Náðu í appið
Bönnuð innan Ekki við hæfi mjög ungra barnaÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

The Musketeer 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. nóvember 2001

As you've never seen it before.

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 11% Critics
The Movies database einkunn 27
/100

D'Artagnan er sveitastrákur sem er með hreint ólíkindum lipur með sverðið. Hann tekur þá ákvörðun að ferðast til Parísar og freista þess að komast í úrvalslið skyttnanna, sérlegrar lífvarðasveitar franska konungsins. Þegar D'Artagnan kemur til Parísar er hinn illi kardínáli Richelieu búinn að leysa upp lífvarðasveitina og hyggst hrifsa til sín völdin,... Lesa meira

D'Artagnan er sveitastrákur sem er með hreint ólíkindum lipur með sverðið. Hann tekur þá ákvörðun að ferðast til Parísar og freista þess að komast í úrvalslið skyttnanna, sérlegrar lífvarðasveitar franska konungsins. Þegar D'Artagnan kemur til Parísar er hinn illi kardínáli Richelieu búinn að leysa upp lífvarðasveitina og hyggst hrifsa til sín völdin, en hann hefur sér til aðstoðar Febre, sérlega hættulegan og færan skylmingarmann. D'Artagnan er fljótlega kominn í baráttu gegn kardínálanum og hyski hans, þar sem hann, með kjörorð skyttnanna að leiðarljósi, reynir að hindra valdaránið og forða Frakklandi frá stríði við Englendinga. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Leiðileg og hallærsileg mynd sem er með lélegan leik hjá öllum í hverju einasta hlutverki. Ég gef henni eina og hálfa fyrir slagsmálin sem litu út eins og þau væru úr Matrix.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Muskereer er fín mynd í anda gömlu myndarinnar en sumir telja hana ekki svo góða og þá gömlu telja flestir betri en þessa hér, líka því að það eru betri leikarar í þeirri gömlu, en að vissu leiti er þessi mynd mjög góð spennumynd sem að ég mæli með og gef henni þó 3 stjörnur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Glötuð skytta
The Musketeer verður ekki betur lýst en sem ein versta bíóupplifun ársins.

Handritið er hræðilegt, samtölin eru fáránleg, leikurinn er lélegur (Tim Roth stóð samt uppúr - enda alltaf nettur), spennan er í lágmarki og í heild er myndin sjálf bara ómerkileg og ótrúlega léleg. Nýliðinn Justin Chambers er kannski með rétta útlitið en leikur hans er geysilega aulalegur, og ef hann fer ekki bráðum að bæta sig á hann ekki mikla framtíð í kvikmyndum (frammistaða hans var engu betri í klisjumyglunni The Wedding Planner). Mena Suvari (sem stóð sig mjög vel í American Beauty) hefur líka verið illa svikin við að taka við jafn glötuðu og einhæfu hlutverki eins og þessu.

Það eina góða sem ég sé við þessa mynd eru bardagasenurnar (sem eru þó ekkert brjálæðislega frumlegar), en þær voru samt ekki nógu góðar til að sannfæra mig um að hækka myndina upp úr botneinkunninni. Og þó að Tim Roth hafi ekki verið eins góður og yfirleitt náði hann að bjarga miklu. Annars finnst mér að fólk ætti að láta þessi ósköp bara eiga sig og leigja sér frekar The Three Musketeers-myndina frá 93.

2/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndir verða varla mikið verri en þetta. Ég bjóst alls ekki við að myndin yrði góð, en ég hélt þó að hún yrði skemmtilega léleg. En í staðinn fáum við ótrúlega lélega mynd, ofboðslega illa leikstýrt og hrikalega illa klippta. Tónlistin er ömurleg, hasarinn er lélegur og leiðinlegur. Leikararnir eru ömurlegir (allir nema Tim Roth, hann gæti ekki verið lélegur þó hann reyndi af öllum krafti) og sérstaklega er Mena Suvari alveg eins og fábjáni í myndinni. Meira að segja creditarnir í byrjun eru hallærislegir, í gulu letri með einhvern fáránlegan mósaík effect í gangi. Maður gæti þurft að losa sig við morgunmatinn eftir að hafa látið sig hafa að glápa á þessa vitleysu. Eins og það er hægt að gera góða hluti með söguna um skytturnar eftir Alexander Dumas, en nei, gerum eitthvað vonlaust í staðinn. Það er varla vonarglætu að sjá í allri þessari hörmung en þó verð ég að smella hálfri fyrir Tim Roth. Forðist þessan hrylling eins og heitan eldinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að segja að ég hélt að hér væri komin ágætis mynd sem kannski ætti til eitthvað sem heitir frumlegheit. En nei hér er á ferðinni ömurleg mynd í alla staði og heimskuleg bardagaatriði. Ég veit ekki hvort þeir hjá Universal viti að það er búið að blóðmjólka þessa formúlu. Svo ég nefni dæmi má nefna The three musketeers 1993 (framleidd af Disney) sem var hin besta skemmtun og svo The man in the iron mask 1998 (United Artists). Ef þú ætlar að sjá þessa mynd þá vil ég benda þér á að fara frekar á leiguna og taka ofan nefndar myndir, þar sem formúlan gengur upp en verður ekki að vatnsþynntri klisju.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.01.2012

Skemmtilegur sori #1 - The Three Musketeers

(Skemmtilegur sori er nýr fastur liður á síðunni þar sem undirritaður horfir á mynd sem er svo ólýsanlega slæm að hún breytist ósjálfrátt í stórskemmtilega drasl-afþreyingu. Greinin gengur út á það að kryfja u...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn