Plottið er vel spinnað af góðum handritsskrifurum (ég finn ekki rétta orðið) og leikurinn er góður og flest gott við þessa mynd. Robert DeNiro leikur krimma sem er búsettur í Montreal og á lítinn jazzklúbb. Hann er búinn að sverja þann óð til kærustu sinnar að hann ætlar aldrei að stela einhverju framar. En hann fær mjög gott tilboð frá einhverjum mafíósa (Marlon Brando) sem er að stela einhverjum veldissprota sem er ótrúlega dýr og hægt að fá vænan feng úr honum. Edward Norton er líka krimmi sem er með í ráninu og hann var búinn að vinna mjög lengi á staðnum þar sem sprotinn er geymdur og hann er undir öðru nafni sem hinn þroskahefti Danny. Á meðan Edward þykist vera fatlafól finnur hann leiðir í biggingunni sem leiðir að sprotanum. Hann Robert sver þá að þetta verður síðasta ránið hanns. En málin breytast þegar Edward svíkur hann. Leikararnir eru mjög vel valdir og eins og ég sagði áðan er eiginlega flest gott við þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei