu 1996 sendi Doug Liman (Go) frá sér Swingers, sem varð að óvæntum smelli, og í henni fóru þeir Jon Favreau (sem var einnig handritshöfundur þeirrar myndar) og Vince Vaughn á kostum, og voru bara alveg hreint ótrúlega traustir saman. Nú eru þeir félagar sameinaðir aftur í mynd sem er heldur betur í anda þessarar áðurnefndu. Ekki bara hefur Favreau séð um handritið í þetta skipti, heldur er hann einnig búinn að taka yfir leikstjórninni. Handritið er vel unnið og samræðurnar eru voðalega svipaðar og í Swingers (þ.e.a.s. flugbeittar og oft á tíðum drepfyndnar). Made fjallar um tvo vini, Bobby (Favreau) og Ricky (Vaughn). Bobby dreymir um að verða atvinnuhnefaleikamaður, en Ricky hefur engar ákveðnar framtíðaráætlanir en hann hefur þó þann eiginleika að getað farið í taugarnar á öllum í kringum sig. Þeir vinna báðir fyrir mafíósan Max (Peter Falk), sem sendir þá til New York til að ganga frá ákveðnum málum, en ekkert fer alveg eins og ákveðið var. Favreau er stórfínn eins og er líka bara eins og hann hefur ávallt verið, en Vaughn á mikið hrós skilið og er drepfyndinn, og hann á bókstaflega hvern ramma sem hann er í. Famke Janssen (sem lék á móti Favreau í rómantísku gamanmyndinni Love & Sex), Vincent Pastore (úr Sopranos) og sjálfur Puff Daddy (a.k.a. Sean Combs) fara með helstu aukahlutverkin. Made er fyndin og skemmtileg gamanmynd. Samt ekki alveg jafn góð og Swingers, en er a.m.k. ekki langt frá því að vera það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Skemmtileg gamanmynd eftir John Favreau sem er einna þekktastur fyrir að hafa sent frá sér Swingers fyrir þó nokkrum árum. Made fjallar um tvo seinheppna vini sem vinna fyrir mafíuna við ýmis ómerkileg störf. Dag einn fá þeir tækifæri til þess að klífa metorðastigann með því að sinna mikilvægu en einföldu verkefni. Líkt og í Swingers fara Favreau og Vince Vaughn með aðalhlutverkin og eiga hér aftur mjög skemmtilegt samspil. Favreau leikur stórkostlega seinheppinn náunga og Vaugn er óþolandi vinurinn, en þó óþolandi á bráðfyndinn hátt. Einnig er gaman að sjá stóran hluta af leikarahópnum úr Sopranos þáttunum fara með aukahlutverk hér, en Favreau kom einmitt í gestahlutverki í Sopranos um svipað leiti og þessi mynd var í bígerð ef ég man rétt. Fyrir utan skemmtilega leikara gerir góður húmor og nokkur ótrúlega pínleg atriði (Favreau er sérstaklega góður í að skrifa pínleg atriði - man einhver eftir atriðinu með símsvarann úr Swingers?) myndina vel þess virði að sjá. Það er óhætt að mæla með Made sem traustri gamanmynd, alveg sérstaklega fyrir þá sem fíluðu Swingers.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

30.09.2023

Mannfólkið er vondi kallinn

Breska dagblaðið The Daily Telegraph gefur vísindaskáldsögunni The Creator, sem kom í bíó nú um helgina hér á Íslandi, fjórar stjörnur af fimm mögulegum, en eins og segir í umfjölluninni er mannfólkið vondi kallin...

09.09.2023

Fyrsta hrökkvivið-atriðið strax í byrjun myndar

Í hrollvekjunni The Nun 2, sem komin er í bíó hér á landi, er ekkert verið að tvínóna við hlutina. Fyrsta hrökkvivið-atriðið kemur strax á fyrstu fimm mínútunum og er ekki af verri endanum. Blaðamaður vefjarins Sl...

12.08.2023

Orðinn stórstjarna 48 ára gamall

Stranger Things stjarnan David Harbour sem fer með eitt aðalhlutverkanna í kappakstursmyndinni Gran Turismo sem kom í bíó í síðustu viku, er að segja má seinþroska leikari í þeim skilningi að hinar miklu vinsældir ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn